USD 125,6 -0,1%
EUR 148 0,3%
GBP 169,6 0,4%
DKK 19,8 0,3%
SEK 13,7 0,6%
NOK 12,5 0,5%
CHF 159,4 0,6%
CAD 91,7 0,4%
JPY 0,8 0,8%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,6 -0,1%
EUR 148 0,3%
GBP 169,6 0,4%
DKK 19,8 0,3%
SEK 13,7 0,6%
NOK 12,5 0,5%
CHF 159,4 0,6%
CAD 91,7 0,4%
JPY 0,8 0,8%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Verð­bólga og efna­hags­leg staða

Flest virðast vera að ná samhljómi um verðbólguna og vandan sem hún veldur en ástæður hennar eru enn efni til frekari rökræðu

Guðmundur J. Guðmundsson formaður verkalýðsfélagsins Dagsbrúnar 1982-1996

Samhljómur virðist vera kominn í kór efnahagslífsins um að öll þurfum við nú að vinna saman að því að ná verðbólgunni niður. Önnur lönd hafa flest náð því hraðar og betur en við þrátt fyrir að hafa þurft að glíma við orkuverðs stríðsástand, húshitunar og matarverðs hækkanir sem leiddu til lífskjarakrísu og aukin hernaðarútgjöld, sem við höfum sloppið við hér nema matarkostnað.

Samtök atvinnulífsins spiluðu merkilegt myndband á ársfundi sínum í síðustu viku með verkalýðsleiðtoganum Guðmundi J. Guðmundssyni frá tíma Verbúðarinnar. Hann sagði forstjórum og embættismönnum að ef þeir færu fram úr öðrum í þjóðarsáttarsamningunum þá yrði fjandinn laus, hrun myndi blasa við og þeir fengju það hrun yfir sig.

Stjórnmálamenn eru nú á sama máli um að allir þurfi að leggja sitt af mörkum til að ná niður verðbólgu. En þeirra framlag hefði hugsanlega þurft að koma til í fyrra en ekki á næsta ári.

Alþjóðlega voru tvær raddir háværastar í greiningu á verðbólgunni, en hvorug söng um víxlverkun launa og verðlags. Tenórar í Transitory-hópnum töldu að um tímabundið verðbólguskot væri að ræða sem bíða þyrfti af sér en líklega vanmátu þeir hve mikil verðbólgan síðan varð. Sópranar í Stagflation-hópnum sungu um veraldlega verðbólgukreppu og töldu hættuna kalla á að vextir væru hækkaðir hraðar og meira þannig að bálið væri slökkt með því að sökkva öllu á kaf í vatn.

Nú er almennt talið að vextir hafi verið lækkaðir of mikið og of hratt í kjölfar heimsfaraldurs. Hins vegar er húsnæðisliðurinn alþjóðlega ekki eins sértækur í vísitölumælingunum þar svo að verðhækkun á fasteignamarkaði varð ekki til þess að auka á verðbólgumælinguna eins og hér. Þar er heldur ekki í boði að flýja í kæfandi faðm verðtryggingar. Fjármögnunaraðilar virðast hins vegar alveg lifa það af þar að húsnæðislántakendur hafi fest vexti til 20-30 ára, ólíkt 3-5 árum hérlendis.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

5
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

6
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.