USD 126,0 0,2%
EUR 147,2
GBP 169,9
DKK 19,7
SEK 13,7 0,3%
NOK 12,5 -0,3%
CHF 158,2 -0,2%
CAD 91,2
JPY 0,8 0,1%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 126,0 0,2%
EUR 147,2
GBP 169,9
DKK 19,7
SEK 13,7 0,3%
NOK 12,5 -0,3%
CHF 158,2 -0,2%
CAD 91,2
JPY 0,8 0,1%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Verð­bólga hér og í við­skipta­lönd­un­um

Verðbólgan á sér margar orsakir og í þessari grein er hún borin saman hérlendis við viðskiptalöndin, vísitölur greindar og samhengið við gengi gjaldmiðilsins. Þá er fjallað um drifkraftana að baki henni út frá launum og hagnaði ásamt viðbrögðum peningastefnunnar.

afp.com-20220822-partners-043-dpa-pa_220822-99-472415_dpai-highres
Höfuðstöðvar Evrópska seðlabankans við ánna Main í Frankfurt
Mynd: AFP

Verðbólga er margslungið fyrirbæri sem oftast á sér margar mismunandi orsakir, stundum aukna eftirspurn en stundum hækkun kostnaðar. Í þessari grein skoða ég þróun verðbólgu hér á landi og í viðskiptalöndum Íslands með aðstoð ársfjórðungslegra gagna í gagnagrunni QMM, þjóðhagslíkani Seðlabanka Íslands (SÍ) og þjóðhagstölum frá Hagstofunni. Það er margt líkt með verðbólguþróuninni hér og í viðskiptalöndunum á síðustu árum og umskiptin frá lágri verðbólgu samhliða mjög litlu aðhaldi peningastefnunnar yfir í hratt vaxandi verðbólgu á sér stað á svipuðum tíma og virðast tengd. Sennilega réðu þættir á framboðshliðinni mestu í byrjun. Ég ræði fullyrðingar um hækkun raunlauna umfram vöxt framleiðni og kenningar um hagnaðardrifna verðbólgu. Á síðustu árum hefur hlutdeild rekstrarhagnaðar í vergum þáttatekjum aukist lítillega en ekki þannig að hægt sé að tala um marktæka skýringu á aukningu verðbólgunnar. Í lokin fer ég yfir þróun stýrivaxta og aðhaldsstig peningastefnunnar hér á landi og í viðskiptalöndunum. Þar eru mikil líkindi.

mynd1

Verðbólga á Íslandi og í viðskiptalöndunum

Allt frá fjármálakreppunni 2008 og fram til ársins 2020 var peningastefna í flestum ríkjum í okkar heimshluta í því hlutverki að auka verðbólgu. Stýrivextir seðlabanka voru mjög lágir vegna hættu á verðhjöðnun. Talið var að vextir við núllið og jafnvel aðeins neðan við núllið, nægðu ekki til að koma í veg fyrir verðhjöðnun og alvarlega kreppu og því var peningamagn í mörgum löndum aukið með miklum kaupum seðlabanka á skuldabréfum. Þeir sem boðuðu að þessar aðgerðir mundu valda verðbólgu reyndust lélegir spámenn og stýrivextir héldust lágir, ekki bara í löndum þar sem slaki var á vinnumarkaði og mikið atvinnuleysi, heldur líka í löndum eins og Bandaríkjunum þar sem atvinnuleysi varð fljótlega mjög lítið. Samt var verðbólga oftast undir verðbólgumarkmiðinu, 2,0%.

Þróunin hér var öðru vísi. Fjármálakreppan leiddi til mikillar verðbólgu vegna mikillar lækkunar á gengi krónunnar. Verðbólgan lækkar svo smátt og smátt og var komin í 2,5% markmið SÍ í byrjun árs 2014. Stýrivextir voru líka mikið hærri hér en í viðskiptalöndunum og lítið var um uppkaup á verðbréfum til að lækka vexti og auka peningamagn í umferð.

Mynd 1 sýnir þróun verðbólgu hér á landi og í helstu viðskiptalöndum Íslands frá 2008F1 (1. fjórðungi 2008) til 2023F3. Myndin sýnir einnig breytingar gengisvísitölu íslensku krónunnar sem teiknaðar eru miðað við lóðrétta ásinn til hægri.

Á árunum 2018 og 2019 þróast verðbólgan í samræmi við markmiðin, 2,5% hér á landi og 2,0% í viðskiptalöndunum. Á árinu 2020 skilur á milli en þá lækkar verðbólgan í viðskiptalöndunum úr tæplega 2,0% og er rétt við núllið. Hér á landi vex hins vegar verðbólgan úr 2,1% 2020F1 og upp fyrir 4% efri mörk verðbólgumarkmiðsins í 4,2% 2021F1. Meginastæðan fyrir þessu verðbólguskoti var þróun gengisins, en gengisvísitalan (verð á erlendum gjaldeyri) hækkaði um 11,1% á milli áranna 2019 og 2020.

Verðbólga í viðskiptalöndunum byrjar að vaxa á árinu 2021, ári eftir að Covid skellur á og byrjað er að grípa til aðgerða til að sporna gegn minnkun eftirspurnar vegna faraldursins. Á sama tíma verða miklar breytingar á framboðshliðinni: verð á olíu og fleiri hrávörum hækkar mikið, erfitt verður að útvega mikilvæg aðföng, t.d. tölvukubba, miklar hækkanir verða á flutningskostnaði, eftirspurn færist frá þjónustu (veitingum og ferðalögum) sem jók eftirspurn eftir vörum en samtímis vex sparnaður. Það er margt sem bendir til þess að þessi vandamál á framboðshliðinni hafi haft mest áhrif á verðbólguna í byrjun. Þessi vandamál voru áfram til staðar í byrjun árs 2022 þegar Rússar réðust inn í Úkraínu. Áhrif þessara þátta virðast svipuð hér og í viðskiptalöndunum.

Hér á landi eykst verðbólgan lítið á árinu 2021 og í byrjun ársins 2022 er verðbólgan hér mjög svipuð verðbólgu í viðskiptalöndunum. Þar skiptir hækkun á gengi krónunnar máli, en einnig að hluti af aukningu verðbólgunnar í viðskiptalöndunum var vegna hækkana á orkuverði, en þar slapp Ísland mun betur vegna hitaveitunnar og innlends rafmagns. Þessi hækkun verðbólgunnar vegna hækkunar orkuverðs hefur svo aftur þau áhrif að draga úr verðbólgunni í viðskiptalöndunum á þessu ári þegar orkuverð lækkar. Öfgadæmi um þetta er lækkun orkuverðs í Hollandi um 40,2% frá október 2022 til október 2023 sem lækkaði samræmdu verðvísitölu (HICP) fyrir Holland um 3,8 prósentur. Í október 2023 var verðbólga í Hollandi á þennan mælikvarða -1,0%.

Á þessu ári hefur verðbólga lækkað nokkuð í viðskiptalöndunum. Hún hefur einnig lækkað hér á landi en minna. Þróun orkuverðs og veikara gengi eiga einhvern þátt í því.

mynd2

Launa- eða hagnaðardrifin verðbólga

Nokkur umræða hefur verið hér á landi um hagnaðardrifna verðbólgu sem birtist í því að hagnaður hafi aukist samhliða aukningu verðbólgunnar. Í þjóðhagsreikningum er öllum tekjum af framleiðslu í hagkerfinu (vergum þáttatekjum) skipt í laun- og launatengd gjöld annars vegar og vergan hagnað hins vegar. Þessi vergi hagnaður inniheldur vexti, leigu og afskriftir auk hreins hagnaðar …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

2
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

5
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

6
Menntun

Nýsköpun í þágu menntunar á tímum örrar tækniþróunar

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.