Til baka

Grein

Ofvirk stjórnmál og óvirk

Hvert hitamálið á eftir öðru gengur yfir stjórnmálin en undir yfirborðinu virðist ríkja sátt um að takmarka áhrif lýðræðisins

dsf7410
Mynd: Golli

Eitt af því sem einkennir stjórnmálin er mikill atgangur sem mætti jafnvel líkja við ofvirkni. Hlutirnir gerast hratt, sviðsljósið er úti um allt og stundum erfitt að festa fingur á inntak stjórnmálaumræðunnar hverju sinni. Allir sem einhvern tímann hafa notið fjölmiðlaathygli íhuga framboð og láta jafnvel slag standa. Víðtæk óánægja með hefðbundin stjórnmál birtist jafnframt í ýktum sveiflum á fylgi stjórnmálaflokka þar sem hollusta fólks við flokka ristir mun grynnra en áður. VG fór með himinskautum í skoðanakönnunum árið 2017 og hefur verið kjölfestan í tveimur ríkisstjórnum en er við að detta út af vettvangi landsmálanna. Framsókn, sem margir töldu best að kjósa 2021, er örfáum prósentum frá þröskuldnum og Sjálfstæðisflokkurinn mælist einungis með þriðjung af kjörfylgi sínu í kosningum árið 2007, og helming frá árinu 2016. Katrín Jakobsdóttir sat lengur í embætti forsætisráðherra en nokkur síðan Davíð Oddsson og Bjarni Benediktsson er þaulsetnasti formaður Sjálfstæðisflokksins síðan Ólafur Thors var og hét. En þeim verður ekki aðeins refsað í kosningum eins og tíðkaðist gjarnan áður fyrr heldur eru flokkar þeirra beinlínis í tilvistarkrísu. Ekki er öll nótt úti enn fyrir stjórnarflokkana því að kjósendur eru fljótari að gleyma og stuðningurinn sífelldum breytingum undirorpinn. Samfylkingin, sem þurrkaðist næstum út árið 2016, mælist nú yfirleitt sem stærsti flokkurinn. Og Viðreisn, sem þurrkaðist næstum út árið eftir, gæti orðið sá næst stærsti. Endurnýjun á Alþingi heldur áfram á ofsahraða. Nýir þingmenn voru rúmur helmingur kjörinna árið 2016, 12 árið 2017 og 25 árið 2021 en nú stefnir í jafnvel enn hærri tölur.

Ofvirkni …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein