USD 124,3 -0,3%
EUR 146
GBP 168,2 0,5%
DKK 19,5
SEK 13,8 0,2%
NOK 12,6 0,3%
CHF 157,4 0,1%
CAD 90,3 0,1%
JPY 0,8 0,1%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 124,3 -0,3%
EUR 146
GBP 168,2 0,5%
DKK 19,5
SEK 13,8 0,2%
NOK 12,6 0,3%
CHF 157,4 0,1%
CAD 90,3 0,1%
JPY 0,8 0,1%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn gerð­ur upp

Skýrslur Kjaratölfræðinefndar varpa ljósi á launaþróun og hlutfallslegri þróun á milli stéttarfélaga, greining á þeirri þróun út frá fyrri skýrslum og þeirri nýjustu skapar forsendur til uppgjörs á Lífskjarasamningnum sem sett er fram í þessari grein

forsidumynd
Mynd: samtök atvinnulífsins

Í haustskýrslu Kjaratölfræðinefndar, sem kynnt var í gær, er varpað ljósi á launastig og launaþróun í hagkerfinu, eftir sundurliðun heildarsamtaka launafólks; ASÍ, BHM, BSRB og KÍ. Skýrslur Kjaratölfræðinefndar, sem koma út að vori og hausti, veita samningsaðilum og almenningi verðmæta innsýn í launaþróun og þróun hlutfallslegra launa milli stéttarfélaga og heildarsamtaka þeirra.

Með niðurstöðum skýrslna Kjaratölfræðinefndar á árinu 2023 má draga upp svo til heildstæða mynd af launaþróun á tímabilinu mars 2019 til júlí 2023. Tímabil sem klókir almannatengslafulltrúar kusu að kalla „lífskjarasamninginn“ og „brúnna að bættum lífskjörum“ eða framlengingu lífskjarasamningsins.

Uppgjör lífskjarasamningsins sýnir skýrt að áhrif hans komu mismunandi niður á ólíkum hópum launafólks. Hluti millistéttarinnar og efri tekjuhópa m.a. háskólamenntaðir hjá ríkinu hafa setið eftir um langt skeið meðan önnur hafa upplifað verulega kaupmáttaraukningu. Þegar samningar losna á næsta ári munu sérfræðingar hjá ríkinu, bæði hjá BHM og KÍ t.a.m. horfa fram á kaupmáttarýrnun eða kaupmáttarstöðnun yfir lengri tíma. Þessi staða mun skapa verulegar áskoranir í næstu kjarasamningum. Taka ber hana alvarlega og bregðast við með viðeigandi hætti, ef aukinn efnahagslegur- og félagslegur stöðugleiki er sannarlega markmið allra samningsaðila.

graf1-2

Að meðaltali 8-20% kaupmáttaraukning frá 2019 og mest hjá Reykjavík

Á tímabili lífskjarasamningsins jókst kaupmáttur launavísitölunnar þ.e. reglulegs tímakaups um 10% á vinnumarkaði að meðaltali, vegna áhrifa launabreytinga og styttingar vinnuvikunnar. Kaupmáttaraukningin var mest hjá Reykjavíkurborg eða um 20% en minnst hjá ríkinu, um 8%. Hlutfallslaun milli almenns markaðar og ríkisins annars vegar og sveitarfélaganna hins vegar hafa því breyst nokkuð á tíma lífskjarasamningsins.

Þetta misvægi má annars vegar rekja til áhrifa krónutöluhækkana og pólítiskra markmiða um endurmat á virði kvennastarfa. Hins vegar má skýra misvægið með áhrifum markaðsaflanna. Ferðaþjónustan hefur skapað umframþrýsting á lág laun sem smitast hefur yfir á opinberan markaðinn og viðvarandi skortur vinnuafls í kvenlægum umönnunargreinum hefur framkallað fyrirséð launaskrið. Full þörf hefur verið á þessari leiðréttingu. Kvenlægar umönnunargreinar á opinberum markaði eru með lægst launuðustu og vanmetnustu störfum á vinnumarkaði. Mörg þessara starfa krefjast hás menntunarstigs.

Veruleg gliðnun eftir 2019 og minnstur árangur hjá sérfræðingum ríkisins

graf-3-4

Á tímabilinu 2015-2019 jókst kaupmáttur nokkuð jafnt hjá mismunandi samtökum launafólks eða á bilinu 18-27% eftir mörkuðum. Veruleg gliðnun varð hins vegar milli samtaka og markaða á tíma lífskjarasamningsins 2019-2023. Minnst var kaupmáttaraukningin hjá háskólamenntuðum hjá ríkinu á tímabilinu mars 2019 til júlí 2023 (BHM og KÍ) eða 3-5% en mest hjá ASÍ-Reykjavík eða 39%. Ef fer fram sem horfir munu …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Alþjóðamál

Ber er hver að baki, nema sér bróður eigi

2
Alþjóðamál

Horft af brúnni

3
Efnahagsmál

Lánþegaskilyrði og fjármálastöðugleiki

4
Aðrir sálmar

Viðhorf og viðbragð

5
Aðrir sálmar

Markaðir og markmið

6
Fiskveiðar

Reiknilíkön fyrir hámark aflahlutdeilda

Financial Times forsíður
Aðrir sálmar . tbl.

Hags­mun­ir og heims­mynd

Ísinn á Grænlandi var heitasta umræðuefnið í svissneska Alpaþorpinu Davos þessa vikuna
Úthverfi
Húsnæðismál 3. tbl.

25 ár af hús­næð­is­skorti

Mumbai
Alþjóðamál 3. tbl.

Ind­land: Hið rísandi stór­veldi Asíu

Fleiri eru undir þrítugu á Indlandi en íbúar í Evrópu allri.
Sjávarútvegur
Fiskveiðar 2. tbl.

Reikni­lík­ön fyr­ir há­mark afla­hlut­deilda

Sérfræðingar hjá Arev greina úthlutun aflaheimilda og samþjöppun í sjávarútvegi.

IMG_5870
Aðrir sálmar 2. tbl.

Mark­að­ir og mark­mið

Mariana Mazzucato, atvinnustefna og markaðsmótun
Reykjavík
Efnahagsmál 2. tbl.

Lán­þega­skil­yrði og fjár­mála­stöð­ug­leiki

Sérfræðingar hjá Seðlabankanum fjalla um áhrif lánþegaskilyrða á fjármálastöðugleika og húsnæðismarkað.
Aðrir sálmar 1. tbl.

Við­horf og við­bragð

Víðsjárverðir tímar í vályndum heimi
Grænland, ísjakar
Alþjóðamál 1. tbl.

Horft af brúnni

Rýnt í stöðu Íslands á milli Evrópu og Bandaríkjanna