Til baka

Grein

Hugleiðingar um verðbólgukenningar

Tilraunir til að skilja og hemja verðbólguna hafa aftur og aftur mistekist.

Árlegar breytingar 2001-2022

Fyrir 40 árum var peningamagnskenningin vinsælasta kenningin um orsakir verðbólgu en hún kennir að verðbólga sé afleiðing af aukningu peningamagns umfram hagvöxt. Verðbólga væri „peningalegt fyrirbæri“ sem seðlabankar gætu komið í veg fyrir með réttri stjórnun á peningamagni. Þess vegna væri of mikil verðbólga alltaf þeim að kenna.

Þessi kenning á enn sína fylgismenn en þeim hefur fækkað. Það er ekki einu sinni ljóst hvaða peningamagn eigi að miða við. Í frægu ávarpi á þingi bandaríska hagfræðingafélagsins árið 1967 [43bcb1] hélt M. Friedman því fram að skynsamlegast væri að miða við peningamagn sem væri samtala seðla og myntar í umferð og innstæða í viðskiptabönkum. Í vaxandi hagkerfi Bandaríkjanna á þessum tíma taldi hann að lág og stöðug verðbólga væri tryggð ef þetta peningamagn jykist um 3-5% á ári. Í dag eru flestir á því að geta seðlabanka til að stjórna breytingum í tilteknu peningamagni og sambandið á milli breytinga í peningamagninu og verðbólgu séu mjög óviss og þess vegna geti seðlabankar ekki stýrt verðbólgu af þeirri nákvæmni sem Friedman gerði ráð fyrir.

Mynd 1 sýnir breytingar í grunnfé (M0) sem er samtala seðla og myntar og innstæða fjármálastofnana í seðlabanka. Þetta er ekki peningamagnið sem Friedman nefndi en sennilega það sem flestir þeirra sem hafa áhyggjur af miklum vexti peningamagns undanfarin ár miða við. Í myndinni sést að í Japan var verðhjöðnun helming tímabilsins frá árinu 2002 til ársins 2022 þrátt fyrir að grunnfé jykist nær öll árin og stundum mikið.

Árið 2013 jókst grunnfé um 46% en verðbólgan mældist …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein