USD 125,7
EUR 147,6 0,3%
GBP 168,8 0,5%
DKK 19,8 0,3%
SEK 13,6 0,7%
NOK 12,4 0,5%
CHF 158,4 0,3%
CAD 91,3 0,2%
JPY 0,8 -0,1%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,7
EUR 147,6 0,3%
GBP 168,8 0,5%
DKK 19,8 0,3%
SEK 13,6 0,7%
NOK 12,4 0,5%
CHF 158,4 0,3%
CAD 91,3 0,2%
JPY 0,8 -0,1%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Um mik­il­vægi sér­eigna­sparn­að­ar og heim­ild­ar til nið­ur­greiðslu fast­eigna­lána

Hér er lögð fram þríþætt tillaga til breytingar fjárlaga um að almenn heimild til að nýta framlag í séreignasparnað til niðurgreiðslu húsnæðislána verði framlengd og gerð varanleg frá áramótum.

Séreignasparnaður er hin þriðja stoð íslenska lífeyrissjóðakerfisins og hefur sannað gildi sitt síðan hann var fyrst innleiddur árið 1997.[7e4527] Hann felur í sér frjálsan sparnað, frestun á skattlagningu og bindingu sem felst í því að launamaður getur ekki nýtt sér sparnaðinn fyrr en hann verður 60 ára að aldri. Launþegar geta nú lagt allt að 4% af launatekjum fyrir skatta inn á séreignareikning hjá lífeyrissjóðum og fengið 2% mótframlag vinnuveitanda á móti.

Frá árinu 2014 hefur verið heimilt að beina framlagi í séreign til niðurgreiðslu á húsnæðisláni án þess að greiða skatta. Þá er ekki um frestun á skattheimtu að ræða heldur skattfrelsi, ríkið er þá að búa til beinan skattalegan hvata til sparnaðar í formi niðurgreiðslu á húsnæðislánum.[4ef886]

IMG_1835

Hvati til sparnaðar

Séreignasparnaður eykur sparnað heimila og eru einkum fyrir því þrjár ástæður. Í fyrsta lagi verður millifærsla inn á séreignarreikning sjálfkrafa í hverjum mánuði. Launafólk fær minna útborgað en safnar smám saman innstæðu. Í öðru lagi kemur mótframlag vinnuveitanda, krónu fyrir krónu upp að 2% af launatekjum þannig að séreignasparnaður hækkar ævitekjur launafólks. Í þriðja lagi felur hann í sér frestun skattlagningar sem einnig hækkar ráðstöfunartekjur fólks yfir ævina ef það er í lægra skattþrepi þegar það tekur út sparnaðinn en það var í á starfsævinni þegar það lagði í séreign. Að lokum felst umtalsverður skattalegur sparnaður í að nota framlagið til að greiða niður höfuðstól húsnæðislána.

Niðurfelling skattlagningar ef greitt er inn á húsnæðislán hvetur augljóslega til sparnaðar. Eftir að lögum var breytt til að heimila slíkar greiðslur þá hækkaði hlutfall launamanna sem greiðir í séreign mikið árið 2015.

Árleg hámarksupphæð hefur ekki verið hækkuð í samræmi við verðlagshækkanir hvað þá hækkun húsnæðisverðs. Nú er hámarksinngreiðsla 500 þúsund fyrir einstakling og 700 þúsund fyrir hjón sem er það sama og var árið 2014 þegar kerfinu var komið á. Afleiðingin er sú að úrræðið til fullrar nýtingar nær orðið mun neðar í tekjudreifinguna en vegur hins vegar minna miðað við laun og fasteignaverð en þegar það var gefið út. Það væri því skynsamlegt að hækka viðmiðunarfjárhæðirnar sem nú eru 500 þúsund fyrir einstaklinga og 700 þúsund fyrir hjón.

Ef þetta hámark hefði fylgt verðlagi væru upphæðirnar 750 þúsund krónur fyrir einstakling og 1.050 þúsund fyrir hjón.

Breytingar um næstu áramót?

Í dag eru tvenns konar úrræði í gangi. Annars vegar er það úrræði fyrir fyrstu kaupendur sem heimilar að greiða í tíu ár séreignasparnað inn á lán og síðan er það almenna úrræðið sem heimilar almenna greiðslu annarra til að greiða séreignasparnað inn á lán.

Heimild til þess að nota mánaðarlegt framlag, almenna úrræðið til þess að greiða niður höfuðstól láns mun renna út í lok þessa árs nema annað sé ákveðið. Þótt fyrir …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

3
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

4
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

5
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

6
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.