Lönd með uppsveiflu í hagkerfinu búa oftast við fólksfjölgun sem knúin er áfram af innstreymi innflytjenda á vinnumarkaðinn. Kanada hefur um árabil nýtt sér markvissa fólksflutninga til að mæta hæfniskorti á vinnumarkaði sínum.
Í sambærilegri bandarískri stefnuskýrslu, sem ber titilinn „Immigration, Employment Growth, and Economic Dynamism“ frá National Foundation for American Policy (NFAP), kemur fram að innflytjendur ýti undir hagvöxt, fjölgun starfa og efnahagslegan athafnakraft (e. economic dynamism) með framlagi sínu til vinnumarkaðar, frumkvöðlastarfsemi og sem nýir neytendur vegna kaupa á vörum og þjónustu. Að auki heldur skýrslan því fram að vísbendingar séu um að innflytjendur geti hægt á útvistun á framleiðslustarfsemi bandarískra fyrirtækja til annarra landa, sem gefur til kynna mikilvægi innflytjenda til að auka innlenda framleiðslu í Bandaríkjunum.
Rannsóknir hafa einnig sýnt að landsvæði með hærra hlutfall innflytjenda búa við öflugra hagkerfi og hraðari fjölgun nýrra starfa og stofnaðra fyrirtækja. Við þurfum ekki að leita lengra en til ört stækkandi þorpsins Víkur í Mýrdal til að sjá þróun af þessu tagi hér á landi. …