USD 125,3 0,5%
EUR 144,8 0,6%
GBP 164,2 0,4%
DKK 19,4 0,6%
SEK 13,3 0,7%
NOK 12,4 0,7%
CHF 155,9 0,5%
CAD 89,3 0,4%
JPY 0,8 0,7%
Stýrivextir 7,5%
Verðbólga 4,3%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,3 0,5%
EUR 144,8 0,6%
GBP 164,2 0,4%
DKK 19,4 0,6%
SEK 13,3 0,7%
NOK 12,4 0,7%
CHF 155,9 0,5%
CAD 89,3 0,4%
JPY 0,8 0,7%
Stýrivextir 7,5%
Verðbólga 4,3%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Aðrir sálmar

Lengi lifi Evr­ópa

Efnahagsstríð heimsins og evrópskar tilskipanir um lánasamninga fyrir neytendur

Ursula von der Leyen Berlin 2025
Ursula von der Leyen í Berlín 25. október 2025
Mynd: European Union

Með þessum orðum – lengi lifi Evrópa – lauk Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins einni merkustu ræðu sinni til þessa í Berlín um síðustu helgi. Þar staðfesti hún enn frekar þá umbreyttu stöðu sem orðin er á heimsskipaninni síðastliðið ár. Mario Draghi fyrrum forsætisráðherra Ítalíu og æðsti seðlabankastjóri Evrópu hélt einnig merka ræðu í upphafi mánaðarins, sem staðfesti sömu umskipti heimsviðskiptanna á síðasta hálfa ári. Fyrri sálmar hafa nefnt hið sama.

Muni Evrópa ekki taka mál sín föstum tökum þá verða það aðrir sem gera það, sagði Ursula. Lestin er farin af stað af stöðinni, sagði Mario, og vísaði þar í breytingarnar sem orðið hefðu frá því hann kynnti ýtarlega skýrslu sína fyrir rúmu ári um nauðsynlegar umbreytingar en vert er að benda einnig á ræður þeirra tveggja við eins árs eftirfylgni skýrslunnar í síðasta mánuði.

Spurningar vakna um hvernig tökum við séum að taka okkar mál, bæði varðandi efnahagslega baráttu og aukna framleiðni. Gætum við verið búin að missa af lestinni í Evrópu? Fer hún það hægt af stað að við náum að hlaupa hana uppi? Eða er einhver önnur lest?

Forsíðugrein vikunnar fjallar ítarlega um afleiðingarnar dóms Hæstaréttar í fyrsta vaxtamálinu og síðari hluti hennar mun birtast í næstu viku. Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins frá 2024 skiptir og miklu máli. Fyrri sálmar komu inn á efnið og álitið einnig. Lestin í Ríkisútvarpinu gerði húsnæðismálum jafnframt skil á mánudaginn þar sem vert er að benda á merkileg ummæli hagfræðings HMS um það hvernig tölur um fjölda leigjenda hérlendis tvöfölduðust, við það að kannanir náðu til aðfluttra einnig. Auk þess að tíunda hver íbúð nýtist ekki til búsetu. Séreignastefnan hérlendis gæti því verið á meira undanhaldi, sérstaklega ef húsnæðismarkaður harðnar enn í framhaldi dómsins, en þó standa vonir til að fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar leysi þar um og tryggi séreignastefnu.

Síðari grein vikunnar fjallar um hitt stóra úrlausnarefnið – loftslagsmálin – meira um þau í næstu viku.

Næsta grein