Til baka

Grein

Skorturinn á húsnæði í Evrópu: Lærdómur fyrir Ísland

Hér eru settar fram átta evrópskar tillögur sem er ætlað að draga úr skortinum á húsnæði. Margar af þeim má hafa í huga tilviki Ísland. Margar af þessum tillögum kalla á breytingar á skipulagi og landnotkun.

Það er víða í Evrópu sem ekki er byggt nógu mikið af nýjum íbúðareiningum, þ.e. einbýlishúsum og íbúðum. Stjórnvöld í Þýskalandi vilja byggja árlega um 400.000 slíkar einingar en aðeins tæplega 300.000 eru byggðar að jafnaði. Hollendingar vilja sjá um 100.000 íbúðir byggðar en aðeins um 60.000 eru reistar. Írar sjá fyrir sér að þurfa að byggja um 50.000 íbúðir á ári fram til 2040 en aðeins um 30.000 komast á koppinn, eftir mikla aukningu á byggingarmagni frá skortárunum fram til 2021 þegar aðeins um 20.000 íbúðir voru kláraðar á ári. Bretar vilja byggja um 300.000 einingar á ári en sjá aðeins um 200.000. Og ekki þarf að fjölyrða um íbúðaskortinn á Íslandi þar sem aðeins um 3.000 einingar eru byggðar en fjöldi þeirra ætti helst að vera um 4.700.

Afleiðingarnar eru fyrirsjáanlegar: Skortur á húsnæði og svartamarkaðsbrask, leiguverðshækkanir sem ekki hafa sést í marga áratugi og aukinn stuðningur við öfgaflokka á pólitíska rófinu svo nokkur augljós atriði séu nefnd. Wolf Ladejinsky væri ekki hissa.

Lýðfræðileg þróun býr til eftirspurnina eftir íbúðum

Íbúðaþörf fer fyrst og fremst eftir lýðþróun. Aukinn mannfjöldi kallar bersýnilega á meira af íbúðum á viðkomandi svæði. Borgvæðing Evrópu er í fullum gangi á sama tíma og flutningur á fólki innan og til álfunnar er mikill, sem býr til skort á húsnæði – sérstaklega í borgum og nágrenni þeirra.

En þótt mannfjöldi standi í stað þarf eftir sem áður að byggja íbúðir til að mæta t.d. minni fjölskyldustærðum. Það er t.d. skortur á 1-3 …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein