USD 125,6 -0,1%
EUR 148 0,3%
GBP 169,6 0,4%
DKK 19,8 0,3%
SEK 13,7 0,6%
NOK 12,5 0,5%
CHF 159,4 0,6%
CAD 91,7 0,4%
JPY 0,8 0,8%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,6 -0,1%
EUR 148 0,3%
GBP 169,6 0,4%
DKK 19,8 0,3%
SEK 13,7 0,6%
NOK 12,5 0,5%
CHF 159,4 0,6%
CAD 91,7 0,4%
JPY 0,8 0,8%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Hvern­ig út­rým­um við kyn­bundn­um launa­mun?

Mikilvægt skref til að ná jafnrétti er að útrýma launamun kynjanna. Ráðherra fer yfir sögu jafnréttisbaráttunnar hérlendis og rannsóknir Nóbelsverðlaunahafa því til stuðnings.

Fjolskylda

Í október á síðasta ári var blásið til 24 stunda kvennaverkfalls til þess að mótmæla kynbundnum launamun og kynbundnu ofbeldi á Íslandi. Þúsundir söfnuðust saman í miðbæ Reykjavíkur til að sýna samstöðu.

Þótt kynbundið launabil á Íslandi sé mjög lítið á heimsvísu, telja Íslendingar að allur kynbundinn launamunur sé óásættanlegur. Fjórtánda árið í röð er Ísland í efsta sæti í alþjóðlegri skýrslu um kynjajafnrétti 2023 — The Global Gap report 2023. Ísland er einnig eina landið sem hefur lokað meira en 90% af kynbundnu launabili. Svokölluð Glerþaksvísitala tímaritsins The Economist metur Ísland sem besta staðinn í heiminum fyrir konur á vinnumarkaði. Þrátt fyrir þetta trúa Íslendingar því staðfastlega að nokkur launamismunur sé of mikill — og óásættanlegur.

Breyttar væntingar

Í Nóbelsverðlaunarannsókn sinni veitir hagfræðingurinn Claudia Goldin mikilvæga innsýn í þá þætti sem móta stöðu kvenna á vinnumarkaði. Fyrir það fyrsta sýnir hún fram á að breyttar væntingar gegndu mikilvægu hlutverki í að minnka launamun karla og kvenna í Bandaríkjunum á tuttugustu öldinni. Á milli áranna 1967 og 1989 jókst hlutfall ungra kvenna sem gerðu ráð fyrir að vera í starfi við 35 ára aldur úr 33% í 80%.

Getnaðarvarnir spila einnig stórt hlutverk. Með því að gera konum kleift að fresta barneignum og hjónabandi gátu þær valið að helga sig háskólanámi, séð fyrir sér sjálfstæða framtíð og mótað sjálfsmynd sína áður en þær stofnuðu fjölskyldu.

Goldin bendir á að ef ung kona hefur meira vald yfir því hvenær og hvort hún eignast barn, og ef hún getur gert ráð fyrir því að hafa aðgang að fjölbreyttum starfsferilsmöguleikum, mun hún fjárfesta meira í eigin framtíð.

Kynbundið launabil meðal Bandaríkjamanna með framhaldsmenntun hefur haldist að mestu leyti óbreytt síðan árið 2005. Árið 2022 öfluðu konur í Bandaríkjunum að meðaltali 82 senta fyrir hvern dollara sem karlar öfluðu. Í bók sinni frá 2021, Career and Family: Women’s Century-Long Journey toward Equity, býður Goldin upp á skýringu.

mynd1

Starfsaðstæður erfiðar

Langtímagögn sýna að á fyrstu árum starfsferilsins afla háskólamenntaðir karlar og konur í Bandaríkjunum áberandi svipaðra launa, og það launabil sem er til staðar má að mestu leyti rekja til mismunandi fagsviða og starfa. Innan tiltekins sviðs byrja konur og karlar á nánast sömu grunnlaunum og þeim standa til boða svipuð tækifæri. Það er því ekki fyrr en seinna á lífsleiðinni — um það bil tíu árum eftir að konur koma inn á vinnumarkaðinn — sem merkjanlegt launabil byrjar að myndast. Konur með að minnsta kosti tvö börn standa mun verr en hliðstæðar konur með eitt barn eða ekkert. Meginástæðuna segir Goldin vera að hærra launuð störf krefjast oft verulegrar yfirvinnu og óvissu. Það eru starfsaðstæður sem reynast mæðrum með mörg börn erfiðar.

Reynsla Íslands í þessum efnum getur veitt mikilvæga innsýn og lærdóm um hvernig hægt er að minnka kynbundinn launamun. Kvennaverkfallið í október sl. var ekki fyrsta verkfall íslenskra kvenna en árið 1975 tóku um …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

5
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

6
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.