Til baka

Grein

Marel og sagan

Skipavogin sem talin er merkilegasta iðnaðarvara sem fundin hefur verið upp á Íslandi lá til grundvallar stofnunar fyrirtækisins Marel fyrir rúmum fjörtíu árum síðan. Hér er farið yfir sögulegan bakgrunn fyrirtækisins í ljósi yfirstandandi umbreytinga á eignarhaldi þess.

unnamed
Myndin er tekin í Sjólastöðinni í Hafnarfirði árið 1983 og prýddi fyrsta sölubæklinginn sem Marel gaf út. Unga konan heitir Helga Magnúsdóttir.

Um þessar mundir er unnið að því að bandaríska fyrirtækið John Bean Technologies (JBT) eignist Marel hf. Formlegar viðræður fyrirtækjanna um samruna hófust snemma á þessu ári og gert er ráð fyrir því að viðskiptin verði frágengin í árslok. Í ágúst veittu hluthafar JBT samþykki sitt fyrir kaupunum á Marel. Enn eiga þó 90% hluthafa í Marel og eftirlitsaðilar (samkeppnisyfirvöld) eftir að leggja blessun sína yfir samrunann.

Salan á Marel hlýtur að teljast stórviðburður í íslensku viðskiptalífi. Því er full ástæða til að rifja upp mikilvæga áfanga í sögu fyrirtækisins og hvernig grunnur var lagður að sókn þess og sigrum.

Krúnudjásnið

Í fróðlegu viðtali við vefmiðilinn Innherja í júní síðastliðnum var Brian Deck, forstjóri JBT, spurður að því hvort hann gerði sér ekki glögga grein fyrir því að hann væri að kaupa „krúnudjásnið“ í atvinnu- og viðskiptalífi Íslands og á íslenskum hlutabréfamarkaði. „Við áttum okkur fyllilega á því og fögnum mikilvægi Marel á Íslandi,“ svaraði bandaríski forstjórinn. „Við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að arfleifðin lifi áfram.“

Sú arfleifð er sannarlega ekki lítils verð. Marel hefur lengi verið fyrirmynd íslenskra nýsköpunarfyrirtækja og á síðari árum flaggskip atvinnulífsins. Sagan af því hvernig Marel breyttist úr örsmáu fyrirtæki á Íslandi í alþjóðlegan risa á sínu sviði er einstök og á sér vart hliðstæðu hérlendis. Öllum sem til þekkja er ljóst hversu mikilvægt Marel hefur verið fyrir þjóðarbúskap Íslendinga enda var það um árabil langverðmætasta félagið í Kauphöll Íslands. Þegar gengi íslensku krónunnar lækkaði nokkuð í nóvember …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein