Til baka

Grein

Af mikilvægi ferðamála

Ferðaþjónustan er stærsta undirstaða gjaldeyrisöflunar þjóðarbúsins. Bæði rannsóknir og menntun tengd ferðamálum er því mikilvæg forsenda fyrir sjálfbærni efnahagslífsins. Nýútkomnu grundvallarriti um ferðamál á Íslandi eru gerð skil hér.

4096px-Gullfoss,_Suðurland,_Islandia,_2014-08-16,_DD_123
Gullfoss er eitt helsta aðdráttarafl ferðamannalandsins Íslands.
Mynd: Diego Delso

„Við erum gestir og hótel okkar er jörðin“ segir í texta Tómasar Guðmundssonar í ljóðinu Hótel jörð. Hér birtast tvö lykilhugtök þegar kemur að ferðamálum og flestir tengja beint við ferðalög fólks. Gestir og hótel, hefðbundnara verður það vart í hugum fólks þegar ferðamálin eru nefnd. Bæði hugtökin bera þó margt meira með sér en það sem blasir við í fyrstu sýn. Þegar kemur að ferðalögum og hver það er sem er gestur, hvar, hvenær og hvernig er margskonar. Segja má að við séum öll ferðafólk, alltaf og öllum stundum. Þegar upp er staðið er einmitt tilveran sjálf eitt ferðalag og gististaðurinn jörðin í öllum sínum óendanlega fjölbreytileika og fegurð. Þessar hugleiðingar gefa vísbendingu um útgangspunkt bókarinnar Ferðamál á Íslandi, sem nú er gefin út í uppfærðri og endurbættri útgáfu frá hinni upprunalegu sem kom út árið 2013. Bókin er þó ekki um einhverskonar heimspekilegar hugleiðingar um tilveru ferðafólks, heldur er um að ræða heildstætt grundvallarrit um ferðamál þar sem fjallað er um allar hliðar ferðalaga fólks og ferðaþjónustu í íslensku samhengi.

Kápa

Frá því að fyrsta útgáfa kom út hefur mikið gerst í íslenskum ferðamálum og málefnum íslenskrar ferðaþjónustu. Uppfærslan varð því töluvert viðameiri en við bjuggumst við í upphafi og fól meðal annars í sér að höfundar fyrri útgáfunnar, Edward H. Huijbens og Gunnar Þór Jóhannesson fengu Magnús Hauk Ásgeirsson til að koma einnig að skrifunum. Var það sérstaklega gert til að efla umfjöllun um viðskiptahlið ferðamálanna, þar sem höfundar 2013 útgáfunnar koma úr öðrum fræðagreinum; landfræði og mannfræði, …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein