Heimurinn er á suðupunkti nú þegar tímabili hnattrænnar hlýnunar er lokið og afleiðingar loftslagsbreytinga blasa við, segir Antonio Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna. Hitinn er orðinn óbærilegur og loftið of mengað til að anda því að sér sagði hann en hagnaður olíuiðnaðarins óásættanlegur sem og aðgerðaleysi okkar, bætti hann við, tímabil hnattræns suðumarks er hafið.
Fyrr í sumar gaf Alþjóðlega reikningsskilaráðið (IFRS, International Financial Reporting Standards Foundation) út sína fyrstu tvo IFRS sjálfbærni staðla sem marka mikilvæg tímamót og setja fram samþætt grundvallarviðmið á alþjóðavísu.
Hið sameiginlega tungumál viðskiptanna um allan heim sem að IFRS staðlar Alþjóða reikningsskilaráðsins marka málfræðina um, hafa nú bætt við flóru sína nýrri mállýsku eða tungumáli sjálfbærninnar til viðbótar við hin skyldubundnu skil skýrslna úr gögnum hefðbundins reikningshalds. Þannig að veitendur fjármagns til fyrirtækja, greinendur og eftirlitsaðilar hafi alla möguleika á því að meta og bera saman árangur, möguleika, áhættu og óvissu á sviði sjálfbærninnar líkt og á hinu fjárhagslega sviði.
Hvers virði er náttúran
Náttúran er nú, með útgáfu hinna nýju alþjóðlegu reikningsskilastaða fyrir sjálfbærni, orðin aðili málsins en er ekki lengur einhverskonar fórnarlamb úti í bæ sem viðskiptalífið fær að níðast á, alveg frítt og jafnvel með opinberum stuðningi …