Til baka

Grein

Stjórnvaldsaðgerðir og aðgerðaleysi á húsnæðismarkaði

Áhrif stjórnvalda á húsnæðismarkaði hafa oftar en ekki beinst að eftirspurnarhlið og ýtt undir þennslu frekar en draga úr henni. Verðlags- launa- og húsnæðisverðsþróun er sett í sögulegt samhengi við greiðslubyrði lána og raunbreytingar launa og húsnæðis í þessari grein.

Öruggt aðgengi að traustu húsnæði er ein af grunnþörfum fjölskyldunnar. En húsnæði er dýrt. Húsnæðisútgjöld sem hlutfall af heildarútgjöldum fjölskyldna eru að meðaltali tæp 25% á Íslandi að mati OECD. Þá er litið til greiddrar eða reiknaðrar húsaleigu, auk kostnaðar við viðhald, upphitun og rafmagn. Sambærilegur kostnaður sveiflast milli 19 og 29% í öðrum löndum OECD. Undantekningar eru t.d. Malta þar sem þessi kostnaður er aðeins 13%. Húsnæði er stærsti einstaki útgjaldaliður dæmigerðrar fjölskyldu, ríflega tvöfalt stærri en fæði sem kemur næst. Miklu skiptir því fyrir almennan stöðugleika í hagkerfinu að húsnæðisneyslunni sé sköpuð stöðug og traust umgjörð. Virkir og traustir markaðir fyrir leiguhúsnæði og húsnæðislán eru lykilatriði. Undir það falla fyrirkomulag og framboð og kjör framkvæmdalána fyrir byggingaraðila og fyrirkomulag og framboð og kjör lána til húsnæðiskaupenda, auk stuðningskerfis fyrir tekjulitla leigjendur. Þessu til viðbótar þurfa stjórnvöld að bregðast við ef framboð húsnæðis dregst skyndilega saman, til dæmis vegna þess að leigusalar íbúða beina sjónum sínum að skammtímaleigjendum (ferðamönnum) fremur en langtímaleigjendum. Bæði leigumarkaður og markaður fyrir eignaríbúðir einkennast af ýktum sveiflum frekar en stöðugleika.

Núna seinni árin hefur gagnrýni á stjórnvöld vegna óskilvirkrar stefnu í húsnæðismálum helst beinst að lánafyrirkomulaginu sem hefur verið við lýði frá því vísitölubinding langtímaskuldbindinga var heimiluð með Ólafslögum 1979. Lítil umræða varð hins vegar um hvað skyldi taka við þegar félagslega húsnæðiskerfið var lagt af um aldamótin, en þar voru til umráða um 11.000 íbúðir ætlaðar fólki sem ekki hafði fjárráð til að kaupa húseign. Eftir 2015 hefur AirBnB-væðing húsnæðismarkaðarins verið rædd, en …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein