USD 126,1 -0,1%
EUR 147,8 -0,1%
GBP 169,0 0,3%
DKK 19,8 -0,1%
SEK 13,6 0,2%
NOK 12,4 0,1%
CHF 158,7
CAD 91,5 -0,1%
JPY 0,8 -0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 126,1 -0,1%
EUR 147,8 -0,1%
GBP 169,0 0,3%
DKK 19,8 -0,1%
SEK 13,6 0,2%
NOK 12,4 0,1%
CHF 158,7
CAD 91,5 -0,1%
JPY 0,8 -0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Hús­næð­is­hag­fræði 101

Til að skilja hagfræðina á bak við húsnæði þarf að horfa til þriggja mismunandi markaða sem hér eru skýrðir, auk þess sem breyting Hagstofunnar á húsnæðislið neysluverðsvísitölunnar er sett í samhengi við nýleg orð seðlabankastjóra.

dsf2808
Mynd: Golli

Þegar talað er um húsnæði verður að hafa í huga þrjá markaði í einu á sama tíma:

Fyrst er leigumarkaður. Hér ákvarðast húsnæðisverð, þ.e. leiguverð. Húsnæðisverð er sá kostnaður sem fellur til vegna kaupa á þeirri þjónustu sem íbúðir (eða fasteignir almennt) veita. Þessi þjónusta er (húsa)skjól, þ.e. hús-næði. Því fleiri (mannfjöldi) sem vilja kaupa þessa þjónustu og því tekjuhærri sem þessir aðilar eru, því hærra verður (leigu)verðið. Athugið að allir, leigjendur sem og þeir sem búa í eigin íbúð, eru á leigumarkaði: íbúðareigandi leigir af sjálfum sér en leigjandi leigir af öðrum. Því fleiri íbúðir sem í boði eru, því meira er framboðið af (húsa)skjóli og því lægra verður leiguverðið, þ.e. húsnæðisverðið.

Annar er fasteignamarkaður. Hér ákvarðast fasteignaverð. Fasteignaverð (verð á íbúðum) er ekki það sama og húsnæðisverð (verð á húsaskjóli) þótt málvenja gefi slíkt til kynna. Fasteignaverð ákvarðast af leiguverði, vöxtum og aðgengi að fjármagni. Því hærra sem leiguverðið er, því hærra verður íbúðarverðið. Því lægri sem vextir eru, því hærra verður íbúðarverð. Því meira sem (láns)fjármagnið er sem vill kaupa fasteignir, því hærra verður fasteignaverð.

Hinn þriðji er byggingarmarkaður. Hér ákvarðast magn nýbygginga sem vegur á móti fjölda þeirra íbúða sem úreldast eða eyðileggjast á hverju ári vegna t.d. aldurs eða náttúruhamfara. Því hærra sem fasteignaverð er m.v. byggingarkostnað (að öllum þáttum meðtöldum, t.d. fjármagns-, aðfanga-, vinnu- og landkostnaði), því meira er byggt.

Nú getum við tengt þessa þrjá markaði saman í lykkju. Því meira sem byggt er því meira verður framboðið af þjónustunni „húsaskjól“ sem ýtir undir verðlækkanir (eða minni verðhækkanir) á leigumarkaði. Stöðugra leiguverð ýtir aftur undir stöðugra fasteignaverð sem aftur leiðir til þess að minna er byggt. Minna byggingarmagn þýðir minna framboð af húsaskjóli sem ýtir undir verðhækkanir á leigu sem aftur ýtir undir fasteignaverð sem ýtir undir byggingarmagn og svo koll af kolli.

Jafnvægi og utanaðkomandi þættir

Það er mikilvægt að átta sig á að leigu-, fasteigna- og byggingamarkaðir eru aldrei í jafnvægi. Ástæðan er sú að breytingar á einum markaði koma fram með töf á þeim næsta sem leiða til sveiflna á mörkuðunum öllum í gegnum keðjuverkandi áhrif. Hreyfilögmál (e. dynamics) markaðanna eru þannig svipuð í eðli sínu og samband fjölda einstaklinga af bráð annars vegar og rándýrs annars vegar: sveiflur í stofnstærð eins hefur áhrif á stofnstærð hins án þess að nokkrir utanaðkomandi þættir komi þar við sögu. Og líkt og stofnstærðirnar af bráð og rándýri ná aldrei jafnvægi heldur sveiflast með töf er aldrei jafnvægi á leigu-, íbúða- og byggingarmörkuðum og þeir sveiflast með töf.

Utanaðkomandi þættir hafa einnig mikil áhrif. Á leigumarkaði eru t.d. mikilvægir ytri þættir til staðar. Sértu ekki að leigja af sjálfum þér geta verið takmarkanir til staðar er varða t.d. gæði húsaskjólsins sem leigusalinn selur þér: myglaðar íbúðir geta auðveldlega verið ófærar um að framleiða húsaskjól hvers neysla stefnir ekki heilsu leigjandans sem þess neytir í voða.

Takmarkanir á verðhækkunum á leigumarkaði eru einnig algengar hvers rök byggja á þeirri staðreynd að a) húsaskjól er stór (ca. 20-40% en mörg einstök dæmi um hærra hlutfall) hluti af neysluútgjöldum heimila, b) húsaskjól er nauðsynjavara og c) mjög erfitt er að finna staðkvæmdarvöru fyrir húsaskjól sem uppfyllir lágmarksgæðakröfur um t.d. að stofna heilsu íbúans ekki í hættu. Þetta gerir húsaskjól að ólíkri nauðsynjavöru en t.d. mat því auðvelt er að finna staðkvæmdarvörur fyrir flestar matartegundir. En takmarkanir á verðhækkunum á leiguverði – sérstaklega leiguþak, sem er ekki það sama og leigubremsa – býður upp á þá hættu að framboð af leiguhúsnæði dregst saman. Gæðum leiguhúsnæðis getur líka hrakað. Fyrir nýlega samantekt á rannsóknum þessu tengt er hér vísað í Kolodilin (2024).[e072e2]

Áhrifamiklir þættir á borð við svæðisskipulag, byggingarleyfi, byggingarútlit og lágmarksatriði á borð við lyftur eða fjölda stigaganga í fjölbýlishúsum spila stórt hlutverk á byggingarmarkaði. Svæðisskipulag sem gerir ráð fyrir óbreyttum fjölda og tegundum íbúða leiðir nær óumflýjanlega til skorts á húsnæði til langs tíma og ýtir undir …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

3
Grein

Ekki séns að þetta sé hægt – án staðla

4
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

5
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

6
Efnahagsmál

Efnahagslegur stöðugleiki og áfangar losunar fjármagnshafta

_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.
42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.

Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.
Margrét Hugrún gervigreind
Mannfræði 42. tbl.

Úr buxna­vasa upp í him­in­hvolf

Áhrif tækniþróunarhraða á menningu og samfélög og mikilvægi stafrænnar mannfræði í nútímanum.
Háskólinn á Akureyri
Menntun 42. tbl.

Hlut­verk gervi­­­greind­ar á há­skóla­stigi

Frá Háskólanum á Akureyri: Gervigreind breytir forsendum menntunar og kallar á nýja hæfni, siðferðislega ígrundun og skýra ábyrgð þar sem mannleg dómgreind stýrir tækninni.