Til baka

Grein

Orkuskiptin eru dauðafæri fyrir Ísland

Stærstur hluti útgjalda erlendra ferðamanna á Íslandi er fyrir samgöngur og orkuskiptin eru mikilvægur þáttur í því sambandi, sem þessi grein sumarblaðsins greinir út frá sjónarhóli bíla.

dsf6697f
Mynd: Golli

Í orkuskiptunum felast óendanleg tækifæri fyrir íslenskt samfélag til að hætta innflutningi á jarðefnaeldsneyti, nýta raforkukerfið enn betur, minnka loftmengun, vera framvörður í loftslagsmálum og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þau styrkja ímynd Íslands sem land hreinnar orku, loftgæða, lágrar losunar og ósnortnar náttúru sem hefur bein, jákvæð áhrif á ferðaþjónustu á Íslandi og skapar margvíslega möguleika til aðgreiningar frá samkeppnislöndum.

Heimurinn horfir til Íslands í umhverfis- og loftslagsmálum, segir Simon Anholt, alþjóðlega þekktur ráðgjafi í stefnumörkun ríkja á sviðum efnahagslífs, stjórnmála og menningar, sem flutti erindi á ársfundi Íslandsstofu í mars sl.:

„Allt við ímynd Íslands bendir til að heimsbyggðin sé tilbúin að líta á það sem eitt þriggja eða fjögurra landa í heiminum sem standi fremst vegna framlags þeirra í sjálfbærnimálum. Þið hafið ekki um neitt að velja í þessum efnum. Þið hafið verið tilnefnd til forystu og þið verðið að standa undir væntingum. Einbeitið ykkur að umhverfis- og loftslagsmálum ... það er hlutskiptið sem ykkur var ætlað.“[a50eea]

Hvað er til ráða?

mynd1_vefur

Einfaldast og skjótvirkast er að hraða orkuskiptum í vegasamgöngum þar sem tækni rafknúinna ökutækja er orðin vel þroskuð og úrval ökutækja mikið. En stefna stjórnvalda þarf að vera skýr og aðgerðir í samræmi við stefnuna. Það hefur gengið vel undanfarin ár en skyndilegur viðsnúningur stjórnvalda nýverið varðandi fjárhagslegan stuðning til rafbílakaupa gengur gegn þeirra eigin stefnu í orkuskiptum og hefur valdið alvarlegu bakslagi sem skapar óvissu meðal annarra hagaðila. Í dauðafæri má ekki bregða fæti fyrir sóknina.

Á Loftslagsdegi Umhverfisstofnunar kom fram að:

Losun …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein