USD 125,7
EUR 147,6 0,3%
GBP 168,8 0,5%
DKK 19,8 0,3%
SEK 13,6 0,7%
NOK 12,4 0,5%
CHF 158,4 0,3%
CAD 91,3 0,2%
JPY 0,8 -0,1%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,7
EUR 147,6 0,3%
GBP 168,8 0,5%
DKK 19,8 0,3%
SEK 13,6 0,7%
NOK 12,4 0,5%
CHF 158,4 0,3%
CAD 91,3 0,2%
JPY 0,8 -0,1%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Leið­andi í sjálf­bærn­i?

Tveir háskólakennarar í land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands greina á gagnrýninn hátt sjálfbærni íslenskrar ferðaþjónustu í þessari grein úr sumarblaðinu.

magnus-og-gunnar
Mynd: Golli

Ferðaþjónusta á Íslandi hefur á síðastliðnum árum vaxið hratt og verið ein af stærstu útflutningsgreinum landsins um árabil. Á árunum 2010 til 2018 fjórfaldaðist sá fjöldi erlendra ferðamanna sem sótti landið heim og var hlutur ferðaþjónustu þá orðin 8,6% af vergri þjóðarframleiðslu árið 2018[d020b9]. Heimsfaraldur Covid–19 stöðvaði nær allar komur ferðamanna um hríð en ferðaþjónusta hefur stokkið af stað eftir faraldurinn og komu um 2,2 milljónir erlendra gesta hingað til lands 2023. Sá hraði vöxtur greinarinnar sem landsmenn hafa upplifað síðustu 15 ár hefur skapað ýmsar áskoranir. Vinsælir ferðamannastaðir hafa verið undir miklu álagi og hefur umhverfi þeirra látið á sjá. Mannþröng á ákveðnum stöðum hefur einnig dregið úr gæðum upplifunar og eins hefur skammtímaleiga húsnæðis til ferðamanna átt þátt í að hækka leiguverð og skapa húsnæðiseklu. Yfirvöld ferðamála hér á landi höfðu löngum lítil afskipti af vexti og viðgangi greinarinnar en hafa á síðustu árum tekið skref til að styrkja regluverk hennar og fjárfestingu í innviðum til uppbyggingar á vinsælum áfangastöðum.

Þegar þessi orð eru skrifuð er tillaga að þingsályktun varðandi stefnu og aðgerðaráætlun í ferðamálum til 2030 í umsagnarferli. Leiðarljós hennar er að Ísland verði leiðandi í sjálfbærri þróun ferðamennsku árið 2030. Áhrif stefnumótunar sem sett er fram af stjórnvöldum eru umdeilanleg og fara að verulegu leyti eftir því hvort fjárfest sé í þeim aðgerðum sem þarf til að ná markmiðum sem sett eru fram í stefnunni. Hér er ekki ætlunin að fjalla beint um aðgerðaráætlunina eða stefnumótun stjórnvalda heldur beina athygli að fyrrnefndu leiðarljósi, það er að Ísland verði leiðandi í sjálfbærri þróun ferðaþjónustu árið 2030. Ætla mætti að sjálfbær þróun sé auðskiljanlegt og skýrt hugtak og leiðin að því sem markmiði þá líka. Að vissu leyti er það svo í grunnatriðum en hins vegar hefur verið sýnt fram á að hægt er að toga og teygja sjálfbærni-hugtakið til að þjóna ólíkum hagsmunum. Með þessari grein er ætlunin að bæta við og skýra umræðu um sjálfbæra þróun ferðaþjónustu ásamt því að gera grein fyrir algengri gagnrýni á hugtakið.

Hvað er sjálfbær þróun?

Hugtakið sjálfbær þróun (e. sustainable development) er oftast kennt við skýrslu nefndar sem Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Norðmanna, leiddi í lok níunda áratugar síðustu aldar.[f0d3ba] Sjálfbær þróun á að fela í sér heildstæða nálgun í stjórnmálum og stefnumótun sem samþættir umhverfisvernd við framþróun í samfélags- og atvinnumálum. Grunnstef í sjálfbærri þróun er að auðlindir séu nýttar á ábyrgan hátt svo þeim verði skilað í jafngóðu eða betra ásigkomulagi til komandi kynslóða.

Sjálfbær þróun byggist á þremur undirstöðuþáttum sem vísa til efnahags, umhverfis og samfélags. Það skiptir máli hvort og þá hver þessara þátta er settur í forgrunn. Algengt er að stilla þeim upp sem jafn mikilvægum en færa má sterk rök fyrir því að umhverfið sé undirstaða hinna þáttanna tveggja þar sem þeir fengju vart þrifist án lífvænlegs náttúrulegs umhverfis. Segja má að efnahagsþátturinn sé drifkraftur breytinga, umhverfið setji slíkri starfsemi ákveðin viðmið og takmarkanir en tilgangur þessa alls ákvarðist þó fyrst og fremst af samfélagslegum markmiðum og gildum.

Sjálfbær ferðaþjónusta?

Markmið sjálfbærrar þróunar er að ferðaþjónusta (og öll atvinnustarfsemi) þrífist í jafnvægi milli grunnþátta sjálfbærni. Sem atvinnugrein byggir ferðaþjónusta á auðlindum náttúru og samfélags og hefur veruleg áhrif á þau svið. Meðvitund ferðaþjónustunnar víða um heim um viðfangsefni sjálfbærrar þróunar hefur vaxið, ekki síst í kjölfar innleiðingar Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna (UNSDG) árið 2015. Alþjóðaferðamálasamtökin (e. World Tourism Organisation, UNWTO) hafa skilgreint tengsl ferðamála við öll 17 markmiðin og þau 169 mælanlegu viðmið sem þar er að finna.[bbfeb4] Ef við lítum til stöðu mála hér á landi þá var fyrst minnst á sjálfbærni í stefnu samgönguráðuneytisins um ferðamál frá árinu 1996 og Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) settu sjálfbærni líka á oddinn í umhverfisstefnu sinni frá árinu 2005. Hugtakið sjálfbær ferðaþjónusta hlaut þó ekki lögformlega skilgreiningu á Íslandi fyrr en árið 2008, í 4. grein reglugerðarinnar um Vatnajökulsþjóðgarð:[96bb87]

Sjálfbær ferðaþjónusta mætir þörfum ferðamanna og heimamanna en stuðlar um leið að verndun og auknum markaðstækifærum til framtíðar. Þetta felur í sér að auðlindum er stjórnað með þeim hætti að efnahagslegum, félagslegum og fagurfræðilegum þörfum er fullnægt, á sama tíma og viðhaldið er menningu, nauðsynlegum vistfræðilegum ferlum, líffræðilegri fjölbreytni og nauðsynlegum lífsskilyrðum.

Núverandi leiðarljós stefnumótunar er því ekki gripið úr lausu lofti heldur hafa hugmyndir um sjálfbærni lengi verið hluti af orðræðu um þróun ferðaþjónustunnar hér á landi.

Miklar vonir eru bundnar við ferðaþjónustu um allan heim, ekki síst á jaðarsvæðum hvort heldur sem er í norðri eða suðri innan landa eða í hnattrænum skilningi. Þekkjum við það vel hér á landi þar sem horft er til greinarinnar sem hreyfiafls atvinnulífs og hagvaxtar. Ýmsar ástæður eru fyrir því, meðal annarra að ferðaþjónusta byggir á staðbundnum auðlindum sem ekki verða auðveldlega teknar í burtu eins og oft vill verða á jöðrum sem eru helst uppspretta hráefna fyrir iðnvædda framleiðslu á kjarnasvæðum. Það er til dæmis erfitt að endurskapa töfra Jökulsárlóns eða Dimmuborga annars staðar en einmitt þar sem þessi náttúrufyrirbrigði er að finna. Einnig má nefna að þröskuldur fyrir frumkvöðla inn í greinina er tiltölulega lágur. Ferðaþjónusta, eins og hún er oftast stunduð hérlendis, krefst lítilla fjárfestinga miðað við t.d. álframleiðslu eða uppbyggingu gagnavera. Hugmyndin um ferðaþjónustu sem þetta hreyfiafl má sjá skýrt í Heimsmarkmiðum SÞ þar sem henni er ætlað að …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

3
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

4
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

5
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

6
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.