USD 126,3 0,5%
EUR 148
GBP 168,5 -0,2%
DKK 19,8
SEK 13,5 0,1%
NOK 12,3
CHF 158,6 0,2%
CAD 91,6 0,3%
JPY 0,8 -0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 126,3 0,5%
EUR 148
GBP 168,5 -0,2%
DKK 19,8
SEK 13,5 0,1%
NOK 12,3
CHF 158,6 0,2%
CAD 91,6 0,3%
JPY 0,8 -0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Auk­ið lang­lífi kall­ar á um­breyt­ing­ar

Lífslíkur hafa batnað verulega og langlífi eykst en kerfum samfélagsins þarf að umbreyta til þess að fólk hrannist ekki inn á þriðja æviskeiðið til að vera óvirkt, óframleiðið og óheilbrigt.

Nú þegar vorar hratt og lífið springur út í lífríkinu eftir vetrardvala eru einnig útskriftir skólanna allsráðandi á öllum skólastigum. „Æskan líður ung og fjörleg, ellin bíður þung og hrörleg“ var sungið í gamladaga og kanski enn á sumum stöðum. Lagið eftir Franz Liszt sem sungið er bæði með textaþýðingu Jóns Helgasonar sem Kætumst meðan kostur er (l. Gaudeamus igitur) og á latínu hyllir knárra sveina flokkinn. En eins og þekkt er hefur fjöldi stúlkna nú náð yfirburða meirihluta nemenda í háskólakerfi landsins. Þótt deilur séu meðal prófessora í hagfræði hérlendis um hvort árangur menntskælinga fari batnandi eða versnandi í háskólum eftir styttingu náms.

Annað sem ekki hefur verið rannsakað nægilega vel er hvort sívaxandi hlutdeild fólks með fjölda háskólagráða hérlendis sé í einhverju samhengi við framleiðnivöxt eður ei. Hins vegar er altalað, jafnt í fjármálaáætlunum ríkisstjórna sem og í hagfræðideildum háskóla að öldrun þjóðarinnar feli í sér mikinn vanda, eða áskoranir eins og það er orðað með fegurri hætti.

Einhverjum þætti eðlilegra að fagna því að við lifum lengur en ekki skemur. Raunar eru lífslíkur nú farnar að minnka hjá sumum löndum, eins og Bandaríkjunum, en þar er um að kenna ójöfnuði og þeirra þjáninga sem rekja má til hans líkt og hagfræðingarnir Anne Case og Angus Deaton nóbelsverðlaunahafi hafa fjallað vandlega um.

Óljóst er hvernig þróun hernaðarátaka og fólksflótta hefur áhrif á lífslíkur í heild. Augljóslega eru vissar þjóðir að verða fyrir verulegum áhrifum af bæði dauða hermanna á vígvöllum og slátrunum á barnafjölskyldum sem hraktar eru á milli svæða fyrir botni Miðjarðarhafsins. Tölur þaðan eru ógnvænlegar.

Bók um byltingarkennda þróun

Í bókinni The Longevity Imperative eftir Andrew Scott kemur fram að vegna langlífis er nauðsynlegt að kalla eftir því að byggja upp betra samfélag fyrir heilbrigðara lengra líf. Fyrir Breta sem ekki er orðinn sextugur í dag þá var algengasti aldur þeirra sem dóu árið sem þau fæddust, árið 1965. Flestir Bretar dóu sem sagt á fyrsta aldursári fyrir 59 árum síðan. Núna eru algengasti aldur þeirra sem deyja 87 ára. Þessi magnaða tölfræði kemur fram í nýútkominni bók Scott sem starfar við London Business School og Martin Wolf fjallar um í grein í Financial Times fyrr í vikunni. Út um allan heim lifir fólk lengur, lífslíkur kvenna heimsins eru nú 76 ár og karla 71 ár enda þeir augljóslega veikara kynið, segir Wolf.

Ástæðurnar fyrir þessum hröðu umbótum í heiminum byggjast mest á minnkuðum barnadauða. Þegar Jörundur hundadagakonungur dó, rétt rúmlega sextugur, árið 1841 þá náði rúmur þriðjungur barna í Bretlandi ekki tvítugsaldri og tæpur fjórðungur náði sjötugs aldri. Á upphafsári heimsfaraldursins síðasta, 2020, þá var 0,7% fæddra Breta sem ekki náði tvítugsaldri og fjórir af hverjum fimm þeirra lifa lengur en til sjötugs. Með hreinu vatni, betri mat, bólusetningum og sýklalyfjum hefur snemmbærum dauða fólks verið nánast útrýmt og er þetta mesti árangur mannkynsins að mati Wolf, með vísun til bókarinnar. Samt virðist okkur mest umhugað að hafa áhyggjur af kostnaðinum af þessum auknu lífslíkum eða svokallaðri áskorun af öldrun þjóða.

graf-asgeir

Skilyrði fyrir samfélagsbreytingar

Í bók Scott kemur fram að þessar áskoranir fela miklu fremur í sér tækifæri. Til þess þarf þó að endurhugsa öldrun, bæði útfrá einstaklingum og í samfélaginu. Hið skilyrðislausa skylduboð langlífisins felst, að mati Scott, í því að hrúga ekki stórum hluta samfélagsins í óframleiðna og óheilbrigða öldrun.

Það eru ekki aðeins auknar lífslíkur heldur fylgir þeim einnig að það verða miklu fleiri mjög gamlir einstaklingar. Á síðasta áratugi síðustu aldar voru innan við 100.000 einstaklingar í heiminum öllum sem náðu 100 ára aldri, nú um þrjátíu árum síðar er yfir hálf milljón manna yfir 100 ára aldri og þeim fjölgar. Þó það séu ekki flest ár sem eru markmiðið í sjálfu sér heldur fremur það hvernig við eldumst.

Fjórar myndrænar sviðsmyndir eru dregnar upp í bókinni. Í ferðum Gúllívers eftir Jonathan Swift er …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

3
Grein

Ekki séns að þetta sé hægt – án staðla

4
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

5
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

6
Efnahagsmál

Efnahagslegur stöðugleiki og áfangar losunar fjármagnshafta

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.

Margrét Hugrún gervigreind
Mannfræði 42. tbl.

Úr buxna­vasa upp í him­in­hvolf

Áhrif tækniþróunarhraða á menningu og samfélög og mikilvægi stafrænnar mannfræði í nútímanum.
_GSF1019
Leiðari 42. tbl.

Alls­herj­ar bylt­ing þekk­ing­ar eða and­legt hrun vits­muna

Gervigreind er hér tekin til umfjöllunar í tólf greinum og einu viðtali út frá ólíkum sjónarhornum fræðimanna og sérfræðinga, velt er upp menningarlegum, tæknilegum og samfélagslegum áhrifum hennar, ógnunum, tækifærum og varanlegri umbreytingu daglegs lífs, vinnu, lista og menntunar.
Háskólinn á Akureyri
Menntun 42. tbl.

Hlut­verk gervi­­­greind­ar á há­skóla­stigi

Frá Háskólanum á Akureyri: Gervigreind breytir forsendum menntunar og kallar á nýja hæfni, siðferðislega ígrundun og skýra ábyrgð þar sem mannleg dómgreind stýrir tækninni.
Daglegt líf
Máltækni 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Úr fleip­um í fram­þró­un

Uppbygging stórra mállíkana skapar áskoranir fyrir íslenska tungu. Tryggja þarf að gervigreind skilji fjölbreytt tungutak samfélagsins og styrkja þarf máltækni til framtíðar.