Til baka

Grein

Þjóðverjar enn og aftur á tímamótum

Kosningar í Þýskalandi um helgina gætu haft afdrifaríkar afleiðingar í Evrópu og þróun heimsmála þar sem bæði Rússland og Bandaríkin hafa haft bein innanríkisafskipti af þeim.

Image from iOS
Mynd: Wiki

Í nóvember 2016 fór Obama Bandaríkjaforseti í heimsókn til Berlínar og bað Angelu Merkel um að fara aftur í framboð. Hún hafði ekki ætlað að gefa kost á sér í kosningunum árið á eftir en með Trump á leið í forsetastól, Bretland á kafi í sínum Brexit málum og vinsældir Hollande Frakklandsforseta í sögulegu lágmarki var nauðsynlegt að einhver fullorðinn yrði eftir í herberginu, að sagt var. Merkel tók þessari beiðni vel og var endurkjörin sem kanslari . Þegar hún loks lét af störfum árið 2021 virtist allt vera að falla í ljúfa löð, Biden orðinn Bandaríkjaforseti, farsóttin að taka enda og Evrópusinninn Macron orðinn Frakklandsforseti.

En hlutirnir snerust brátt til verri vegar og Merkel hafði ekki skilað af sér jafn góðu búi og virtist vera. Eftir kjarnorkuóhapp í Fukushima í Japan hafði hún sett í gang metnaðarfulla orkustefnu sem nefndist Energiewende; Þýskaland átti að hætta að nota allt í senn kjarnorku, kol, olíu og gas. Á meðan beðið var eftir að umhverfisvænni orkugjafar yrðu fundnir upp átti að reiða sig á Rússland að mestu og ný gasleiðsla um Eystrasaltið, Nordstream 2, byggð. Þetta átti að tryggja bæði ódýra orkugjafa og um leið frið við Rússland sem þá þegar hafði lagt undir sig Krímskaga og stutt aðskilnaðarsinna í stríði þeirra í Donbas. Um helmingur gass, um þriðjungur olíu og helmingur kola sem Þjóðverjar nota komu frá Rússum.

Ef til vill hefur þessi áætlun um orkuskipti virst skynsamleg fyrir Merkel sem er doktor í efnafræði, en veröldin er ekki alltaf skynsöm. …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein