USD 125,7 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 168,0 -0,6%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,4 -0,1%
CHF 158,0 -0,4%
CAD 91,1 -0,4%
JPY 0,8 -1,3%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,7 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 168,0 -0,6%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,4 -0,1%
CHF 158,0 -0,4%
CAD 91,1 -0,4%
JPY 0,8 -1,3%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Hús­næð­is­kostn­að­ur og hús­næð­is­fjár­fest­ing hér og þar

En þó húsnæðisútgjöldin hérlendis séu fyrir ofan meðaltal ESB og OECD landanna er ekki sömu sögu að segja um fjárfestingu í íbúðarhúsnæði sem hlutfall af landsframleiðslu.

Hlutdeild húsnæðisútgjalda í heildarneysluútgjöldum heimilanna á Íslandi nam 23,2% árið 2022. Það var örlítið fyrir ofan meðaltöl Evrópusambands (ESB) landanna (22,2%) og OECD landanna (22,5%). Hjá Dönum og Finnum flokkast á milli 29-30% af heildarútgjöldum til húsnæðiútgjalda. Sambærileg tala fyrir Svíþjóð er 25,3% en 22,9% fyrir Noreg. Hlutdeildin hefur aukist talsvert í flestum löndum ESB og OECD. Árið 1995 var hlutfallið tæp 18% á Íslandi og jókst því um 30% á þessum 27 árum. Mest jókst hlutdeild húsnæðisútgjalda á tímabilinu á Írlandi, Spáni og Kýpur. Meðalhækkun hlutdeildar fyrir OECD og ESB löndin var 15% árið 1995. Hafa ber í huga að hluti af kostnaðinum að baki þessum hlutföllum tengist upphitun, en þar er Ísland í sérflokki varðandi lágan kostnað.

Íbúar Evrópu búa misþétt. Hver íbúi Möltu hefur ríflega 2,3 herbergi til ráðstöfunar á meðan hver íbúi Slóvakíu hefur helmingi minna húsnæði til ráðstöfunar, eða 1 herbergi á mann að meðaltali. Meðalfjöldi herbergja á íbúa í ESB er 1,6. Ekki eru til sambærilegar tölur fyrir Ísland, en samkvæmt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun[a16159] bjuggu 399.924 einstaklingar í 157.664 fullbúnum íbúðum um síðustu áramót hérlendis. Íbúatalan er hærri en sú sem Hagstofan gefur upp. Sé stuðst við tölu Hagstofunnar eru 2,4 íbúar á íbúð á Íslandi. Ekki eru aðgengilegar tölur um meðalherbergjastærð íbúða á Íslandi, en líklega er álíka rúmt um meðaltals Íslendinginn í herbergjum talið og á við um meðalíbúann í Evrópusambandinu. Sem gæti þýtt að hver Íslendingur hafi aðeins fleiri fermetra til innanhússbrúks heldur en hver Evrópusambandsíbúi.

mynd1
mynd2

En þó húsnæðisútgjöldin hérlendis séu fyrir ofan meðaltal ESB og OECD landanna er ekki sömu sögu að segja um fjárfestingu í íbúðarhúsnæði sem hlutfall af landsframleiðslu.

Fjárfesting í íbúðarhúsnæði á Íslandi árið 2022 var 4,8% skv. Eurostat, en 4,3% skv. gögnum Hagstofunnar (eigin útreikningur). Þessi tala er heilu prósenti undir meðaltali ESB. Og það …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Grein

Ekki séns að þetta sé hægt – án staðla

5
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

6
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.