Til baka

Aðrir sálmar

Launahlutfall og skuldahlutfall

Raungengi og raunlaun eru sitthvor hliðin á sömu mynt fyrir heimili landsins. Launahlutfall og skuldahlutfall eru á sama hátt vissar endurspeglanir af efnahagslegri stöðu og fjármálastjórn fyrirtækjanna. Ástand efnahagsmála, stjórnun fjármálaráðuneyta og gjaldmiðlamál hanga líka á sama þræðinum. Greinar blaðs vikunnar og aðrir sálmar sömuleiðis fjalla um þessa þrjá þætti og flétta þá saman.

deilimynd-asgeirbrynjar

Laun eru greidd út í gjaldmiðli landsins þar sem þeirra er aflað. Því skiptir verðgildi gjaldmiðilsins máli fyrir raungildi launanna og hvernig þau duga til að greiða fyrir nauðsynjar á við mat og húsnæði.

Raungengi og raunlaun eru þannig mikilvæg fyrir raunverulegar kjarabætur. Í krísuástandi getur jafnvel þótt viðeigandi að fall á gengi gjaldmiðils nýtist til að draga úr kaupmætti launafólks.

Launahlutfallið var til umfjöllunar í tengslum við verðbólguna í megingrein síðasta tölublaðs og það hlutfall er áfram til umfjöllunar í megingrein þessa tölublaðs. Eins og sést vel á mynd 2 með greininni þá er hlutfall launa nú minni sneið af kökunni og hefur gliðnað á milli vísitölu raungengis m.v. verðlag og laun annars vegar og launahlutfallsins hins vegar. Það að skuldahlutfall fyrirtækja hefur verið að dragast saman um helming á áratugnum milli 2011 og 2021 hérlendis eru merkileg tíðindi sem koma vel fram í samanburði við nágrannalöndin á mynd 4 í greininni.

Minnkandi skuldahlutfall fyrirtækja gefur möguleika á því að greiða meira til hluthafa þegar greiða þarf minna til lánveitenda. Hinn möguleikinn er að greiða hærra hlutfall til launþega, líkt og gerðist á sjö upphafs árum áratugarins sem er mældur en ekki á síðustu árunum þremur, þar sem gliðnunin og lækkun launahlutfallins er skýr og heldur nú enn áfram, sem gefur til kynna hækkun hagnaðar.

Efnahagslegar aðstæður stýra miklu um launahlutföll, skuldahlutföll og hagnaðarhlutföll fyrirtækja en fjármálaráðherrar og gjaldmiðlar landa hafa einnig mikilvæg áhrif á aðstæðurnar. Tveir nýlátnir evrópskir fyrrverandi fjármálaráðherrar eru til umfjöllunar í seinni grein blaðs vikunnar.

Jacques Delors var franskur fjármálaráðherra og forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í áratug, arkitekt evrunnar og helsti skapari hins sameiginlega innri markaðar. Wolfgang Schäuble var fjármálaráðherra Þýskalands, þaulsetnasti þingmaður þar í yfir hálfa öld og varðhundur skuldabremsunnar á þýskar ríkisskuldir. Þeim er beggja minnst fyrir mismunandi arfleifð sína.

Næsta grein