Til baka

Grein

Vörður á veginum til hagsældar

Síðustu fjörutíu ár hafa verið eitt mesta umbreytingarskeið í íslensku efnahagsumhverfi síðan land byggðist.

WhiteandKeynes01
Frá ráðstefnu Bretton Woods 1944. Harry Dexter White til vinstri og John Maynard Keynes til hægri.

Síðustu fjörutíu ár hafa verið eitt mesta umbreytingarskeið í íslensku efnahagsumhverfi síðan land byggðist. Þar eru þó nokkrir viðburðir sem marka leiðina þangað og mikilvæga vendipunkta á því tímaskeiði og í raun nútímavæðingu íslensks samfélags. Þó auðvitað sé ekki hægt að gera lítið úr fullveldi, sjálfstæði og útvíkkun landhelgi þá mun ég í þessari grein færa rök fyrir því að viðburðir á þeim tíma sem rúmast innan útgáfutímabils vikuritsins Vísbendingar séu ekki síður jafn mikilvægir.

Í heimssögunni voru miklir efnahagslegir umbrotatímar þegar að Vísbending hóf göngu sína. Nokkrum árum áður féll sundur fastgengisstefnan og gullfótur helstu gjaldmiðla heims. Örfá ár voru líka þar til kom að falli Berlínarmúrsins sem fól í sér mesta samruna innan Evrópu, við sameiningu ekki aðeins tveggja hluta Þýskalands heldur austur og vestur hluta álfunnar. Sú samþætting var á mestan hátt efnahagsleg þó hún hafi einnig verið pólitískur stórviðburður.

Samningar eru grundvöllur allra viðskipta. Alþjóðasamningar hafa mikið að segja um efnahag og viðskipti í heiminum. Margþátta samningar af þeim toga eru meginþræðir þess efnahagspólitíska umbrotaskeiðs sem hér um ræðir. Leiðin til hagsældar hér er vörðuð góðum alþjóðasamningum.

Ísland og EES samningurinn

Árið 1993, tíu árum eftir að Vísbending var fyrst gefin út, var gengið frá samningnum um aðild Íslands að evrópska efnahagssvæðinu, EES, sem tók gildi 1. janúar 1994. Sá viðburður er líklegast sá einstaki samningur sem haft hefur hve mest áhrif á efnahag lands og þjóðar. Ég leyfi mér hér á þessum tímamótum að segja – frá upphafi.

Stundum taka viðburðir sem gerast í vendipunkti …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein