Til baka

Aðrir sálmar

Misskilningur um verðbólgu

Margt bendir til þess að dregið hafi úr heildareftirspurn í hagkerfinu þrátt fyrir góða innspýtingu í ferðaþjónustu eftir enn annað útsýnisvænt eldgos. Það að draga úr heildareftirspurn var einmitt ætlunarverk stýrivaxtahækkana sem hafa nú verið hækkaðir þrettán sinnum síðan um mitt ár 2021. Hækkanirnar hafa m.a. átt hlut í að draga úr útistandandi íbúðalánum og hlut í að raunverð íbúða fer nú lækkandi. Margt bendir til þess að þessar sögulegu stýrivaxtahækkanir séu að hafa áhrif. Spurningin er nú hvort peningastefnunefnd telji þau áhrif nægileg.

Næsta stýrivaxtaákvörðun verður 23. ágúst og heyrast raddir um að sé galið ef stýrivextir verði hækkaðir því verðbólga hefur lækkað. Síðastliðinn febrúar var verðbólga 10,2% og hefur hún lækkað síðan þá. Hins vegar er þetta þó ekki öll sagan. Þegar talað er um verðbólgu er venjan sú að það sé átt við árlega prósentubreytingu í vísitölu neysluverðs. Þetta þýðir að breytingar á verðbólgu eru háðar hver neysluverðsvísitala var á sama tíma í fyrra.

Frá febrúar til júlí 2022 hækkaði neysluverðsvísitalan mikið milli mánaða samanborið við fyrri ár. Þetta veldur því að þrátt fyrir að dregið hafi úr árlegri breytingu í vísitölu neysluverðs síðan í febrúar, það sem í daglegu tali er kölluð verðbólga, hefur neysluverðsvísitalan hækkað um 3,2% yfir sama tímabil. Til samanburðar er þessi hækkun vísitölunnar hærri en síðastliðið haust þegar árleg breyting vísitölunnar fór hækkandi og hærri en 2021 þegar árleg breyting hennar var lítil.

Að verðbólga fari lækkandi er þar með í raun aðeins rétt ef átt við árlega breytingu í vísitölu neysluverð …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein