Til baka

Grein

Aukið langlífi kallar á umbreytingar

Lífslíkur hafa batnað verulega og langlífi eykst en kerfum samfélagsins þarf að umbreyta til þess að fólk hrannist ekki inn á þriðja æviskeiðið til að vera óvirkt, óframleiðið og óheilbrigt.

Nú þegar vorar hratt og lífið springur út í lífríkinu eftir vetrardvala eru einnig útskriftir skólanna allsráðandi á öllum skólastigum. „Æskan líður ung og fjörleg, ellin bíður þung og hrörleg“ var sungið í gamladaga og kanski enn á sumum stöðum. Lagið eftir Franz Liszt sem sungið er bæði með textaþýðingu Jóns Helgasonar sem Kætumst meðan kostur er (l. Gaudeamus igitur) og á latínu hyllir knárra sveina flokkinn. En eins og þekkt er hefur fjöldi stúlkna nú náð yfirburða meirihluta nemenda í háskólakerfi landsins. Þótt deilur séu meðal prófessora í hagfræði hérlendis um hvort árangur menntskælinga fari batnandi eða versnandi í háskólum eftir styttingu náms.

Annað sem ekki hefur verið rannsakað nægilega vel er hvort sívaxandi hlutdeild fólks með fjölda háskólagráða hérlendis sé í einhverju samhengi við framleiðnivöxt eður ei. Hins vegar er altalað, jafnt í fjármálaáætlunum ríkisstjórna sem og í hagfræðideildum háskóla að öldrun þjóðarinnar feli í sér mikinn vanda, eða áskoranir eins og það er orðað með fegurri hætti.

Einhverjum þætti eðlilegra að fagna því að við lifum lengur en ekki skemur. Raunar eru lífslíkur nú farnar að minnka hjá sumum löndum, eins og Bandaríkjunum, en þar er um að kenna ójöfnuði og þeirra þjáninga sem rekja má til hans líkt og hagfræðingarnir Anne Case og Angus Deaton nóbelsverðlaunahafi hafa fjallað vandlega um.

Óljóst er hvernig þróun hernaðarátaka og fólksflótta hefur áhrif á lífslíkur í heild. Augljóslega eru vissar þjóðir að verða fyrir verulegum áhrifum af bæði dauða hermanna á vígvöllum og slátrunum á barnafjölskyldum sem hraktar eru á …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein