Til baka

Grein

Nærandi ferðaþjónusta

Íslenski ferðaklasinn stýrir norrænu verkefni um nærandi ferðaþjónustu og í þessari grein í sumarblaðinu er útskýrt hvað nærandi ferðaþjónusta er.

IMG_4836

Norræna ráðherranefndin hefur samþykkt fjármögnun fyrir verkefnið „Nordic Regenerative Tourism“ (NorReg) í þriðja sinn. Verkefninu, sem ber íslenska heitið Nærandi ferðaþjónusta á Norðurlöndum, er stýrt af Íslenska ferðaklasanum fyrir hönd menningar- og viðskiptaráðuneytisins.

NorReg er þróunarverkefni sem hefur það að meginmarkmiði að styðja lítil og örsmá fyrirtæki (e. small and micro-sized enterprizes) í ferðaþjónustu við að innleiða forsendur nærandi ferðaþjónustu í starfsemi sína. Jafnframt styður NorReg við starfsemi svæðisbundinna samtaka ferðaþjónustu, klasa og markaðsstofa, með því að þróa verkferla og tól sem styðja við vöruþróun og rekstur á forsendum nærandi ferðaþjónustu.

Hvað er nærandi ferðaþjónusta?

Nærandi ferðaþjónusta (e. regenerative tourism) er nálgun á uppbyggingu og þróun innan ferðaþjónustu þar sem velsæld og jafnvægi náttúru og samfélaga er höfð að leiðarljósi. Byggt er á þeirri meginhugsun að íbúar, starfsmenn í ferðaþjónustu og gestir séu öll hluti af sama menginu; ferðaþjónustan hafi áhrif með margvíslegum hætti á líf fólks og umhverfi og verði einnig fyrir áhrifum af samskiptum sínum við gesti, íbúa og náttúru. Nærandi ferðaþjónusta sprettur þannig upp á grunni þess skilnings að innan ferðaþjónustunnar þurfi heildstæða, framsýna hugsun, sem bæði hlúi að sameiginlegum gæðum og gildum okkar allra, og kalli okkur til ábyrgðar gagnvart eigin athöfnum.

Markmið nærandi ferðaþjónustu er að ferðaþjónustufyrirtæki og gestir þeirra hafi jákvæð áhrif á nærumhverfi sitt og náttúru en einnig að rekstur fyrirtækjanna og framboð afþreyingar og þjónustu geri gestum áfangastaðarins kleift og ljúft að taka þátt í að styrkja og leggja til áfangastaðarins til framtíðar. Markmiðið er að skilja við áfangastaðinn í betra ásigkomulagi …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein