Að beiðni Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi tók fyrirtækið Hagrannsóknir sf að sér að meta áhrif hækkaðs veiðigjalds í sjávarútvegi á afkomu lands, þjóðar og ríkissjóðs. Hagrannsóknir sf er að fullu í eigu Ragnars Árnasonar og Birgis Þórs Runólfssonar, sem jafnframt eru skráðir höfundar skýrslunnar
Rangfærsla um hagkvæmni
Þeir félagar fullyrða, sem „þekkta hagfræðilega niðurstöðu“ að framleiðsluþættir leiti þangað sem arðsemin er mest sem aftur leiði til skilvirkrar nýtingar framleiðsluþáttanna. Þar láta þeir undir höfuð leggjast að nefna að þó arðsemi einstakra fyrirtækja af notkun framleiðsluþátta sé mikil þá geta komið upp tilvik þar sem hagnaður eins framkallar tap hjá mörgum öðrum, jafnvel svo að þjóðhagslegt tap hljótist af umsvifum hins arðbæra fyrirtækis. En svona háttar einmitt í sjávarútveginum þar sem stundarávinningur eins aðila getur dregið úr ávinningi allra annarra þegar fram í sækir. Þessu …