USD 125,7 -0,5%
EUR 147,2 -0,1%
GBP 169,9
DKK 19,7 -0,2%
SEK 13,7 0,1%
NOK 12,6 0,3%
CHF 158,5 -0,1%
CAD 91,3 -0,4%
JPY 0,8 -0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,7 -0,5%
EUR 147,2 -0,1%
GBP 169,9
DKK 19,7 -0,2%
SEK 13,7 0,1%
NOK 12,6 0,3%
CHF 158,5 -0,1%
CAD 91,3 -0,4%
JPY 0,8 -0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Kostn­að­ur vegna fjár­málakrepp­unn­ar

Í ljósi nýafstaðinna kosninga þar sem Icesave og málskotsrétturinn komu við sögu er viðeigandi að fara yfir mögulegar greiðslur og reiknuð hámörk samninganna auk kostnaðarins í heildina.

Margir sáu eintómt myrkur fram undan eftir að fjármálakreppan skall á árið 2008. Sumum fannst nærtækt að líkja stöðunni við stöðu Þjóðverja eftir fyrri heimsstyrjöldina og Versalasamningana þegar sigurvegararnir hirtu erlendar eignir Þjóðverja og juku skuldir þeirra með háum skaðabótum. Erlendar þjóðir voru sagðar „hafa bundið okkur sem þjóð í skuldafjötra næstu tvo áratugi.“[49a4e3] Þvert á þessar spár hefur erlend staða þjóðarbúsins, þ.e. mismunur á eignum Íslendinga í útlöndum og skuldum þeirra við erlenda aðila, aukist úr -105% af vergri landsframleiðslu í lok ársins 2007 í +38% árið 2023. Hækkun um 142 prósentur á aðeins 16 árum!

Hámörkin á greiðslur til Breta og Hollendinga sem Alþingi bætti við þegar það samþykkti samningana um Icesave sem lög 28. ágúst 2009 (og forsetinn undirritaði 2. september sama ár) sýna vel hversu dökkar framtíðarhorfurnar voru miðað við það sem síðar varð. Hámörkin skyldu miðast við hækkanir vergrar landsframleiðslu frá árinu 2008. Greiðslur til Bretlands skyldu ekki fara yfir 4% af hækkuninni í pundum og greiðslur til Hollands ekki yfir 2% af hækkuninni í evrum. Á árunum 2016 (fyrsta greiðsluárið) og 2024 (síðasta greiðsluárið) áttu hámörkin að miðast við 2% og 1% af hækkun landsframleiðslunnar. Mynd 1 sýnir hvernig greiðslurnar og hámörkin hefðu þróast.

asgeir-mynd1

Myndin sýnir að hámörkin voru langt fyrir ofan greiðslurnar og hefðu engin áhrif haft. Kannski voru bresk og hollensk stjórnvöld jafn svartsýn og Alþingi á möguleika íslensks efnahagslífs en þau höfnuðu samningunum vegna hámarkanna. Sennilega höfðu þau einnig önnur sjónarmið í huga en í kjölfarið hófust samningaviðræður sem leiddu til samninga sem hljóðuðu uppá helmingi lægri fjárhæðir.[c4aa59] Þeim samningum var svo hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars 2010 eftir að forsetinn hafði neitað að undirrita lögin um þá samninga.

Það er eðlilegt að fólk sé óttaslegið við þær aðstæður sem ríktu fyrst eftir fjármálakreppuna. Það var heldur ekki ljóst hvernig framtíðin yrði og margir áttu í miklum erfiðleikum vegna mikillar lækkunar kaupmáttar launa, atvinnuleysis og skuldavanda.

Tvær vandaðar rannsóknir á áhrifum fjármálakreppunnar á ríkissjóð hafa komið út. Í skýrslu eftir Ásgeir Jónsson og Hersi Sigurgeirsson[2b89d7] er komist að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir kostnaðarsama endurreisn bankanna, þ.m.t. Seðlabankans, hafi miklar tekjur, einkum vegna stöðugleikaframlaga kröfuhafa, leitt til þess að tekjur ríkissjóðs sem tengjast fjármálakreppunni hafi verið umfram útgjöld svo nam 2,6% af vergri landsframleiðslu. Sigríður Benediktsdóttir, Gauti B. Eggertsson og Eggert Þórarinsson fjalla einnig um áhrifin á ríkissjóð.[ca8157] Þeirra niðurstaða er að tap ríkissjóðs sé sennilega 5% af vergri landsframleiðslu. Mikil óvissa var (og er) um endanlega útkomu, einkum vegna óvissu varðandi virði eignarhluta ríkissjóðs í bönkum.

Í þessari grein er ætlunin að meta fjárhagslegt tjón (og/eða ábata) þjóðarbúsins vegna fjármálakreppunnar út frá tölum um þróun erlendra eigna og skulda og viðskiptajafnaðar. Einnig er fjallað um mat á framleiðslutapi vegna fjármálakreppunnar.

asgeir-mynd2

Erlend staða og viðskiptajöfnuður

Ef viðskiptajöfnuður er jákvæður er hægt að nota afganginn til að greiða niður erlendar skuldir og/eða kaupa fleiri eignir í útlöndum. Þannig breytist erlend staða þjóðarbúsins um fjárhæð sem er jöfn viðskiptajöfnuði. En erlenda staðan breytist líka vegna gjaldþrota eða einhvers annars sem hefur bein áhrif á virði eigna og skulda. Til að meta verðmæti þeirra breytinga sem urðu á erlendri stöðu Íslands vegna áhrifa gjaldþrotanna í kjölfar fjármálakreppunnar 2008 er nærtækt að draga einfaldlega viðskiptajöfnuðinn frá breytingum á erlendu stöðunni og fá þannig mat á breytingum á erlendu stöðunni sem skýrast af öðru en viðskiptajöfnuðinum. Vissulega eru alltaf einhverjar slíkar breytingar, en á venjulegum árum eru þessar breytingar oftast litlar og jafnast út yfir tíma.

Við gerum ráð fyrir að tölur Hagstofunnar um út- og innflutning, hreinar launatekjur og hrein rekstrarframlög séu áreiðanlegar en veljum að áætla hreinar fjármagnstekjur með því að margfalda hreina stöðu með vöxtum sem eru jafnir stýrivöxtum í viðskiptalöndunum skv. gagnagrunni þjóðhagslíkans Seðlabankans að viðbættu 1 prósents álagi. Þannig fæst áætlaður viðskiptajöfnuður. Við notum þennan áætlaða viðskiptajöfnuð til að áætla erlendu stöðuna. Í …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

2
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

5
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

6
Menntun

Nýsköpun í þágu menntunar á tímum örrar tækniþróunar

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.