USD 125,7 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 168,0 -0,6%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,4 -0,1%
CHF 158,0 -0,4%
CAD 91,1 -0,4%
JPY 0,8 -1,3%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,7 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 168,0 -0,6%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,4 -0,1%
CHF 158,0 -0,4%
CAD 91,1 -0,4%
JPY 0,8 -1,3%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Veiði­gjald, auð­lindaarð­ur, þjóð­ar­hag­ur og fjár­mál hins op­in­bera

Hér má finna gagnrýni og greiningu á hagrannsóknum sem virðast byggðar á óreiðukenndum forsendum fyrir hagfræðilegum niðurstöðum sem mögulega eru gefnar fyrirfram.

Sjávarútvegur

Að beiðni Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi tók fyrirtækið Hagrannsóknir sf að sér að meta áhrif hækkaðs veiðigjalds í sjávarútvegi á afkomu lands, þjóðar og ríkissjóðs. Hagrannsóknir sf er að fullu í eigu Ragnars Árnasonar og Birgis Þórs Runólfssonar, sem jafnframt eru skráðir höfundar skýrslunnar[99bc3e]. Niðurstaða þeirra er í stuttu máli að hækkun veiðigjalds muni auka tekjur ríkissjóðs til skamms tíma en valda lækkun þeirra til lengri tíma litið. Einnig draga úr hagvexti og þar með landsframleiðslu bæði í bráð og lengd. Þessar niðurstöður segja þeir félagar vera reistar á beitingu „þekktra hagfræðilegra niðurstaðna sem of langt mál er að rekja ýtarlega“. Sagt með öðrum orðum: Höfundar fullyrða að þeir séu aðeins að segja almenn tíðindi og biðja lesandann auðmjúklegast að treysta sér til að fara rétt með varðandi fullyrðingar um „þekktar hagfræðilegar niðurstöður“. Því miður standast þeir ekki prófið því skýrslan er uppfull af rangfærslum og röngum fullyrðingum auk þess sem veigamiklar ályktanir byggja á afar hæpnum forsendum.

Rangfærsla um hagkvæmni

Þeir félagar fullyrða, sem „þekkta hagfræðilega niðurstöðu“ að framleiðsluþættir leiti þangað sem arðsemin er mest sem aftur leiði til skilvirkrar nýtingar framleiðsluþáttanna. Þar láta þeir undir höfuð leggjast að nefna að þó arðsemi einstakra fyrirtækja af notkun framleiðsluþátta sé mikil þá geta komið upp tilvik þar sem hagnaður eins framkallar tap hjá mörgum öðrum, jafnvel svo að þjóðhagslegt tap hljótist af umsvifum hins arðbæra fyrirtækis. En svona háttar einmitt í sjávarútveginum þar sem stundarávinningur eins aðila getur dregið úr ávinningi allra annarra þegar fram í sækir. Þessu er vel lýst í viðtali í Morgunblaðinu 23. júní 1979 við Ragnar Árnason þar sem hann bendir á óhepplegt samspil frjáls aðgangs að fiskimiðunum og góðrar afkomu af viðbótarveiðiferð: „…menn eiga það á hættu, að taki þeir ekki þetta tog eða þetta kast, þá muni einhver annar gera það. Þetta veldur því að sóknin er of mikil og of stór hluti stofnsins er veiddur.“ Yfirskrift viðtalsins er „Minnka verður sóknina um 40-65%“. Ragnar viðurkennir að beita má veiðigjaldi til að ná því markmiði þó honum líki aðrar aðferðir (kvótakerfi með frjálsu framsali) betur. Ragnari var því vel ljóst fyrir 45 árum síðan að gjaldtaka á framleiðsluþáttanotkun kynni, við tilteknar aðstæður, að verða til þess að auka skilvirkni og hagkvæmni. Þvert á það sem stendur í fyrirliggjandi skýrslu sem hann er annar höfunda að.

Ósannindi um auðlindarentu

Áhugi skattahagfræðinga á auðlindarentu og auðlindagjöldum hefur aukist undanfarin ár. Hópur sérfræðinga sem norska fjármálaráðuneytið fékk til að gera úttekt fyrir tveimur árum á skattareglum konungsríkisins er engin undantekning, en heill kafli í skýrslu þeirra fjallar um auðlindagjöld (sjá: NOU2022:20 Et helhetlig skattesystem, kafli 13).[97fc0d]

Þessi áhugi annarra hagfræðinga að auðlindagjöldum virðist hafa farið framhjá þeim höfundum SFS-skýrslunnar. Þeir fullyrða í neðanmálsgrein að ekki sé til fræðilegur grundvöllur fyrir auðlindarentu í sjávarútvegi (eða öðrum atvinnugreinum). Heimildin fyrir þessari furðulegu fullyrðingu eru skrif þeirra sjálfra! Fullyrðingin gengur þvert á almennar „þekktar hagfræðilegar niðurstöður“ allt frá dögum Adam Smith í Auðlegð þjóðanna fyrir 250 árum til ráðlegginga áðurnefnds hóps skattasérfræðinga til norska fjármálaráðherrans. Ágæti auðlindagjalda er sem sagt vel þekkt innan hagfræðinnar. Adam Smith bendir á að auðlindaarður sé afar heppilegur skattstofn:

„Bæði auðlindaarður og leigugjald af landi eru tekjur þess eðlis að þær renna til eiganda landnæðisins án þess að hann þurfi fyrir því að hafa. Sé hluti af þessum tekjum frá honum teknar til að standa straum af kostnaði við rekstur ríkisins mun það ekki hindra athafnasemi hans. Árleg framleiðsla lands og vinnu í samfélaginu, raunveruleg auðlegð og tekjur meirihluta landsmanna breytist ekki þrátt fyrir slíkar álögur“.[15f922]

Ekki er auðskilið hvers vegna hagfræðidósent og fyrrverandi hagfræðiprófessor afneita tilvist auðlindarentunnar. Kannski er hin einfeldningslega ályktun þeirra sú að ef engin er arðurinn þá sé tómt mál að tala um auðlindaarð sem skattstofn. En ef við tökum þá félaga á orðinu …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Grein

Ekki séns að þetta sé hægt – án staðla

5
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

6
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.