USD 125,7 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 168,0 -0,6%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,4 -0,1%
CHF 158,0 -0,4%
CAD 91,1 -0,4%
JPY 0,8 -1,3%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,7 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 168,0 -0,6%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,4 -0,1%
CHF 158,0 -0,4%
CAD 91,1 -0,4%
JPY 0,8 -1,3%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Um verk­föll og verk­bönn

Verkföll og vinnudeilur eru oft sögð of algeng hérlendis. Talnagreining sýnir þó að Íslendingar eiga ekki heimsmet í þeim og á vissum tímabilum eru þau fátíð. Samfélagslegur kostnaður af verkföllum er mikill og því mikilvægt að bæta traust milli samningsaðila. Með betri undirbúningi og vel samsettum samninganefndum er mögulegt að draga úr vinnudeilum.

laugavegur-3
Mynd: Davíð Þór

Verkföll og verkbönn þekkja flestir Íslendingar vel. Einstakir árgangar lentu í endurteknum kennaraverkföllum meðan á skólaskyldu stóð, en við eldri kynslóðir þekkjum betur verkföll mjólkurfræðinga, enda minnisstætt þegar baka þurfti afmælisköku úr mjólkurdufti.

Í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur (nr. 80/1938) kemur fram að stéttarfélögum, félögum atvinnurekenda og einstökum atvinnurekendum sé heimilt „að gera verkföll og verkbönn í þeim tilgangi, að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilum, og til verndar rétti sínum samkvæmt lögum þessum, með þeim skilyrðum og takmörkunum einum, sem sett eru í lögum“. Strangar reglur gilda um boðun vinnustöðvana, hvort sem um er að ræða verkfall eða verkbann og almennt er slíku úrræði einungis beitt þegar allt annað hefur verið reynt.

Heimsmeistarar í verkföllum?

Oft er talað um að engir séu viljugri til að fara í verkföll en Íslendingar, en er það í raun svo? Í grein sem birtist á árinu 2006 (Beardsmore, 2006) trónaði Ísland á toppnum meðal 19 OECD-ríkja þar sem borinn var saman fjöldi og útbreiðsla vinnustöðvana frá 1995 til 2004. Á Íslandi voru 581 óunnir vinnudagar að meðaltali á ári á hverja 1000 starfsmenn. Næst kom Spánn með 200 óunna vinnudaga og Kanada var í þriðja sæti með 193 óunna vinnudaga á hverja 1000 starfsmenn að meðaltali. Fæst voru verkföllin í Þýskalandi, Sviss og Lúxemborg þar sem óunnir vinnudagar voru á bilinu þrír til sex. Á þessum áratug fóru tveir hópar oftar og lengur í verkföll en aðrir, kennarar og sjómenn. Þannig fóru grunnskólakennarar í verkföll bæði 1995 og 2004 og hvort um sig stóð í um 40 daga. Sjómenn hafa farið í löng verkföll sem lokið hefur með lagasetningu, fremur en að samningum hafi verið náð. Ef þessir tveir hópar eru teknir út fyrir sviga voru Íslendingar með 35 óunna vinnudaga á hverja 1000 starfsmenn að meðaltali sem setur Ísland í miðju þessara 19 ríkja (Katrín Ólafsdóttir, 2009).

Árin 2005 til 2009 voru engin verkföll að undanskildu árinu 2008 þegar vinnustöðvanir voru þrjár og dagarnir 6. Þessi ár voru því minna en eitt verkfall að meðaltali á ári (Landshagir, 2012). Eftir árið 2009 er erfiðara að nálgast opinberar upplýsingar um fjölda og lengd vinnustöðvana og hversu margir tóku þátt. Á vef Ríkissáttasemjara kemur fram að á árunum 2008-2018 voru boðaðar vinnustöðvanir 105 og 50 þeirra komu til framkvæmda, eða um 5 að meðaltali á ári. Það telst varla heimsmet.

Oft er talað um að engir séu viljugri til að fara í verkföll en Íslendingar, en er það í raun svo?

Kostnaður af verkföllum

Það er dýrt að fara í verkfall og því er þeim almennt ekki beitt fyrr en önnur úrræði hafa verið reynd til þrautar. Hæsti kostnaðurinn lendir á þeim einstaklingum sem fara í verkfall því launagreiðslur falla niður á meðan á verkfalli stendur. Í sumum tilfellum er þessi skellur mildaður af greiðslum úr verkfallssjóðum, en í flestum stéttarfélögum rennur hluti félagsgjalda í verkfallssjóð. Atvinnurekendur verða einnig fyrir skaða þar sem vinnan er ekki unnin á meðan á verkfalli stendur. Það fer mikið eftir starfseminni hvort hægt er að vinna upp tap í verkfalli eða ekki. Í verksmiðju væri til dæmis hægt að lengja vaktir og vinna upp tapaðan tíma, en í ýmsum þjónustustörfum er ekki hægt að vinna upp tapaðan tíma. En það er ekki einungis vegna vinnutaps sem atvinnurekendur gætu orðið fyrir tapi, heldur er í sumum tilfellum um að ræða álitshnekki þar sem ekki er staðið við gerða samninga. Þessu er öðru vísi farið hjá hinu opinbera, þar sem tekjur og útgjöld eru ótengd. Ef opinberir starfsmenn fara í verkfall hefur það ekki áhrif á skatttekjur (að undanskildum skatttekjum þeirra sem eru í verkfalli) og í mörgum tilfellum hefur verið hægt að vinna …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Grein

Ekki séns að þetta sé hægt – án staðla

5
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

6
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.