Til baka

Grein

Um Grindavík, verðbólgumælingar og peningastefnu

Ákvarðanir peningastefnunefndar byggja meðal annars á verðbólgumælingum út frá vísitölum. Breytingar á einstökum liðum vísitalna skipta því miklu máli og að þær séu vel rökstuddar og hugsaðar til lengri tíma en ekki sem viðbragð við einstökum atburðum. Þá væru það einnig skrítinn viðbrögð við náttúruhamförum sem gera bæ óbyggilegan að hækka vexti – segir fyrrverandi ytri nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.

dji-20240114104614-0361-d
Mynd: Golli

Í síðustu viku létu forystumenn ríkisstjórnarinnar eftir sér hafa að til greina kæmi að breyta því hvernig vísitala neysluverðs er reiknuð vegna náttúruhamfaranna í Grindavík. Svo virðist sem til standi að gera íbúum bæjarins mögulegt að kaupa sér húsnæði annars staðar sem þá mundi líklega hækka verð á húsnæði og auka mælda verðbólgu. Ráðherrar vilja í framhaldinu skoða hvort hægt sé að endurmeta aðferðafræði við útreikning húsnæðisliðar í vísitölu neysluverðs til þess að verðbólgumælingin verði lægri.[4e8e64]

Þessi umræða minnir á löngu liðna tíma þegar sjálfsagt þótti að niðurgreiða ýmis matvæli til þess að lækka verðbólgumælingu og áhrif hennar.

Eldsumbrot, verðbólgumæling og peningastefna

Í umræðunni er blandað saman nokkrum þáttum. Í fyrsta lagi er það verðbólgumælingin sjálf og vægi húsnæðisliðarins í henni. Í öðru lagi er það hvernig peningastefnan muni bregðast við tímabundinni aukningu verðbólgu vegna hækkunar á húsnæðisliðnum. Og í þriðja lagi liggur kannski að baki sú hugsun að hamfarirnar verði til þess að hækka höfuðstól verðtryggðra lána, sem varla getur talist réttlátt.

Það er ólíklegt að Seðlabankinn bregðist við tímabundinni hækkun verðbólgu sem stafar af skorti á húsnæði fyrir Grindvíkinga með vaxtahækkun. Allavega væri það ekki skynsamlegt. Hlutfallsleg verð breytast frá einu ári til annars, stundum er skortur á húsnæði og stundum er of mikið framboð. Stundum lækkar gengi krónu vegna minni útflutnings og verð á innflutningi hækkar og þannig mætti áfram telja. Ákvarðanir um peningastefnuna byggjast á því hvort mikil almenn eftirspurn eftir vörum og þjónustu kyndi undir verðbólgu. Á vinnumarkaði sjást merki slíkrar þróunar í skorti …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein