Til baka

Grein

Kostnaður vegna fjármálakreppunnar

Í ljósi nýafstaðinna kosninga þar sem Icesave og málskotsrétturinn komu við sögu er viðeigandi að fara yfir mögulegar greiðslur og reiknuð hámörk samninganna auk kostnaðarins í heildina.

Margir sáu eintómt myrkur fram undan eftir að fjármálakreppan skall á árið 2008. Sumum fannst nærtækt að líkja stöðunni við stöðu Þjóðverja eftir fyrri heimsstyrjöldina og Versalasamningana þegar sigurvegararnir hirtu erlendar eignir Þjóðverja og juku skuldir þeirra með háum skaðabótum. Erlendar þjóðir voru sagðar „hafa bundið okkur sem þjóð í skuldafjötra næstu tvo áratugi.“[49a4e3] Þvert á þessar spár hefur erlend staða þjóðarbúsins, þ.e. mismunur á eignum Íslendinga í útlöndum og skuldum þeirra við erlenda aðila, aukist úr -105% af vergri landsframleiðslu í lok ársins 2007 í +38% árið 2023. Hækkun um 142 prósentur á aðeins 16 árum!

Hámörkin á greiðslur til Breta og Hollendinga sem Alþingi bætti við þegar það samþykkti samningana um Icesave sem lög 28. ágúst 2009 (og forsetinn undirritaði 2. september sama ár) sýna vel hversu dökkar framtíðarhorfurnar voru miðað við það sem síðar varð. Hámörkin skyldu miðast við hækkanir vergrar landsframleiðslu frá árinu 2008. Greiðslur til Bretlands skyldu ekki fara yfir 4% af hækkuninni í pundum og greiðslur til Hollands ekki yfir 2% af hækkuninni í evrum. Á árunum 2016 (fyrsta greiðsluárið) og 2024 (síðasta greiðsluárið) áttu hámörkin að miðast við 2% og 1% af hækkun landsframleiðslunnar. Mynd 1 sýnir hvernig greiðslurnar og hámörkin hefðu þróast.

asgeir-mynd1

Myndin sýnir að hámörkin voru langt fyrir ofan greiðslurnar og hefðu engin áhrif haft. Kannski voru bresk og hollensk stjórnvöld jafn svartsýn og Alþingi á möguleika íslensks efnahagslífs en þau höfnuðu samningunum vegna hámarkanna. Sennilega höfðu þau einnig önnur sjónarmið í huga en í kjölfarið hófust samningaviðræður sem leiddu …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein