Til baka

Grein

Peningastefnan

Ytri nefndarmaður peningastefnunefndar Seðlabankans skýrir ákvörðun um að lækka ekki vexti í síðsta mánuði.

Peningastefnunefnd ákvað á fundi sínum í maí 2024 að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25%. Sem fyrr ræddi nefndin hvort taumhald peningstefnunnar væri hæfilegt með tilliti til verðbólguhorfa. Verðbólga hafði hjaðnað á milli funda nefndarinnar og mældist ársverðbólga 6%, verðbólga án húsnæðis 3,9% og undirliggjandi verðbólga miðað við meðaltal ólíkra mælikvarða 5%. Þrátt fyrir hjöðnun var verðbólga því vel yfir 2,5% markmiði Seðlabankans og taumhald peningastefnunnar hafði ekki aukist mikið á milli funda nefndarinnar. Raunvextir bankans miðað við meðaltal mismunandi mælikvarða verðbólgu og verðbólguvæntinga höfðu hækkað úr 3,8% í 3,9%. Það sem dró helst úr hækkun raunvaxta á þennan mælikvarða var aukið verðbólguálag á fjármálamarkaði til eins árs, en einnig ný verðbólguspá Seðlabankans þar sem nú er spáð hægari hjöðnun verðbólgu vegna meiri spennu í þjóðarbúskapnum en áður var talið.

Hagtölur og þjóðhagsspár

Þann 29. febrúar sl. birti Hagstofa Íslands endurmat á þjóðhagsreikningum fyrir árin 2020-2022 og fyrstu þrjá ársfjórðunga ársins 2023. Endurskoðunin fól í sér óvenju mikla uppfærslu á hagvaxtartölum. Samkvæmt endurmetnum tölum var samdráttur árið 2020 ekki jafn mikill og vöxtur landsframleiðslu og þjóðarútgjalda var kraftmeiri árin 2021 og 2022 og í byrjun árs 2023 en fyrri tölur gáfu til kynna. T.a.m. mælist hagvöxtur árið 2022 nú 8,9% en eldri mæling hljóðaði upp á 7,2%. Sambærileg breyting varð á vexti þjóðarútgjalda það ár úr 6,6% upp í 8,2%. Það var því mun meiri kraftur í innlendri eftirpurn en áður var talið.

mynd1

Mynd 1 sýnir þróun landsframleiðslu árin 2018-2023. Heila línan sýnir þróunina miðað við uppfærðar tölur Hagstofunnar en brotalínan …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein