Til baka

Grein

Um verðbólguhneigð íslenska hagkerfisins

Í ljósi kenninga um launabilið sem kynntar eru í kennslubók í hagfræði sem nýlega var gefin út í íslenskri þýðingu.

Dr. Ravi Batra, prófessor við SMU í Dallas, Texas hefur komið fram með kenningar sem varða grundvallarþætti efnahagslífsins, þ.e. sköpun og skiptingu verðmæta og hvaða áhrif það getur haft á hagþróunina ef jafnvægis er ekki gætt á milli þeirra.

1000037412

Sú mælistika sem kenning hans byggir á er launa-framleiðnibilið, einnig þekkt sem launabilið, en það er hlutfall vinnuaflsframleiðni og raunlauna. Launabilið felur jafnframt í sér tvær ráðandi hugmyndir í samtímanum, framboðshliðar hagfræði og eftirspurnarhliðar hagfræði. Það er vegna þess að heildareftirspurn á uppruna sinn í raunlaunum og heildarframboð kemur af vinnuaflsframleiðni.

Við aðstæður hækkandi launabils verður framboð meira en eftirspurn. Stjórnvöld geta þá myndað „gervi“ eftirspurn með þensluhvetjandi efnahagsstefnum sem auka skuldir til að forða atvinnuleysi.

Á grundvelli kenninga dr. Batra, hefur greinarhöfundur uppgötvað m.a. að breyting á launabilinu hefur áhrif á framleiðslugetuna og þar af leiðandi á verðbólguhneigð hagkerfisins. Hér er gerð frekari grein fyrir því.

Þjóðhagslíkön og spágerð seðlabanka

Núorðið nota seðlabankar líkön til spágerðar sem kennd eru við ný-keynesíska nálgun af því að þau miða við framsýnar væntingar, ófullkomna samkeppni og að verð og laun séu tregbreytanleg niður á við.

Í þjóðhagslíkönum seðlabanka fela verðbólgujöfnur í sér Phillips-kúrfu samband, sem gengur út á að breyting á atvinnuleysi hafi gagnstæð áhrif á verðbólgu. Þá eru fyrirtæki talin framsýn þannig að þau miða verðbreytingar við vænta verðbólgu. Phillips-kúrfu sambandið kemur fram í mati á framleiðslubili sem notað er til að mæla slaka eða spennu í hagkerfinu, en það hefur áhrif á verðbólguna. Framleiðslubilið, sem er munurinn á raunverulegri framleiðslu og …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein