Til baka

Grein

Skinnhandrit samtímans

Kvikmyndaiðnaðurinn og verðmæti hans

edda-hus-islenskunnar
Mynd: Háskóli Íslands

Íslenskur menningararfur væri lítilfjörlegri ef ekki væri fyrir fornbókmenntirnar sem forfeður okkar höfðu fyrir því að skrifa á skinnhandrit[bff920] hér norður frá.

Gefa má sér þá forsendu að ákveðin hagsæld þurfi að vera til staðar þannig að menningarlíf blómstri. Nefna má kenningar Helga Guðmundssonar, sem settar eru fram í bókunum Um haf innan (1997) og Land úr landi (2002), um uppsprettu auðs á Íslandi og þróun norrænnar menningar. Stefán Karlsson (2000) setti einnig fram áhugaverða tilgátu um að Þingeyrar hafi verið bókagerðarmiðstöð og sinnt m.a. norskum verkbeiðnum. Slíkt heitir á markaðsmáli að framleiðandinn aðlagi sig að breyttum markaðsaðstæðum. Bækur á 13. öld voru mjög dýr munaðarvara og því líklegt að gott verð hafi fengist fyrir bækur frá Íslandi[889ae9].

Þingeyrar hafa e.t.v. verið draumaverksmiðja Norðurlanda líkt og kvikmynda- og sjónvarpsgerð í Hollywood er draumaverksmiðja samtímans. Það er líklega ekki ofsögum sagt að kvikmyndagerðin hafi tryggt Bandaríkjunum menningaráhrif langt út fyrir landamæri þeirra í yfir eina öld. Fjölmörg þjóðríki hafa reynt að sporna við bandarískum menningaráhrifum, oft með boðum og bönnum, eins og þegar íslensk yfirvöld bönnuðu Kanasjónvarpið. Slík boð og bönn eru ekki skilvirk leið til að sporna gegn menningaráhrifum. Menningarstefna þar sem stutt er við innlenda menningu, eins og t.d. kvikmyndaframleiðslu, talsetningu kvikmynda og sjóvarpsefnis er mun árangursríkari. Áður en komið er að íslenskri kvikmyndagerð er rétt að fara yfir tölfræði Draumaverksmiðjunnar.

Kvikmyndagerð gengur ekki með betlistaf

Í nýlegri rannsókn Motion Picture Association (MPA) (2025) kemur fram að við ameríska kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslu starfa um 2,32 milljónir …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein