Til baka

Aðrir sálmar

Skipulag, samningar og samfélag

Hvernig leggja skal mál á samfélag er flókið verkefni sem aldrei lýkur. Samningar hins opinbera við einkaaðila skipta miklu máli við alla uppbyggingu samfélagsins. Samfélagslegir og byggðir innviðir sem breytt er um eignarhald á eru þar mjög skýrt dæmi. Skipulag samfélagsins er flókið verk og þess vegna þarf að vanda alla vinnu við það og stöðugt að bæta um betur.

deilimynd-asgeirbrynjar

Hamfarir, heimsfaraldrar og önnur lýðheilsumálefni hafa haft áhrif á skipulag lífs okkar og hins byggða umhverfis. Skipulag borga og bæja miðast ekki aðeins við hið innra mannlíf í og á milli húsanna sem mynda þorpið heldur tekur það einnig mið af hinu ytra umhverfi bæjarstæðanna.

Íbúðauppbygging hefur ekki verið nægjanlega mikil hérlendis allt frá hruni, sem oft er ágætur viðmiðunarpunktur fyrir upphaf síðari uppbyggingar nútímalegs skipulags samfélagsins. Þar sem Marshall aðstoðin eftir stríð getur verið fyrri upphafspunktur uppbyggingar nútímalegs borgarskipulags hér.

Þannig má segja að útlendingar hafi greitt útborgunina fyrir okkur hérlendis, bæði til þess að gera samfélagið fokhelt og síðan að gera það tilbúið undir tréverk. Spurningin er hvernig okkur tekst í sameiningu með þriðja hlutann, að gera samfélagið að góðum íverustað fyrir alla.

Fyrri grein blaðsins fjallar um skipulag. Stórvirki á bók sem kom út í lok síðasta árs og hlaut bókmenntaverðlaunin í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis í síðustu viku. Bókin Samfélag eftir máli fjallar um skipulag borgar, bæja og þorpa á Íslandi á síðustu öld. Rakin er saga skipulags og þéttbýlis en einnig hugmyndasaga innleiðingar módernismans. Sagan felur í sér átök um hugsjónir, baráttu fyrir hugmyndum og nýjum straumum.

Það hvernig samningar eru gerðir skiptir öllu máli í viðskiptum. Seinni grein blaðsins fjalla um það og má lesa hana bæði útfrá samningum um kaup og kjör en einnig út frá samningum um skipulag, samgöngur og lóðir.

Fjármögnun samfélagslegra innviða er mikilvægur þáttur í samfélagslegri uppbyggingu. Það hvaða mælistikur við getum sett á samfélagið markast af því hve mikla fjármögnun er vilji til að sækja með tekjuöflun hins opinbera.

Hin samfélagslega uppbygging kostar sitt, en svo má líka búa til ódýrt samfélagslegt rými sem er illa hannað og byggt af vanefnum en þá gætum við endað á vondum stað.

Heimildir

  1. Afhending Bókmenntaverðlaunanna íslensku á Bessastöðum 31. janúar 2024 Nánar

Næsta grein