Til baka

Grein

Virðismat á framlagi kvenna til þjóðarframleiðslu

Það krefst nýrra mælikvarða í samræmi við anda hugmynda um velsældar hagkerfið til þess að framlag kvenna til þjóðarframleiðslunnar verði metið að verðleikum. Til þess þarf að nýta kenningar umhyggjuhagfræðinnar og femínískrar hagfræði.

konur
Wellbeing Economy Governments Nicola Sturgeon, fyrrv. æðsti ráðherra Skotlands. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands og Jacinda Ardern, fyrrv. forsætisráðherra Nýja-Sjálands.

Undanfarin hef ég kafað ofan í hagfræðikenningar til að leitast við að skilja hvað átti sér stað í heiminum á bóluárunum miklu fyrir hrun. Hér að neðan dreg ég fram atriði sem eru meginvaldar þess að konur sem starfa í beinum mannlegum samskiptum, þ.á.m. umönnunarstörfum, eru taldar lítils „virði“ og eru meirihluti þeirra sem eru með lægstu launin. Skoðum málið nánar.

Ráðandi haghugsun

Ráðandi hagfræðikenningar sem kenndar eru í háskólum eru byggðar á nýklassískri hagfræði sem var sett fram í kring um aldamótin 1900. Þær einblína á framboð og eftirspurn sem drifkraft á bak við framleiðslu, verðlagningu og neyslu á vöru og þjónustu og að skynjun neytenda á verðmæti vöru sé undirstaða virðis hennar. Mikil áhersla er lögð á framleiðni og að auka framleiðni. Ráðandi hagfræði leggur áherslu á manngerða efnislega innviði svo sem brýr, vegi og byggingar o.s.frv. þar sem karlmenn vinna aðallega og fjárfesting í efnislegum innviðum mælist í auknum hagvexti. Geta til að afla tekna á markaði er metin mikils. Þessi hagfræði horfir til þriggja þátta: einstaklingshyggju, hagræðingar og sjálfkrafa leitni í jafnvægi. Því er haldið fram að kyn skipti engu máli. Hins vegar er framlag stórra hópa kvenna „utan marka“ framleiðslunnar, talnanna sem lagðar eru til grundvallar þjóðarframleiðslu sem mæling hagvaxtar er byggður á.

Nýfrjálshyggja, afsprengi nýklassíkrar hagfræði, er stefnulíkan (e. policy tool / policy model) sem nær yfir bæði stjórnmál og hagfræði, sem leitast við að færa stjórn framleiðsluþátta frá hinu opinbera til einkageirans. Hagvöxtur er í fyrirrúmi og opinber afskipti og rekstur er álitinn …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein