Til baka

Grein

Veiðigjald, auðlindaarður, þjóðarhagur og fjármál hins opinbera

Hér má finna gagnrýni og greiningu á hagrannsóknum sem virðast byggðar á óreiðukenndum forsendum fyrir hagfræðilegum niðurstöðum sem mögulega eru gefnar fyrirfram.

Sjávarútvegur

Að beiðni Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi tók fyrirtækið Hagrannsóknir sf að sér að meta áhrif hækkaðs veiðigjalds í sjávarútvegi á afkomu lands, þjóðar og ríkissjóðs. Hagrannsóknir sf er að fullu í eigu Ragnars Árnasonar og Birgis Þórs Runólfssonar, sem jafnframt eru skráðir höfundar skýrslunnar[99bc3e]. Niðurstaða þeirra er í stuttu máli að hækkun veiðigjalds muni auka tekjur ríkissjóðs til skamms tíma en valda lækkun þeirra til lengri tíma litið. Einnig draga úr hagvexti og þar með landsframleiðslu bæði í bráð og lengd. Þessar niðurstöður segja þeir félagar vera reistar á beitingu „þekktra hagfræðilegra niðurstaðna sem of langt mál er að rekja ýtarlega“. Sagt með öðrum orðum: Höfundar fullyrða að þeir séu aðeins að segja almenn tíðindi og biðja lesandann auðmjúklegast að treysta sér til að fara rétt með varðandi fullyrðingar um „þekktar hagfræðilegar niðurstöður“. Því miður standast þeir ekki prófið því skýrslan er uppfull af rangfærslum og röngum fullyrðingum auk þess sem veigamiklar ályktanir byggja á afar hæpnum forsendum.

Rangfærsla um hagkvæmni

Þeir félagar fullyrða, sem „þekkta hagfræðilega niðurstöðu“ að framleiðsluþættir leiti þangað sem arðsemin er mest sem aftur leiði til skilvirkrar nýtingar framleiðsluþáttanna. Þar láta þeir undir höfuð leggjast að nefna að þó arðsemi einstakra fyrirtækja af notkun framleiðsluþátta sé mikil þá geta komið upp tilvik þar sem hagnaður eins framkallar tap hjá mörgum öðrum, jafnvel svo að þjóðhagslegt tap hljótist af umsvifum hins arðbæra fyrirtækis. En svona háttar einmitt í sjávarútveginum þar sem stundarávinningur eins aðila getur dregið úr ávinningi allra annarra þegar fram í sækir. Þessu …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein