Í grein í Reykjavíkurblaðinu Ingólfi haustið 1906 lagði Páll Þorkelsson gullsmiður til að efnt yrði til íslenskrar allsherjarsýningar sem varpað gæti ljósi á afrek landsmanna á vettvangi landbúnaðar, sjávarútvegs, iðnaðar, lista og íþrótta. Hann rökstuddi hugmynd sína með vísan til væntanlegrar heimsóknar Friðriks VIII Danakonungs og danskra þingmanna til Íslands sumarið eftir. Eitthvað þyrfti að bjóða gestum upp á annað en þolanlegan mat. En þar var úr vöndu að ráða. Menningarstofnanir hér á landi voru fáar og stóðu sambærilegum stofnunum í flestum öðrum Evrópulöndum langt að baki. Og staða flestra listgreina var bágborin. „Vér höfum enn engin söfn svo teljandi sé; vér höfum engin mannvirki, sem vert þyki að skoða; vér höfum engan æfðan söngflokk, engan hornablástur (Hornmusik), engan skemtigarð, – með fám orðum sagt: vér verðum að flýja á fjöll upp með gesti vora, því það er náttúran ein, sem getur skemt þeim hér hjá oss, en hvorki vér sjálfir eða það sem vér höfum afrekað,“ skrifaði Páll meðal annars. Hugmynd sína um allsherjarsýningu rökstuddi gullsmiðurinn með vísan til sýningar á fögru handverki sem Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur hafði efnt til í höfuðstaðnum 1884 en þá töldu menn að sýningargripir þyrftu helst „að fela í sér frábært hugvit og um fram alt að vera einhverskonar vélauppfinning, auk þess að bera vitni um feikilegan hagleik, fagurt handbragð og fegurðartilfinningu mikla“. Þau orð minna okkur á að fyrir hálfri annarri öld var ekki gerður eins skýr greinarmunur á iðnaði og listum og síðar varð. Þau minna líka á að sú umræða sem nú …
Grein
Jarðvegur skapandi greina
Almannarýmið og menningararfurinn, allt frá Ármanni á Alþingi til Unuhúss Erlendar

Glatt á hjalla í Unuhúsi. Á myndinni eru f.v.: Steinunn Árnadóttir, Erlendur Guðmundsson, Nikkólína Árnadóttir með gítar, Áslaug Árnadóttir, Sigríður Björnsdóttir, Jóhanna Guðmundsdóttir við píanóið og Margrét Árnadóttir. Á veggnum aftan við Margréti er m
Mynd: Í eigu Stefáns Benediktssonar