Til baka

Grein

Ríkisfjármál 2013 til 2023

Yfirferð um opinber fjármál í rúman áratug, forsendur skuldasöfnunar og umfang hins opinbera.

dsf3956
Mynd: Golli

Afkoma ríkissjóðs, tekjur hans og gjöld, skipta miklu máli við stjórnarmyndun. Á þeim veltur hvort áætlanir nýrrar stjórnar verða að veruleika eða enda sem orðin tóm. Stjórnarmyndanir á síðustu árum hafa verið með ýmsum hætti að þessu leyti.

Í miðju fjármálahruninu í ársbyrjun 2009, var stjórn mynduð við sérstæðar aðstæður. Áður óþekktur halli var á ríkissjóði eftir gjaldþrot bankakerfisins og ný stjórn tók í arf samning við AGS um lán til þess að koma ríkissjóði í jafnvægi en fyrri stjórn hafði skilaði auðu blaði um ráðstafanir í því efni. Það var verkefni nýrrar stjórnar að semja Áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009 - 2013 um aðgerðir í ríkisfjármálum. Gekk sú áæltun eftir og jöfnuður náðist árið 2013.

Í stjórnarsáttmálanum árið 2013 var jafnvægis í ríkisfjármálum getið með almennum hætti en ekkert fjallað um hvernig auknum útgjöldum eða lækkun sértækra skatta sem boðuð hafði verið yrði mætt.

Í stjórnarsáttmálanum árið 2017 er ítarlega fjallað um fyrirætlanir á mörgum sviðum samfélagsmála og lofað var stöðugleika í ríkisfjármálum og efnahagsmálum en þess ekki getið hvernig umbætur verði fjármagnaðar. Sáttmáli sömu flokka fjórum árum síðar er uppfærð útgáfa hins fyrri en loforð um bætta þjónustu voru óljósari.

Yfirlýsing núverandi ríkisstjórnar er stutt og tilgreinir stefnu og markmið fremur en stakar aðgerðir. Jafnvægi í ríkisfjármálum er fyrsta áhersluatriði yfirlýsingarinnar og boðuð er ný tekjuöflun með breytingum á skattkerfinu, auðlindagjöldum, umhverfisgjöldum í ferðaþjónustu o.fl.

mynd1-2

Tekjur og gjöld ríkissjóðs 2013 til 2023

Umræða um ríkisfjármál að undanförnu hefur að nokkru verið á skjön við veruleikann. Að venju …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein