USD 125,7
EUR 147,6 0,3%
GBP 168,8 0,5%
DKK 19,8 0,3%
SEK 13,6 0,7%
NOK 12,4 0,5%
CHF 158,4 0,3%
CAD 91,3 0,2%
JPY 0,8 -0,1%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,7
EUR 147,6 0,3%
GBP 168,8 0,5%
DKK 19,8 0,3%
SEK 13,6 0,7%
NOK 12,4 0,5%
CHF 158,4 0,3%
CAD 91,3 0,2%
JPY 0,8 -0,1%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Ís­lensk ferða­þjón­usta – hetju­saga

Samtök ferðaþjónustunnar hafa áhyggjur af samdrætti í greininni og formaður samtakanna fer í þessari grein sumarblaðsins yfir söguna og sóknarfærin.

ferdamenn_reykjavik-2
Mynd: Davíð Þór

Saga íslenskrar ferðaþjónustu er sannkölluð hetjusaga. Hún hófst fyrir mörgum áratugum og lengi vel var hetjan okkar í rólegheitum heima hjá sér og sinnti ferðalöngum aðeins lítinn hluta ársins. Hæg þróun með bættum flugsamgöngum, stefnumótun um að sækja fram í þessari grein ásamt skipulögðu markaðsstarfi, bæði hins opinbera og fyrirtækjanna, færði greinina smám saman upp á annað stig. Markmiðin um blómlega ferðaþjónustu um allt land, árið um kring, voru enn fjarlægur draumur aldamótaárið 2000 þegar 300.000 erlendir gestir heimsóttu landið. Efnahagslegu áhrifin voru þó reyndar farin að láta á sér kræla, þó enn væru þau hverfandi miðað við það sem síðar kom.

Mótorinn í endurreisninni

Við vorum heppin að eiga ferðaþjónustuna að þegar við stóðum í áfalli í rústum efnahagshrunsins 2008, rúin trausti, með gjaldmiðilinn okkar í ruslflokki. Sambland veikrar krónu, þeirrar ókeypis auglýsingaherferðar og heimsathygli sem Ísland naut þegar Eyjafjallajökull gaus, var eldsneytið sem ferðaþjónustan þurfti til að komast á flug. Á eftirhrunsárunum varð hún því mótorinn í öflugri endurreisn íslensks efnahagslífs og skapaði stöðu, sem við búum enn þá að. Óskuldsettur gjaldeyrisforði ásamt jákvæðum viðskiptajöfnuði við útlönd eru hornsteinar þeirrar velsældar sem við höfum búið við hér á landi síðustu ár.

Vegurinn varðaður

Árin sem tóku við voru ár mikils vaxtar og vaxtarverkja. Greinin óx mjög hratt, hraðar en hægt var að byggja upp nauðsynlega innviði og hraðar en við flest vildum. Þessi vöxtur skapaði vandamál og áskoranir sem leiddu til þess að árið 2015 var farið í einstakt stefnumótunarverkefni sem lauk með útgáfu „Vegvísis í ferðaþjónustu“, stefnumótunar- og aðgerðaskjali til þess að ná hratt og markvisst tökum á ýmsum brennandi málum. Þessu verkefni var fylgt eftir með stofnun „Stjórnstöðvar ferðamála“, samráðsvettvangs ríkisstjórnarinnar, Samtaka ferðaþjónustunnar og Sambands sveitarfélaga til næstu fimm ára. Þegar horft er til baka var þessi einstaka aðferðafræði vel heppnuð og íslensk ferðaþjónusta og Ísland sem ferðamannaland stóðu traustari fótum á eftir.

Það er síðan tilefni til að gleðjast yfir því að fyrir Alþingi liggur núna þingsályktunartillaga um ferðamálastefnu til ársins 2030 og aðgerðaáætlun henni tengd. Undir forystu ráðherra ferðamála hefur verið unnið að stefnunni í breiðri sátt undanfarin ár. Það er mikilvægt að þetta verkefni klárist og komist til framkvæmda sem fyrst.

Hetjan kemur aftur til bjargar

En ferðalag hetjunnar hefur auðvitað ekki verið áfallalaust. Árin í kringum heimsfaraldurinn voru greininni erfið og þar eiga hugrakkir stjórnmálamenn hrós skilið fyrir ákvarðanir sem lágmörkuðu tjónið. Ferðaþjónustan sjálf má líka klappa sér á bakið, en stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja og starfsfólk sýndu óhemju mikla staðfestu, seiglu og útsjónarsemi meðan á faraldrinum stóð, við það að bjarga því sem bjargað varð. Við sem störfum í ferðaþjónustu erum líka stolt af því að áætlunin gekk fullkomlega upp og að ferðaþjónustan greiddi strax til baka þann stuðning sem stjórnvöld létu henni tímabundið í té þegar mesti brimskaflinn gekk yfir. Viðspyrna ferðaþjónustu á Íslandi var nefnilega með þeim öflugri á heimsvísu og hefur enn og aftur verið grundvöllur endurreisnar efnhagslífsins eftir stórt áfall.

Þrátt fyrir óvissu og stríðsástand í okkar heimshluta síðan heimsfaraldurinn gekk yfir, hefur hagsæld verið mikil á Íslandi. Ferðaþjónustan skapaði á síðasta ári 600 milljarða í gjaldeyristekjur og heildarveltan með neyslu innlendra ferðamanna er um 850 milljarðar. Skattsporið var 150 milljarðar. Hetjan okkar er farin að bera uppi stór samfélagskerfi á Íslandi og ferðaþjónustan er orðin máttarstólpi í íslensku samfélagi sem færir okkur öllum hagsæld á hverjum degi.

Ísland hefur nú fallið um 10 sæti frá árinu 2019

Breytt og bætt samfélag

Þá eru ótalin áhrifin af ferðaþjónustunni sem eiga ekki mælikvarða til að rúmast í excelskjölum hagfræðinga og annarra greinenda. Hversu mikils virði er miklu hærra þjónustustig og sú staðreynd að það er miklu skemmtilegra að búa víða á Íslandi vegna ferðaþjónustunnar? Hversu mikils virði er það að ungt fólk flytur aftur í heimabyggð og ákveður að hella sér í atvinnurekstur í ferðaþjónustu? Hversu mikils virði er það fyrir okkur sem samfélag að auðvelt er fyrir einstaklinga og fjölskyldur að hefja atvinnurekstur í kringum góða hugmynd eða húsnæði sem rúmað gæti ferðaþjónustufyrirtæki? Hversu mikils virði eru þær gríðarlega öflugu flugsamgöngur, sem Íslendingar geta gengið að vísum og eru ekki í nokkru samhengi við íbúafjölda?

Ferðaþjónustan er alltumlykjandi

Þessi jákvæðu áhrif ferðaþjónustunnar þýða þó ekki að ekki …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

3
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

4
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

5
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

6
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.