Verkalýðshreyfingin stendur frammi fyrir afar krefjandi verkefni nú þegar líður að lokum ársins 2023. Kjarasamningar losna í lok janúar og ljóst er að erfitt verður að leiða viðræður til ásættanlegra lykta. Aðstæður eru um flest óhagfelldar; mikil verðbólga, hátt vaxtastig, rýrnandi kaupmáttur, almenn dýrtíð. Við bætist síðan algjört ófremdarástand í húsnæðismálum sem stjórnvöld virðast ekki ráða við að leysa auk þess sem burðarstoðir velferðarkerfisins hafa markvisst verið holaðar að innan á undanförnum árum.
Óhjákvæmilegt er að tekið verði á öllum þessum þáttum í komandi kjaraviðræðum.
Hver ber ábyrgð á stöðugleikanum?
Sem fyrr beinist kastljósið að launafólki og því er ætlað að bera ábyrgð á stöðugleikanum sem hvorki ríkisstjórn eða Seðlabanki virðast fær um að ná. Því er ekki að neita að krefjandi aðstæður hafa ríkt í efnahagsmálum undanfarin ár. Húsnæðisbóla, alþjóðleg verðþróun og mikil þensla hafa haft gríðarleg áhrif á verðlag hér á landi, verðbólga hefur verið yfir 7,5% í 19 mánuði. Þáttur launa virðist vera sá eini sem fær umræðu. Á sama tíma er það rétt að launahækkanir hafa verið meiri en í mörgum viðskiptalöndum Íslands. Það kemur því mörgum á óvart að hlutfall launa af verðmætasköpun hefur lækkað frá 2019. Verðmætasköpun í atvinnulífinu hefur einfaldlega staðið undir launahækkunum síðustu ára og rúmlega það.
Þó má velta því upp hvort mögulegt hafi verið fyrir kjarasamninga að bremsa hagkerfið af þegar Seðlabankinn blés í húsnæðisbólu og stjórnvöld sátu aðgerðalaus hjá á meðan vöxtur ferðaþjónustu jók þenslu. Þessi þensla birtist öllum, á vinnumarkaði, á húsnæðismarkaði og í hagkerfinu öllu. Sagan segir …