Til baka

Grein

Raunstýrivextir

Langþráð vaxtalækkun Seðlabanka Íslands á síðasta fundi peningastefnunefndar er skýrð í þessari grein.

peningastefnunefnd_agust2024
Peningastefnunefndin sem ákvað að lækka meginvexti úr 9,25% í 9,0% á síðasta fundi sínum: Ásgerður Ósk Pétursdóttir, Tómas Brynjólfsson, Herdís Steingrímsdóttir, Ásgeir Jónsson, formaður og Rannveig Sigurðardóttir staðgengill formanns
Mynd: Seðlabanki Íslands

Peningastefnunefnd ákvað á síðasta fundi sínum að lækka vexti um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans eru því nú 9%. Sem fyrr ræddi nefndin framvindu efnahagsmála, verðbólguhorfur og mat á nauðsynlegu taumhaldi peningastefnunnar. Í yfirlýsingum nefndarinnar frá maí og ágúst sl. kom fram að aðhaldið væri talið hæfilegt til að ná verðbólgu í markmið innan ásættanlegs tíma. Nefndin mat það svo að taumhaldið hefði aukist frá þeim fundum og miðað við horfur væri líklegt að það myndi halda áfram að vaxa. Mat á nauðsynlegu taumhaldi hafði ekki breyst og því var ákveðið að lækka nafnstýrivexti svo það myndi ekki aukast um of á milli funda. Ákvörðunin um nafnvaxtalækkun snérist því um að viðhalda raunstýrivaxtastigi. Að gefnum fyrri yfirlýsingum nefndarinnar hefði þessi aðlögun á nafnstýrivöxtum því ekki átt að koma á óvart.

Raunstýrivextir

Taumhald peningastefnunnar vísar til raunvaxtastigs Seðlabankans. Í fundargerðum nefndarinnar má finna mat á raunstýrivöxtum, sett fram sem meðaltal sex mismunandi mælikvarða á verðbólgu og verðbólguvæntingar til eins árs. Í meðaltalsmælikvarðanum eru raunvextir miðaðir við: verðbólguvæntingar fyrirtækja, heimila, markaðsaðila og verðbólguálag á fjármálamarkaði, allt til eins árs, ásamt ársverðbólgu og spá Seðlabankans um verðbólgu eftir fjóra ársfjórðunga.

Meðaltalsmælikvarðinn dregur úr sveiflum sem geta einkennt einstaka undirliði og gefur vísbendingu um þróun taumhaldsins. Hann er því gagnlegur til að bera saman raunstýrivexti á mismunandi tímapunktum. Hins vegar hefur meðaltalsmælikvarðinn einnig sína annmarka. Uppfærðar mælingar á raunvöxtum byggðum á könnunum og á verðbólguspá Seðlabankans eru ekki birtar fyrir hvern fund. Einnig geta nefndarmenn haft skoðanir á einstaka mælikvörðum meðaltalsins og gefið þeim mismikið …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein