Séreignasparnaður er hin þriðja stoð íslenska lífeyrissjóðakerfisins og hefur sannað gildi sitt síðan hann var fyrst innleiddur árið 1997.
Frá árinu 2014 hefur verið heimilt að beina framlagi í séreign til niðurgreiðslu á húsnæðisláni án þess að greiða skatta. Þá er ekki um frestun á skattheimtu að ræða heldur skattfrelsi, ríkið er þá að búa til beinan skattalegan hvata til sparnaðar í formi niðurgreiðslu á húsnæðislánum.
Hvati til sparnaðar
Séreignasparnaður eykur sparnað heimila og eru einkum fyrir því þrjár ástæður. Í fyrsta lagi verður millifærsla inn á séreignarreikning sjálfkrafa í hverjum mánuði. Launafólk fær minna útborgað en safnar smám saman innstæðu. Í öðru lagi kemur mótframlag vinnuveitanda, krónu fyrir krónu upp að 2% af launatekjum þannig að séreignasparnaður hækkar ævitekjur launafólks. Í þriðja lagi felur hann í sér frestun skattlagningar sem einnig hækkar ráðstöfunartekjur fólks yfir ævina ef það er í lægra skattþrepi þegar það tekur út sparnaðinn en það var í á starfsævinni þegar það lagði í séreign. Að lokum felst umtalsverður skattalegur sparnaður í að nota framlagið til að greiða niður höfuðstól húsnæðislána.
Niðurfelling skattlagningar ef greitt er inn á húsnæðislán hvetur augljóslega til sparnaðar. Eftir að lögum var breytt til að heimila …