USD 125,6 -0,1%
EUR 148 0,3%
GBP 169,6 0,4%
DKK 19,8 0,3%
SEK 13,7 0,6%
NOK 12,5 0,5%
CHF 159,4 0,6%
CAD 91,7 0,4%
JPY 0,8 0,8%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,6 -0,1%
EUR 148 0,3%
GBP 169,6 0,4%
DKK 19,8 0,3%
SEK 13,7 0,6%
NOK 12,5 0,5%
CHF 159,4 0,6%
CAD 91,7 0,4%
JPY 0,8 0,8%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Sveigj­an­leiki ís­lensks vinnu­mark­að­ar

Hér er greind þróun og sveifla á vinnumarkaðinum með tilliti til vinnutíma og flutnings fólks milli landa. Sveigjanleiki þjóðhagslíkana hérlendis tekur þó ekki mið af þessum raunveruleika vinnumarkaðarins nema sem ytri stærðar.

Seðlabankar víðs vegar um heiminn, t.d. sá bandaríski og sá íslenski, hafa áhyggjur af spennu á vinnumarkaði og hvað hún gæti þýtt fyrir þróun verðbólgu. Með spennu er átt við að eftirspurnin sé mikil miðað við framboðið sem gæti leitt til of mikilla launahækkana og verðbólgu umfram markmið seðlabanka. Þessi hætta er minni í löndum þar sem laun hafa verið fest í samningum til langs tíma.

Áhyggjur af spennu á íslenskum vinnumarkaði eru ekki nýjar á nálinni. Fyrir tæpum 40 árum birtist grein eftir Guðmund Magnússon og Tór Einarsson þar sem bent var á miklar sveiflur í raunlaunum. Í líkani sem þeir notuðu til að skýra þessa staðreynd var gert ráð fyrir að framboð á vinnu ykist um 1% ef raunlaun hækkuðu um 5%, þ.e. raunlaunateygni framboðsins væri 0,2. Þessi lága raunlateygni framboðsins var talin leiða til þess að hagskellir, sem ykju eftirspurn eftir vinnuafli, leiddu til mikilla raunlaunahækkana og ójafnvægis í hagkerfinu.

Á þessum tíma var atvinnuleysi nær ekkert og íslenskur vinnumarkaður mjög einangraður. Íslendingar fóru eitthvað erlendis í atvinnuleit, einkum þegar stór áföll urðu eins og eftir hrun síldarstofnanna á 7. áratug síðustu aldar, en lítið var um að útlendingar kæmu til Íslands til að vinna. Fjöldi Íslendinga á vinnufærum aldri (16-74 ára) óx en sá vöxtur var óháður hagsveiflunni. Þær stærðir sem skiptu mestu til að mæta sveiflum í eftirspurn eftir vinnuafli á þessum tíma voru vinnutími á mann og atvinnuþátttaka.

asgeir_mynd1
asgeir_mynd2

Vinnutími og atvinnuþátttaka

Mynd 1 sýnir þróun meðalvinnutíma á viku. Tölur í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar ná aftur til ársins 1991. Myndin sýnir einnig meðalvinnutíma hjá launafólki í aðildarfélögum ASÍ fyrir tímabilið 1980-1997 skv. Kjararannsóknarnefnd. Meðalvinnutíminn var mestur á árinu 1985 þegar hann var 48,9 klst. Það er lítil fylgni breytinga í meðalvinnutíma við hagvöxt og við breytingar í fjölda starfandi á síðustu öld. Á þessari öld mælist mun meiri fylgni en það er fyrst og fremst vegna stóru hagskellanna, fjármálakreppunnar árið 2009 og fyrsta Covid ársins, 2020. Ef þessum tveimur gagnapunktum er sleppt mælist engin fylgni. Mynd 1 sýnir að meðalvinnutíminn hefur verið á hægri niðurleið undanfarna áratugi. Þessi atriði benda til þess að erfitt sé að mæta breytingum í eftirspurn eftir vinnu með breytingum í meðalvinnutíma og sennilega erfiðara en áður.

Mynd 1 sýnir einnig þróun atvinnuþátttöku frá árinu 1970 (mæld á hægri ásnum). Vöxtur þátttökunnar á áttunda áratugnum endurspeglar aukna atvinnuþátttöku kvenna. Atvinnuþátttakan í heild nær jafnvægi í kringum 80% í byrjun níunda áratugarins. Mest verður þátttakan 87,4% á skattlausa árinu 1987. Það mælist marktæk fylgni breytinga í atvinnuþátttöku við hagvöxt og við breytingar í fjölda starfsmanna. Þessi fylgni lækkar ekki yfir tíma. Þess ber þó að gæta að fylgni þessara stærða á þessari öld er að hluta til vegna þess að atvinnuþátttaka útlendinga er meiri en atvinnuþátttaka Íslendinga og að fylgni aðflutnings útlendinga umfram brottflutning við hagvöxt og við breytingar í eftirspurn eftir vinnuafli er mikil.

Þáttur erlends vinnuafls

Fjöldi innflytjenda hefur vaxið mikið undanfarna áratugi, úr því að vera mjög lítill, 1-2% af öllum búsettum á Íslandi á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar og upp í að vera 16,6% af öllum búsettum á Íslandi 1. janúar 2024. Mynd 2 sýnir þróun hlutfalls fjölda erlendra ríkisborgara af öllum búsettum á Íslandi og einnig þróun hlutfalls Íslendinga sem búsettir eru erlendis 1. janúar á árunum 1961-2024.

Bæði hlutföllin hækka yfir tíma en á þessari öld hækkar hlutfall útlendinga mun hraðar og á árinu 2022 verða erlendir ríkisborgarar sem búa á Íslandi fleiri en Íslendingar sem búa utan Íslands. Myndin sýnir að hlutfall erlendra ríkisborgara sem býr á Íslandi byrjar að vaxa á 10. áratug síðustu aldar. Það er nærtækt að tengja þessa þróun við inngöngu Íslands í Evrópska efnahagssvæðið (EES) fyrir 30 árum. Líklega eru þó fleiri öfl að verki en fjöldi erlendra ríkisborgara byrjaði að vaxa mun fyrr í Noregi og Svíþjóð sem gengu í EES og ESB …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

5
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

6
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.