USD 126,1 -0,1%
EUR 147,8 -0,1%
GBP 169,0 0,3%
DKK 19,8 -0,1%
SEK 13,6 0,2%
NOK 12,4 0,1%
CHF 158,7
CAD 91,5 -0,1%
JPY 0,8 -0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 126,1 -0,1%
EUR 147,8 -0,1%
GBP 169,0 0,3%
DKK 19,8 -0,1%
SEK 13,6 0,2%
NOK 12,4 0,1%
CHF 158,7
CAD 91,5 -0,1%
JPY 0,8 -0,2%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Birt­ing frum­kvöðla­eig­in­leika í einka­geir­an­um og þeim op­in­bera

Fjölbreytileiki vinnumarkaðar er mikilvægur og rannsókninni að baki greininni dregur fram markverðan mun í áhættusækni og frumkvöðlaásetningi karla og kvenna sem og milli einkageirans og hins opinbera.

Íslenskur vinnumarkaður er fjölbreyttur og margir möguleikar sem blasa við launþegum þegar kemur að því að velja sér starfsvettvang. Meðal annars stendur val einstaklinga í atvinnuleit milli þess að sækjast eftir vinnu hjá hinu opinbera eða hjá einkafyrirtækjum. Ýmsir hafa velt vöngum um hvort einstaklingar sem kjósa að vinna hjá hinu opinbera séu að einhverju leyti öðruvísi en þeir sem velja einkageirann og rannsóknir hafa sýnt að persónuleiki einstaklinga getur spáð fyrir um starfsval þeirra og atvinnustöðu (Caliendo o.fl., 2014; Holland, 1997). Því hefur einnig verið haldið fram að ákveðnir einstaklingar, með tiltekinn persónuleika, séu líklegri til að stunda frumkvöðlastarf en aðrir (Gartner, 1989) og að frumkvöðlastarf henti betur fyrir suma en aðra (Markman og Baron, 2003).

Í þessari grein er fjallað um rannsókn sem höfundur gerði á því hver birting frumkvöðlaeiginleika er á íslenskum vinnumarkaði þar sem sérstök áhersla var lögð á mun milli einkageirans og þess opinbera sem og áhrif kyns á persónueinkenni sem hafa verið bendluð við frumkvöðlaeiginleika. Innan persónuleikafræðanna hefur verið fjallað um tiltekna persónueiginleika sem hafa verið tengdir við líkurnar á því að einstaklingur stundi frumkvöðlastarf og voru þeir skoðaðir sérstaklega í rannsókninni. Þeir eiginleikar sem rýnt var í voru frumkvöðlaásetningur, áhættusækni, stjórnrót og þættir fimm þátta líkansins sem eru víðsýni, úthverfa, taugaveiklun, samviskusemi og samvinnuþýði (Brandstätter, 2009). Hér verður lögð sérstök áhersla á frumkvöðlaásetning og áhættusækni en sömuleiðis tengsl þeirra við hina þættina. Niðurstöður rannsóknarinnar byggja á svörum tæplega 600 þátttakenda í fullu starfi á íslenskum vinnumarkaði.

selma-mynd1

Frumkvöðlaásetningur og áhættusækni

Í lýsandi tölfræðinni kom fram marktækur munur fyrir frumkvöðlaásetning og áhættusækni bæði milli geira og kyns en á myndinni má sjá meðaltöl hvers hóps fyrir sig. Karlar sem starfa í einkageiranum skoruðu hæst á bæði frumkvöðlaásetning og áhættusækni en konur í opinbera geiranum lægst.

Í aðhvarfsgreiningunni kom síðan fram að einstaklingar innan þess opinbera skoruðu að meðaltali 0,28 lægra, á fimm punkta Likert kvarða, á frumkvöðlaásetningi þegar tekið var tillit til annarra eiginleika einstaklinganna. Sömuleiðis kom í ljós að karlar skoruðu að meðaltali 0,37 hærra en konur á frumkvöðlaásetningi sem var í samræmi við tilgátur sem höfðu verið settar fram. Loks kom fram jákvæð fylgni á milli frumkvöðlaásetnings við annars vegar áhættusækni og hins vegar víðsýni, en ekki var fylgni á milli frumkvöðlaásetnings og annarra þátta fimm þátta líkansins.

Þegar munur milli kynjanna var skoðaður kom í ljós að karlar væru áhættusæknari en konur

Þegar nánar var rýnt í áhættusæknina með aðhvarfsgreiningu kom í ljós að einstaklingar sem starfa í einkageiranum eru áhættusæknari en einstaklingar í opinbera geiranum. Einstaklingar innan þess opinbera skoruðu sem sagt að meðaltali 0,19 lægra, á fimm punkta Likert kvarða, en þeir sem störfuðu í einkageiranum. Þegar munur milli kynjanna var skoðaður kom í ljós að karlar væru áhættusæknari en konur, og skoruðu að meðaltali 0,25 hærra, sem var í samræmi við tilgátur sem höfðu verið settar fram. Einnig var áhugavert að áhættusækni var með jákvæða fylgni við bæði víðsýni og úthverfu en neikvæða fylgni við samvinnuþýði, samviskusemi og taugaveiklun. Þannig er marktæk fylgni milli áhættusækni og allra þátta fimm þátta líkansins. Miðað var við 5% marktektarmörk í …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

3
Grein

Ekki séns að þetta sé hægt – án staðla

4
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

5
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

6
Efnahagsmál

Efnahagslegur stöðugleiki og áfangar losunar fjármagnshafta

_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.
42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.

Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.
Margrét Hugrún gervigreind
Mannfræði 42. tbl.

Úr buxna­vasa upp í him­in­hvolf

Áhrif tækniþróunarhraða á menningu og samfélög og mikilvægi stafrænnar mannfræði í nútímanum.
Háskólinn á Akureyri
Menntun 42. tbl.

Hlut­verk gervi­­­greind­ar á há­skóla­stigi

Frá Háskólanum á Akureyri: Gervigreind breytir forsendum menntunar og kallar á nýja hæfni, siðferðislega ígrundun og skýra ábyrgð þar sem mannleg dómgreind stýrir tækninni.