Til baka

Grein

Birting frumkvöðlaeiginleika í einkageiranum og þeim opinbera

Fjölbreytileiki vinnumarkaðar er mikilvægur og rannsókninni að baki greininni dregur fram markverðan mun í áhættusækni og frumkvöðlaásetningi karla og kvenna sem og milli einkageirans og hins opinbera.

Íslenskur vinnumarkaður er fjölbreyttur og margir möguleikar sem blasa við launþegum þegar kemur að því að velja sér starfsvettvang. Meðal annars stendur val einstaklinga í atvinnuleit milli þess að sækjast eftir vinnu hjá hinu opinbera eða hjá einkafyrirtækjum. Ýmsir hafa velt vöngum um hvort einstaklingar sem kjósa að vinna hjá hinu opinbera séu að einhverju leyti öðruvísi en þeir sem velja einkageirann og rannsóknir hafa sýnt að persónuleiki einstaklinga getur spáð fyrir um starfsval þeirra og atvinnustöðu (Caliendo o.fl., 2014; Holland, 1997). Því hefur einnig verið haldið fram að ákveðnir einstaklingar, með tiltekinn persónuleika, séu líklegri til að stunda frumkvöðlastarf en aðrir (Gartner, 1989) og að frumkvöðlastarf henti betur fyrir suma en aðra (Markman og Baron, 2003).

Í þessari grein er fjallað um rannsókn sem höfundur gerði á því hver birting frumkvöðlaeiginleika er á íslenskum vinnumarkaði þar sem sérstök áhersla var lögð á mun milli einkageirans og þess opinbera sem og áhrif kyns á persónueinkenni sem hafa verið bendluð við frumkvöðlaeiginleika. Innan persónuleikafræðanna hefur verið fjallað um tiltekna persónueiginleika sem hafa verið tengdir við líkurnar á því að einstaklingur stundi frumkvöðlastarf og voru þeir skoðaðir sérstaklega í rannsókninni. Þeir eiginleikar sem rýnt var í voru frumkvöðlaásetningur, áhættusækni, stjórnrót og þættir fimm þátta líkansins sem eru víðsýni, úthverfa, taugaveiklun, samviskusemi og samvinnuþýði (Brandstätter, 2009). Hér verður lögð sérstök áhersla á frumkvöðlaásetning og áhættusækni en sömuleiðis tengsl þeirra við hina þættina. Niðurstöður rannsóknarinnar byggja á svörum tæplega 600 þátttakenda í fullu starfi á íslenskum vinnumarkaði.

selma-mynd1

Frumkvöðlaásetningur og áhættusækni

Í lýsandi tölfræðinni kom …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein