Til baka

Grein

Trump og tollar: Fórn á við margfalda íslenska verðmætasköpun – ár eftir ár?

Hér er árangur tolla frá fyrra valdatímabili Trumps settir í samhengi við núverandi ástand.

afp-20250211-36xk67t-v4-highres-topshotusjordandiplomacytrumpabdullahii
Mynd: AFP

Þann 2. apríl 2025, á frelsisdaginn svokallaða, tilkynnti Donald Trump um víðtæka tolla á allan innflutning til Bandaríkjanna. Tollarnir hafa mikil áhrif á utanríkisviðskipti heimsins og hafa hlutabréfamarkaðir heimsins skolfið síðan. Þessi grein fjallar um hvaða áhrif Bandaríkjamenn mega búast við á kaupmátt einstaklinga, afkomu innlendra framleiðenda, sem og vöruverð. Góð leið til að spá fyrir um framtíðina er að skoða sögubækurnar og spyrja, hvað gerðist á fyrra kjörtímabili Trump þegar hann lagði á tolla?

Rökin fyrir tollum

Frá janúar 2018 og fram á mitt ár 2019 tilkynnti Donald Trump um ýmsa tolla til að vernda innlendan iðnað (e. safeguard) og flytja störf til Bandaríkjanna. Tollarnir náðu til ýmissa vöruflokka, m.a. til sólarrafhlaðna, þvottavéla, málma sem og ýmissa annarra vara frá Kína. Um mitt ár 2019 náðu þessir tollar til um 15% af heildarinnflutningsverðmæti[1] vara til Bandaríkjanna.

Bandarískir ráðamenn rökstuddu þessa tolla með þeim rökum að erlendir framleiðendur muni greiða fyrir aðgang að bandaríska markaðnum. En varð það tilfellið? Í reynd eru það bandarískir innflytjendur sem greiða tollana beint. Til þess að kostnaður tollanna flytjist yfir á erlenda framleiðendur, þurfa þeir síðarnefndu að vera reiðubúnir að sætta sig við lægra verð fyrir sínar vörur. Slíkt er fræðilega vel mögulegt, sérstaklega þegar um er að ræða stórt og áhrifamikið markaðssvæði eins og Bandaríkin. Markaðsstyrkur Bandaríkjanna getur skapað þrýsting á erlenda seljendur að lækka verð sitt, til að viðhalda samkeppnishæfni og aðgangi að markaðnum. Við þessar aðstæður geta stór ríki bætt viðskiptakjör (e. terms of trade)[2] landsins og mögulega hagsæld. …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.