USD 125,7 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 168,0 -0,6%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,4 -0,1%
CHF 158,0 -0,4%
CAD 91,1 -0,4%
JPY 0,8 -1,3%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,7 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 168,0 -0,6%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,4 -0,1%
CHF 158,0 -0,4%
CAD 91,1 -0,4%
JPY 0,8 -1,3%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Ný heims­mynd

Efnahagslegt vægi Kína og Indlands getur innan tíðar orðið á pari við Bandaríkin og Evrópu. Fríverslun í stað viðskiptaþvingana og virtar alþjóðastofnanir skipta miklu í því samhengi.

Við lok síðari heimsstyrjaldarinnar var byggt upp á Vesturlöndum efnahags-, stjórnmála- og varnarkerfi undir forystu Bandaríkjanna. Bandaríska hagkerfið var þá það langstærsta í heimi, með líklega um 40% heimsframleiðslunnar. Þessi styrkur gerði dollarann að heimsmynt og var hann m.a.s. formlega gerður að hornsteini í myntkerfi sem tók við af gullfótarfyrirkomulagi fyrirstríðsáranna og kennt var við smábæinn Bretton Woods. Hernaðarmáttur Bandaríkjanna endurspeglaði styrk hagkerfisins og var óumdeilanlega sá langmesti í heimi.

Alþjóðlegar stofnanir

Bandaríkin stóðu að mörgu leyti vel undir þeirri ábyrgð sem fylgdi forystuhlutverki þeirra á efnahagssviðinu. Auk myntkerfisins nýttu þau styrk sinn til að koma á laggirnar ýmsum lykilstofnunum og samningum sem urðu umgjörð alþjóðaviðskipta- og fjármála. Bandaríkin lögðu stórfé í enduruppbyggingu Vestur-Evrópu eftir heimsstyrjöldina, með svokallaðri Marshall áætlun. Það fé nýttist vel, m.a. á Íslandi, sem tók þátt þótt landið hefði sloppið að mestu við eyðileggingu stríðsins og raunar safnað digrum sjóðum á stríðsárunum. Upp úr Marshall aðstoðinni spratt m.a. Efnahags- og framfarastofnunin, betur þekkt sem OECD. Bandaríkjamenn voru líka í forystu um stofnun Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, IMF (eða AGS), og Alþjóðabankans í stríðslok.

Bandaríkin lögðu jafnframt mikla áherslu á fríverslun og voru í lykilhlutverki í að koma á Almenna samkomulaginu um viðskipti og tolla, betur þekkt sem GATT, og síðar Alheimsviðskiptastofnuninni, WTO. Á vettvangi eða grundvelli GATT og síðar WTO og nokkru leyti OECD hefur verið samið um aukna fríverslun um nær allan heim síðan.

Bandaríkin gegndu líka forystuhlutverki í að þróa samkeppnisreglur og -eftirlit. Það var fyrst og fremst hugsað til innanlandsnota en hefur haft mótandi áhrif á þessu sviði í flestum löndum heims, þ.á m. á Evrópska efnahagssvæðinu, EES. Sumt af því snýr að alþjóðaviðskiptum, t.d. ríkisstyrkjareglur, og um það hefur verið samið milli landa en samkeppnisregluverkið sem var þróað fyrir innanríkisviðskipti í Bandaríkjunum hefur einnig verið tekið upp að meira eða minna leyti fyrir viðskipti innan annarra landa.

Efnahagslegur uppgangur

Allt þetta átti ríkan þátt í þeim efnahagsuppgangi sem heimurinn hefur notið frá síðari heimsstyrjöld og gerbreytti lífsskjörum þorra mannkyns til hins betra. Efnahagskerfið sem Bandaríkin höfðu forystu um að reisa hefur því um margt verið farsælt. Það er hins vegar ekki hægt að ganga að því vísu að það muni lifa um aldir alda. Þegar má sjá í því ýmsa bresti.

Hér skiptir líklega mestu að yfirburðastaða Bandaríkjanna á efnahagssviðinu er langt frá því sú sama nú og um miðja síðustu öld. Bandaríkin eru að sönnu ríkt land með stórt hagkerfi en hlutfallslegt vægi þeirra í heimshagkerfinu hefur skroppið verulega saman. Nú eru Bandaríkin með um 15% heimsframleiðslunnar, þegar búið er að taka tillit til mishás verðlags milli landa. Það er nokkurn veginn jafnmikið og Evrópusambandið, ESB, sem heild og aðeins minna en Kína, sem er með um 19%. Vægi Bandaríkjanna á þennan mælikvarða hefur farið sífellt lækkandi og mun fyrirsjáanlega gera það áfram. Það sama á raunar við um ESB löndin og af sömu ástæðu. Það er meiri vöxtur framleiðni annars staðar og lýðfræðileg þróun hjálpar ekki.

Stærð Kína

Vöxtur kínverska hagkerfisins hefur verið ótrúlegur, hlutdeild landsins í heimsframleiðslunni var líklega einhvers staðar á bilinu 2-5% um 1980. Það var afleiðing algjörlega galinnar efnahagsstefnu Maó formanns og samflokksmanna hans og botninn á langri niðurlægingarsögu heimsveldisins. Sé horft lengra aftur í mannkynssögunni er þó hvorki skrýtið né óvenjulegt að kínverska hagkerfið sé það stærsta í heimi. Það var reglan á miðöldum og hlutdeild Kína í heimshagkerfinu líklega þegar mest var litlu minni en hlutdeild Bandaríkjanna í lok seinni heimsstyrjaldar. Kínverjar voru þó ekkert sérstaklega ríkir þá – þótt keisarans hallir skinu – þeir voru bara svo margir, líkt og nú. Lífskjör í Kína í upphafi iðnbyltingar voru líklega sambærileg og í Vestur-Evrópu en síðan dró mjög í sundur allt þar til uppgangurinn hófst að nýju í Kína fyrir um 40 árum.

Uppgangurinn í Kína hefur slegið Bandaríkjamenn út af laginu og skynjun þeirra á áhrifum hans á Bandaríkin er um margt skrýtin. Rangtúlkunin á afleiðingunum nú er raunar svipuð og fyrir 40-50 árum þegar Bandaríkjamenn voru með böggum hildar yfir uppgangi Japan. Í stað þess að sjá að vöxturinn í Japan færði Bandaríkjamönnum efnahagslegan ávinning – ódýrari og betri raftæki, bíla o.m.fl. og stærri markað fyrir útflutning – þá sáu Bandaríkjamenn bara vandamál vegna lakari samkeppnisstöðu í tilteknum atvinnugreinum.

Skynjunin er jafnskökk vegna Kína. Bandaríkjamenn hafa notið mjög góðs af uppganginum þar, sem hefur fært þeim og einnig öðrum auðugum ríkjum eins og Íslandi, ódýrari iðnvarning en ella og opnað nýja markaði. Sem dæmi má nefna að það er verulegur ávinningur af því fyrir Bandaríkin að Apple borgar Kínverjum nokkra dollara fyrir að setja saman síma sem seldir eru með mörg hundruð dollara álagningu. Hinir nýríku Kínverjar kaupa líka þessa síma fyrir um sex milljarða dollara á mánuði. Það munar um minna.

Ísland á því að styðja og taka virkan þátt í starfi skammstafasúpunnar…

Alþjóðlegar áhyggjur

Þess vegna er það verulegt áhyggjuefni, ekki bara fyrir Bandaríkjamenn og Kínverja, heldur heimsbyggðina alla, að Bandaríkin virðast vera að gera meiri háttar breytingu á stefnu sinni gagnvart fríverslun með því að reisa verulega tollmúra til að hindra innflutning frá Kína. Það er engin skynsamleg réttlæting á þessum tollmúrum og þeir eru örugglega gróft brot á regluverki WTO. Ákvörðun um að reisa tollmúrana hvað sem regluverkinu líður er því um leið yfirlýsing um að Bandaríkin muni ekki virða það regluverk alþjóðaviðskipta sem þeir hafa sjálfir haft forystu um að koma á.

Völd og áhrif Bandaríkjanna byggja ekki bara á efnahags- og hernaðarstyrk ríkisins heldur ekki síður getu Bandaríkjanna til að fá önnur ríki til að fylkja sér á bak við þau. Ef Bandaríkin sjálf virða ekki stofnanir og leikreglur alþjóðasamfélagsins þá mun molna úr þeirri getu. Það á ekki bara við á efnahagssviðinu heldur einnig á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, SÞ. Það er ekki gæfulegt að einangrast ítrekað í atkvæðagreiðslum þar og beita hvað eftir annað neitunarvaldi í öryggisráðinu. Afstaða Bandaríkjamannanna til Alþjóðlega sakamáladómstólsins, ICC, og Alþjóðadómstólsins í Haag, ICJ, er annað skelfilegt dæmi. Þeir hafa ekki bara hunsað niðurstöður dómstólanna heldur jafnvel gengið svo langt að hóta dómurum og öðru starfsfólki og beitt viðskiptaþvingunum.

Viðskiptaþvinganir

Viðskiptaþvinganir eru almennt hættulegt tæki. Þar nota Bandaríkjamenn yfirburðastöðu dollarans í alþjóðlegri greiðslumiðlun sem vopn. Þvinga banka utan sem innan Bandaríkjanna til að útiloka tiltekna aðila frá viðskiptum. Það er öflugt vopn en notkun þess grefur nánast sjálfkrafa undan því. Það gefur hvata til að finna aðrar leiðir til alþjóðlegrar greiðslumiðlunar, ekki bara fyrir glæpamenn, skattsvikara og hryðjuverkamenn …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Grein

Ekki séns að þetta sé hægt – án staðla

5
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

6
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.