Til baka

Grein

Leiðandi í sjálfbærni?

Tveir háskólakennarar í land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands greina á gagnrýninn hátt sjálfbærni íslenskrar ferðaþjónustu í þessari grein úr sumarblaðinu.

magnus-og-gunnar
Mynd: Golli

Ferðaþjónusta á Íslandi hefur á síðastliðnum árum vaxið hratt og verið ein af stærstu útflutningsgreinum landsins um árabil. Á árunum 2010 til 2018 fjórfaldaðist sá fjöldi erlendra ferðamanna sem sótti landið heim og var hlutur ferðaþjónustu þá orðin 8,6% af vergri þjóðarframleiðslu árið 2018[d020b9]. Heimsfaraldur Covid–19 stöðvaði nær allar komur ferðamanna um hríð en ferðaþjónusta hefur stokkið af stað eftir faraldurinn og komu um 2,2 milljónir erlendra gesta hingað til lands 2023. Sá hraði vöxtur greinarinnar sem landsmenn hafa upplifað síðustu 15 ár hefur skapað ýmsar áskoranir. Vinsælir ferðamannastaðir hafa verið undir miklu álagi og hefur umhverfi þeirra látið á sjá. Mannþröng á ákveðnum stöðum hefur einnig dregið úr gæðum upplifunar og eins hefur skammtímaleiga húsnæðis til ferðamanna átt þátt í að hækka leiguverð og skapa húsnæðiseklu. Yfirvöld ferðamála hér á landi höfðu löngum lítil afskipti af vexti og viðgangi greinarinnar en hafa á síðustu árum tekið skref til að styrkja regluverk hennar og fjárfestingu í innviðum til uppbyggingar á vinsælum áfangastöðum.

Þegar þessi orð eru skrifuð er tillaga að þingsályktun varðandi stefnu og aðgerðaráætlun í ferðamálum til 2030 í umsagnarferli. Leiðarljós hennar er að Ísland verði leiðandi í sjálfbærri þróun ferðamennsku árið 2030. Áhrif stefnumótunar sem sett er fram af stjórnvöldum eru umdeilanleg og fara að verulegu leyti eftir því hvort fjárfest sé í þeim aðgerðum sem þarf til að ná markmiðum sem sett eru fram í stefnunni. Hér er ekki ætlunin að fjalla beint um aðgerðaráætlunina eða stefnumótun stjórnvalda heldur beina athygli að fyrrnefndu leiðarljósi, það …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein