Loftslagsbreytingar eru þegar farnar að hafa áhrif á samfélög, vistkerfi og veðurfar á heimsvísu. Áraun á byggingar mun aukast, þó erfitt sé að segja nákvæmlega til um hvernig, en reikna má með tíðari ofsaveðrum, öflugri vindum, breytingum á hita- og rakastigi í lofthjúp, meiri úrkomu, hækkun sjávarmáls og aukinni flóðahættu.
Við höfum nýlega upplifað heimsfaraldur og lærðum þá hvernig byggingar geta veitt mismunandi öryggi vegna smithættu. Hönnun loftræsikerfa og virkni loftskipta skipta sköpum og geta verndað gegn smithættu.
Ísland er einstakt
Ísland stendur frammi fyrir einstökum áskorunum þar sem byggingar þurfa að vera hannaðar og byggðar til að þola jarðhræringar og eldsumbrot. Við eldgos getur komið öskufall, loftgæði skerðast og varasamar gufur berast út í andrúmsloftið. Loftræsikerfi með góðum síubúnaði draga úr áhættu vegna öskufalls eða mengunar. Einnig þarf sérstaklega að huga að brunahönnun og eldvörnum í byggingum á jarðhræringasvæðum.
Byggingar og lýðheilsa
Lýðheilsa gegnir lykilhlutverki í velferð Íslendinga. Góð heilsa stuðlar að betri lífsgæðum, aukinni framleiðni og lægri heilbrigðiskostnaði. Loftgæði, umgjörð og innivist í byggingum spilar þar lykilhlutverk. Byggingar eru okkur lífsnauðsynlegar og veita skjól gegn náttúruöflum.
Breytt heimsmynd
Með breyttri heimsmynd þurfum við að huga að því að byggja og hanna til framtíðar, huga að sjálfbærni og vistvæni, tryggja aðgengi allra að byggingum og að byggingar ógni ekki öryggi, heilsu eða vellíðan.
Hús þurfa að standa úti
Til að geta tryggt sjálfbærni í byggingariðnaði þurfum við að byggja hús sem standast veðuráraun, íslenskar aðstæður og endast hefðbundinn líftíma þeirra. Gallar í nýbyggingum valda því að fara þarf í …