Til baka

Grein

Um hvali, umferðarteppur og önnur vandamál

Leysa má mörg helstu deilumál Íslendinga með hagfræðilegri nálgun.

Hvalur
Mynd: Shutterstock

Það verður víst ekki undan því skotist að Íslendingar eru þrasgjörn þjóð. Á liðnum áratugum og öldum hafa þeir fundið hin ýmsu mál sem sundra: Uppkastið, loftskeytasamband, lýðveldisstofnun, NATO aðild, varnarlið, Evrópusambandsaðild, Icesave og þannig mætti lengi telja. Um þessar mundir virðist ríkisstjórnin riða til falls vegna deilna um hvalveiðar. En oft eru til einfaldar lausnir á því sem virðist við fyrstu sýn vera óleysanlegt vandamál.

Hagfræðin á bak við þau deilumál sem hér verður fjallað um á sér langa sögu. Árið 1920 gaf einn helsti hagfræðingur Cambridge háskóla, Arthur Pigou, út bókina Wealth and Welfare þar sem fjallað var um svokölluð „ytri áhrif“ (e. externalities). Klassíska dæmið um ytri áhrif er verksmiðja sem mengar. Eigendur verksmiðjunnar hámarka hagnað af rekstri hennar með því að finna góða markaði fyrir afurðir og halda kostnaði í skefjum en taka ekki tillit til þeirrar fórnar sem fólk í nágrenni verksmiðjunnar færir með því að anda að sér menguðu lofti, missa kannski heilsuna og lifa skemur.

Hvalir

Við Reykjavíkurhöfn, á bryggjunni fyrir neðan Hamborgarabúllu Tómasar, eru á vinstri hönd hvalveiðiskip og á hægri hönd hvaðlaskoðunarbátar. Fyrirtækið sem á þau fyrrnefndu notar skipin til þess að drepa hvali sem síðan eru væntanlega seldir á markaði til að skapa meiri tekjur en sem nemur kostnaði. En þessir eigendur taka ekki tilliti til neikvæðra ytri áhrifa á þá ferðamenn sem fara í hvalaskoðunarferðir, finnast hvalir vera dýr sem eigi að vernda. Og um allan heim er fólk sem hefur sterkar skoðanir á því að það eigi ekki …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein