USD 125,7 -0,3%
EUR 148 -0,1%
GBP 168,9
DKK 19,8 -0,1%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,3 -0,8%
CHF 158,3 -0,1%
CAD 91,3 -0,4%
JPY 0,8
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,7 -0,3%
EUR 148 -0,1%
GBP 168,9
DKK 19,8 -0,1%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,3 -0,8%
CHF 158,3 -0,1%
CAD 91,3 -0,4%
JPY 0,8
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Týnda laga­grein­in – um ábyrgð stjórn­ar – Fyrri hluti

Í ljósi nýlegra breytinga beinist megináhersla CSRD-tilskipunarinnar nú að samþættingu sjálfbærniupplýsinga í árleg reikningsskil. Fyrir flest íslensk fyrirtæki felst helsta áskorunin því ekki einvörðungu í tæknilegri innleiðingu nýrra ESRS-staðla – heldur í því að byggja upp þá samþættingu stjórnunar, upplýsingagjafar og reikningsskila sem tilskipunin byggir á sem grundvallarforsendu.

Skortur á lagalegum skýrleika og seinkun á innleiðingu fyrri ESB-ákvæða um ábyrgð stjórnar og samþætta upplýsingagjöf í árlegum reikningsskilum skráðra félaga hefur veikt stöðu íslenskra fyrirtækja. Greinin fjallar um þessa kerfisbundnu veikleika og nauðsyn umbóta.

KRI_saemundur_a_selnum_201113_003%202
Sæmundur á selnum er stytta eftir Ásmund Sveinsson í skeifunni framan við aðalbyggingu Háskóla Íslands.
Mynd: Kristinn Ingvarsson

Ný tilskipun Evrópusambandsins um sjálfbærnireikningsskil (e. Corporate Sustainability Reporting Directive – CSRD) er lykilstoð í stefnu sambandsins til að beina fjármagni í átt að sjálfbærum fjárfestingum og stuðla að auknu gagnsæi og langtímahugsun á fjármálamarkaði og þar með einnig í efnahagsmálum.[8e503c]

Tilskipunin kveður ekki aðeins á um sérstaka skýrslu með árlegum reikningsskilum um sjálfbærniþætti, heldur einnig að veittar séu upplýsingar um þær óefnislegu lykilauðlindir sem viðskiptalíkan fyrirtækis byggir á, sem eru uppspretta virðissköpunar fyrir fyrirtækið. Þessar upplýsingar skulu vera hluti í stjórnendaupplýsingum (e. management report) í árlegum reikningsskilum stórra fyrirtækja og hjá öllum fyrirtækjum með skráð verðbréf á sameiginlegum evrópskum verðbréfamarkaði óháð stærð.

Þessar upplýsingar falla þó utan hins hefðbundna fjárhagslega ársreiknings (e. financial statements), sem áritun endurskoðanda beinist að. Stjórnum fyrirtækja með skráð verðbréf ber að staðfesta stjórnendaupplýsingarnar með sérstakri ábyrgðaryfirlýsingu í skýrslu sinni, sem skal vera hluti af árlegum reikningsskilum.

Samkvæmt núgildandi ákvæðum tilskipana ESB skal í þessum stjórnendaupplýsingum einnig veita glöggt yfirlit (e. fair review) um árangur rekstrarins með vísan til m.a. þróunar lykilárangursvísa (e. Key Performance Indicators – KPIs) og fjalla um stöðu og áhrif helstu óvissuþátta fyrirtækisins. Yfirlitið skal vera heildstæð og ítarleg greining á þróun og árangri í rekstri fyrirtækisins og stöðu þess í samræmi við umfang rekstrarins og hve margbrotinn hann er.[2aa0b6]

Auknar kröfur um heildstæða upplýsingagjöf í stjórnendaupplýsingum, sem stjórn ber að staðfesta, kalla á aukna áherslu á samþættingu (e. integration) stjórnarhátta og reikningsskila, sem og skýra samtengingu (e. connectivity) upplýsinga. Framsetning þessara upplýsinga þarf jafnframt að byggjast á viðeigandi áreiðanleikaferlum (e. due diligence processes).

Með svokölluðum „Omnibus“-breytingum[c8dc4c] á CSRD, þar sem fækkar verulega þeim fyrirtækjum sem þurfa að skila sérstakri sjálfbærniskýrslu í samræmi við ESRS-staðla[f90d1b], mun mikilvægi umræddrar samþættingar aukast enn frekar. Áfram verður að óbreyttu krafa um að í stjórnendaupplýsingum stórra félaga og félög sem eru útgefendur verðbréfa sé veitt glöggt yfirlit um óvissuþætti, sem byggi á tvíátta mikilvægisgreiningu (e. double materiality assessment). Í því samhengi skipta einnig máli ný viðmið stofnunar Alþjóðlega reikningskilaráðsins (IFRS Foundation) um grunngildi samþættrar hugsunar (Integrated thinking principles, janúar 2024) og eldri rammaumgjörð þeirra um samþætt reikningsskil (Integrated Reporting Framework).[7dbb40]

Þessi viðmið Alþjóðlega reikningsskilaráðsins undirstrika mikilvægi samþættingar stjórnarhátta og reikningsskila, sem nauðsynlegrar forsendu þess að gagnsæis- og stjórnendaupplýsingar í árlegum reikningsskilum endurspegli bæði heildstæða og raunsanna mynd (e. true and fair view) af þeim þáttum sem veita skal upplýsingar um.[014e3d]

Stjórn og endurskoðunarnefnd gegna þar lykilhlutverki, sem ábyrgðaraðilar stjórnarhátta (e. those charged with governance), og bera ábyrgð á að tryggja gæði, gagnsæi og áreiðanleika þessara upplýsinga. Sem eru grunnforsenda þess að skilyrðum CSRD geti verið mætt.

Staða íslenskra fyrirtækja

Þann 13. mars 2023 flutti Jeffrey Benjamin Sussman, annar höfunda greinarinnar, erindi á ráðstefnunni Viðskipti og vísindi við Háskóla Íslands, sem haldin var af viðskiptafræðideild í samstarfi við Stjórnvísi. Í erindinu kom fram að skráð íslensk fyrirtæki virðast illa undirbúin fyrir hinar hertu kröfur CSRD-tilskipunarinnar, einkum hvað varðar upplýsingagjöf um óefnislegar lykilauðlindir sem viðskiptalíkan þeirra byggir á. Í því samhengi skal lögð áhersla á mikilvægi samþættingar stjórnarhátta og reikningsskila. Á sama viðburði flutti Nancy Kamp-Roelands, prófessor við Háskólann í …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

3
Grein

Ekki séns að þetta sé hægt – án staðla

4
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

5
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

6
Efnahagsmál

Efnahagslegur stöðugleiki og áfangar losunar fjármagnshafta

Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.
Margrét Hugrún gervigreind
Mannfræði 42. tbl.

Úr buxna­vasa upp í him­in­hvolf

Áhrif tækniþróunarhraða á menningu og samfélög og mikilvægi stafrænnar mannfræði í nútímanum.

Háskólinn á Akureyri
Menntun 42. tbl.

Hlut­verk gervi­­­greind­ar á há­skóla­stigi

Frá Háskólanum á Akureyri: Gervigreind breytir forsendum menntunar og kallar á nýja hæfni, siðferðislega ígrundun og skýra ábyrgð þar sem mannleg dómgreind stýrir tækninni.
_GSF1019
Leiðari 42. tbl.

Alls­herj­ar bylt­ing þekk­ing­ar eða and­legt hrun vits­muna

Gervigreind er hér tekin til umfjöllunar í tólf greinum og einu viðtali út frá ólíkum sjónarhornum fræðimanna og sérfræðinga, velt er upp menningarlegum, tæknilegum og samfélagslegum áhrifum hennar, ógnunum, tækifærum og varanlegri umbreytingu daglegs lífs, vinnu, lista og menntunar.
Daglegt líf
Máltækni 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Úr fleip­um í fram­þró­un

Uppbygging stórra mállíkana skapar áskoranir fyrir íslenska tungu. Tryggja þarf að gervigreind skilji fjölbreytt tungutak samfélagsins og styrkja þarf máltækni til framtíðar.
Hanna Katrín Friðriksson
Gervigreind 42. tbl.

Ís­land áfram í far­ar­broddi

Ríkisstjórnin markar atvinnustefnu til að efla samkeppnishæfni atvinnulífsins og tryggja verðmætasköpun til framtíðar.