Hlutdeild húsnæðisútgjalda í heildarneysluútgjöldum heimilanna á Íslandi nam 23,2% árið 2022. Það var örlítið fyrir ofan meðaltöl Evrópusambands (ESB) landanna (22,2%) og OECD landanna (22,5%). Hjá Dönum og Finnum flokkast á milli 29-30% af heildarútgjöldum til húsnæðiútgjalda. Sambærileg tala fyrir Svíþjóð er 25,3% en 22,9% fyrir Noreg. Hlutdeildin hefur aukist talsvert í flestum löndum ESB og OECD. Árið 1995 var hlutfallið tæp 18% á Íslandi og jókst því um 30% á þessum 27 árum. Mest jókst hlutdeild húsnæðisútgjalda á tímabilinu á Írlandi, Spáni og Kýpur. Meðalhækkun hlutdeildar fyrir OECD og ESB löndin var 15% árið 1995. Hafa ber í huga að hluti af kostnaðinum að baki þessum hlutföllum tengist upphitun, en þar er Ísland í sérflokki varðandi lágan kostnað.
Íbúar Evrópu búa misþétt. Hver íbúi Möltu hefur ríflega 2,3 herbergi til ráðstöfunar á meðan hver íbúi Slóvakíu hefur helmingi minna húsnæði til ráðstöfunar, eða 1 herbergi á mann að meðaltali. Meðalfjöldi herbergja á íbúa í ESB er 1,6. Ekki eru til sambærilegar tölur fyrir Ísland, en samkvæmt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
En þó húsnæðisútgjöldin hérlendis …