Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Líf­eyr­is­sjóð­ir og tekju­dreif­ing

Hér má lesa hagræna greiningu á áhrifum mismunandi greiðslna í lífeyrissjóð á núvirði ævitekna fólks eftir tekjudreifingu.

shutterstock_783479809
Mynd: Shutterstock

Það hefur margt verið rætt og ritað um áhrif lífeyrissjóða á íslenskt efnahagslíf, allt frá áhrifum þeirra á sparnað og framfærsluöryggi eldra fólks yfir í umfang þeirra og stærð eignarhluta þeirra í íslensku atvinnulífi. Einstaka rödd hefur heyrst um að samspil lífeyrissjóða og ellilífeyris og annarra bóta frá Tryggingastofnun kunni að hafa þau áhrif að fólk með lágar tekjur fái minna út úr þeim breytingum sem tilkoma lífeyrissjóða felur í sér en þeir sem hafa hærri tekjur. Hér fyrir neðan er lýsing á tilraun til að mæla þessi áhrif.

Forsendur

Á undanförnum áratugum hafa reglur um lífeyrissjóði breyst mikið. Það sama gildir um greiðslur frá hinu opinbera, t.d. ellilífeyri. Hér verður ekki reynt að áætla áhrif allra þessara breytinga, heldur reynt að gefa hugmynd um áhrif samspils lífeyrissjóða, skatta og greiðslna frá hinu opinbera með því að mæla áhrif af mismunandi fyrirkomulagi lífeyrissjóða á tekjur fólks í mismunandi tekjuhópum þegar tekið er mið af reglum um tekjuskatt og greiðslur frá Tryggingastofnun sem giltu á árinu 2023. Gert er ráð fyrir að þær gildi, með eðlilegum breytingum sem taka mið af hagvexti á mann, alla ævi allra í hagkerfinu. Til einföldunar er gert ráð fyrir að allir búi við sömu reglur um lífeyrissjóði og að hagvöxtur á mann sé föst stærð, 1,25% á ári. Gert er ráð fyrir að starfsævi allra sé 46 ár, allir séu í fullri vinnu, alla ævi í sama tekjuhóp og allir lifa í 14 ár eftir að starfsævinni lýkur.[ae60c0] Ekki er tekið tillit til áhrifa annarra þátta en greiðslna úr lífeyrissjóði, þ.e. ekki er gert ráð fyrir að fólk hafi launatekjur eftir að starfsævinni lýkur og ekki er gert ráð fyrir vaxtatekjum sem gætu haft áhrif á greiðslur frá Tryggingastofnun.

Gert er ráð fyrir að lífeyrissjóðir ávaxti fjármuni á 3,5% vöxtum (raunvöxtum). Ekki er reiknað með neinum kostnaði við rekstur lífeyrissjóða. Greiðslur úr lífeyrissjóðum eru fastar fjárhæðir (þ.e. raungildi þeirra breytist ekki á eftirlaunatímanum) og ræðst fjárhæðin af því að núvirði greiðslna einstaklingsins í lífeyrissjóð sé jöfn núvirði greiðslna til hans.[fb38a8] Núvirðingin miðar við 3,5% vexti. Þetta þýðir að lífeyrissjóðirnir hafa það hlutverk að ávaxta fjármuni sem eru teknir af fólki eins og um skatt væri að ræða og greiða fjármunina ásamt vöxtum út að lokinni starfsævi fólksins. Samtryggingardeildum íslenskra lífeyrissjóða er ætlað að tryggja fólk gegn þeirri miklu fjárhagslegu áhættu sem felst í mismunandi ævilengd. Hér er gert ráð fyrir að allir lifi jafn lengi og ævilengdin þekkt stærð og engin áhætta vegna hennar. Lífeyrissjóðirnir í þessari grein færa því enga fjármuni á milli einstaklinga eða tekjuhópa og í öllum tilfellum greiða þeir út alla fjármuni sem þeir innheimta af tilteknum einstaklingi/tekjuhóp. Að því leyti er afkoma lífeyrissjóða alltaf á núllinu. Breytingar á reglum um lífeyrissjóði hafa því engin áhrif á afkomu lífeyrissjóðanna, bara á afkomu hinna aðilanna í dæminu, ríkisins (sem fær tekjuskatt og þarf að standa straum af útgjöldum Tryggingarstofnunar) og heimilanna. Hér skoðum við mismunandi áhrif slíkra breytinga eftir tekjuhópum en einnig heildaráhrif á afkomu ríkissjóðs og heimilanna. Af því að gert er ráð fyrir að sú kaka sem er til skiptanna sé óháð lífeyriskerfinu er breyting í afkomu ríkisins alltaf jöfn breytingu í afkomu heimilanna með gagnstæðu formerki.

Gert er ráð fyrir þrenns konar kerfi lífeyrissjóða: 1) kerfi þar sem það eru engir skyldulífeyrissjóðir en Tryggingastofnun greiðir öllum sömu fjárhæð, þ.e. hámarksfjárhæðina enda engar aðrar tekjur til frádráttar; 2) kerfi þar sem skylt er að greiða 12% af launum í lífeyrissjóð, sem var algengast hér á landi fram til ársins 2016 og 3) núverandi kerfi þar sem skylt er að greiða 15,5% af launum í lífeyrissjóð.

Gert er ráð fyrir að laun og launatengd gjöld séu þau sömu óháð fyrirkomulagi varðandi lífeyrissjóði. Ef borin eru saman laun þar sem greidd eru 15,5% af launum í lífeyrissjóð (þar af 4% hlutur launamannsins) og laun þar sem ekkert er greitt …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

2
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

3
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

4
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

5
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

6
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.