Til baka

Grein

Verðbólga hér og í viðskiptalöndunum

Verðbólgan á sér margar orsakir og í þessari grein er hún borin saman hérlendis við viðskiptalöndin, vísitölur greindar og samhengið við gengi gjaldmiðilsins. Þá er fjallað um drifkraftana að baki henni út frá launum og hagnaði ásamt viðbrögðum peningastefnunnar.

afp.com-20220822-partners-043-dpa-pa_220822-99-472415_dpai-highres
Höfuðstöðvar Evrópska seðlabankans við ánna Main í Frankfurt
Mynd: AFP

Verðbólga er margslungið fyrirbæri sem oftast á sér margar mismunandi orsakir, stundum aukna eftirspurn en stundum hækkun kostnaðar. Í þessari grein skoða ég þróun verðbólgu hér á landi og í viðskiptalöndum Íslands með aðstoð ársfjórðungslegra gagna í gagnagrunni QMM, þjóðhagslíkani Seðlabanka Íslands (SÍ) og þjóðhagstölum frá Hagstofunni. Það er margt líkt með verðbólguþróuninni hér og í viðskiptalöndunum á síðustu árum og umskiptin frá lágri verðbólgu samhliða mjög litlu aðhaldi peningastefnunnar yfir í hratt vaxandi verðbólgu á sér stað á svipuðum tíma og virðast tengd. Sennilega réðu þættir á framboðshliðinni mestu í byrjun. Ég ræði fullyrðingar um hækkun raunlauna umfram vöxt framleiðni og kenningar um hagnaðardrifna verðbólgu. Á síðustu árum hefur hlutdeild rekstrarhagnaðar í vergum þáttatekjum aukist lítillega en ekki þannig að hægt sé að tala um marktæka skýringu á aukningu verðbólgunnar. Í lokin fer ég yfir þróun stýrivaxta og aðhaldsstig peningastefnunnar hér á landi og í viðskiptalöndunum. Þar eru mikil líkindi.

mynd1

Verðbólga á Íslandi og í viðskiptalöndunum

Allt frá fjármálakreppunni 2008 og fram til ársins 2020 var peningastefna í flestum ríkjum í okkar heimshluta í því hlutverki að auka verðbólgu. Stýrivextir seðlabanka voru mjög lágir vegna hættu á verðhjöðnun. Talið var að vextir við núllið og jafnvel aðeins neðan við núllið, nægðu ekki til að koma í veg fyrir verðhjöðnun og alvarlega kreppu og því var peningamagn í mörgum löndum aukið með miklum kaupum seðlabanka á skuldabréfum. Þeir sem boðuðu að þessar aðgerðir mundu valda verðbólgu reyndust lélegir spámenn og stýrivextir héldust lágir, ekki bara í löndum þar sem slaki …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein