Til baka

Grein

Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar

Vísbendingar eru um að enn frekar hafi hægt á einkaneyslu á þriðja ársfjórðungi en ytri nefndarmenn í peningastefnunefnd kusu eða hefðu fremur kosið að hækka vexti en halda þeim óbreyttum

sedlabankinn-peningastefnunefnd-hopmynd-a-2023
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands: Ásgerður Ósk Pétursdóttir, Ásgeir Jónsson, formaður, Gunnar Jakobsson, Rannveig Sigurðardóttir staðgengill formanns og Herdís Steingrímsdóttir.
Mynd: Seðlabanki Íslands

Peningastefnunefnd ákvað á vaxtaákvörðunarfundi sínum í október 2023 að halda vöxtum óbreyttum í 9,25%. Eins og fram kemur í fundargerðinni þá hefði ég fremur kosið að hækka vexti um 0,25 prósentur. Að gefnum þeim fyrirvara ákvað ég þó að styðja tillögu seðlabankastjóra um óbreytta vexti. Þrátt fyrir að ég hafi áhyggjur af því að taumhaldið sé ekki nægjanlegt til að ná verðbólgu í markmið innan ásættanlegs tíma, þá get ég get séð rök fyrir því að staldra við þar sem stutt er í næsta fund nefndarinnar en á honum mun liggja fyrir ný þjóðhags- og verðbólguspá Seðlabankans með uppfærðu óvissumati.

Í fundargerðinni eru útlistuð helstu rök nefndarmanna fyrir bæði óbreyttum vöxtum og hækkun vaxta. Þegar atkvæðagreiðsla sýnir að ekki er einhugur innan nefndarinnar má ætla að nefndarmenn leggi mismunandi vægi á þessa þætti.

Raunhagkerfið

Innlend eftirspurn jókst hratt í kjölfar heimsfaraldursins. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar jukust þjóðarútgjöld um 6,6% í fyrra, drifin áfram af kröftugri einkaneyslu og fjárfestingu, og um 4% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Nokkuð dró úr krafti innlendrar eftirspurnar á öðrum ársfjórðungi, sérstaklega á vexti einkaneyslu og jukust þjóðarútgjöld um 1,4% á fjórðungnum. Vísbendingar eru um að enn frekar hafi hægt á einkaneyslu á þriðja ársfjórðungi þar sem greiðslukortavelta dróst lítillega saman á milli ára í júlí og ágúst.

Þegar eftirspurn eykst umfram það framboð sem hagkerfið getur framleitt á skilvirkan hátt myndast verðbólguþrýstingur þar sem hvati er fyrir fyrirtæki að hækka verð. Þau bregðast einnig iðulega við umframeftirspurn með því að ráða auka starfsfólk. Þegar atvinnuleysi …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein