Til baka

Viðtal

Ferðaþjónusta sem skapandi afl og nærandi fyrir samfélög

Ólöf Ýrr Atladóttir hætti sem ferðamálastjóri fyrir sjö árum síðan. Hún rekur nú um stundir hótel og ferðaþjónustu nyrst á Tröllaskaga, en starfar einnig sem ráðgjafi á sviði ferðaþjónustu, innanlands og erlendis. Hún hefur yfirgripsmikla reynslu og skýrar skoðanir á því hvað þurfi að gera í ferðamálum. Í samtali okkar í útjaðri Grjótaþorpsins í Reykjavík horfum við bæði fram á veg fyrir ferðamenn á Íslandi og um öxl á reynsluna af þróun ferðamálanna undanfarinn einn og hálfan áratug.

dsf6083
Mynd: Golli

Ferðaþjónustan er orðin afar stór atvinnugrein sem skapar bæði miklar tekjur fyrir þjóðarbúið og er ekki síst mikilvæg víða á landsbyggðinni. Hún er mjög grundvallarþáttur í atvinnulífi margra smærri byggðarlaga, og auðvitað afar mikilvæg í Reykjavík einnig, þar sem fjölbreytni atvinnulífsins er þó örugglega meira.

Íslensk ferðaþjónusta byggir á náttúrunni, menningunni og sögunni víða um landið – hana er erfitt að flytja til. En það eru ýmsar leiðir til að stýra flæði ferðamannanna betur um landið segir hún. Það mætti vera meira jafnvægi í umræðum um stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi og hún mætti vera bæði hlutlægari og staðbundnari, þar sem staða ferðaþjónustunnar er afar misjöfn víða um land, segir Ólöf, sem sjálf býr á Siglufirði.

Auðvitað er hún augsýnilegur áhrifavaldur í Reykjavík – hér hafa til dæmis byggst upp ógrynni veitingastaða og fjöldi stórra hótela og vöxtur ferðaþjónustunnar, umfang og áhrif eru langmest á suðvesturhörninu. Því ræður ekki síst sú staða að það er eingöngu ein gátt inn í landið og sú hugsanavilla óumflýjanleikans sem virðist, að mínu mati algjörlega að óþörfu, stýra umræðunni um þróun samgöngumála á Íslandi. Það að stækkun Keflavíkurflugvallar sé ávallt talin óumflýjanleiki á kostnað raunverulegrar áherslu á að fjölga gáttum inn í landið, og það að samgöngur fyrir ferðamenn séu ræddar án þess að ræða af alvöru stöðu almenningssamgangna á Íslandi – er mjög takmarkandi fyrir þróun sjálfbærrar ferðaþjónustu hér á landi.

Markaðsáherslan sem setti einvörðungu vöxtinn í fyrirrúm var misráðin

Áföll og áskoranir

Heimsfaraldurinn var áskorun fyrir ferðamálin út um allan heim. Ólöf Ýrr …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein