USD 125,7 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 168,0 -0,6%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,4 -0,1%
CHF 158,0 -0,4%
CAD 91,1 -0,4%
JPY 0,8 -1,3%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,7 -0,3%
EUR 147,2 -0,4%
GBP 168,0 -0,6%
DKK 19,7 -0,4%
SEK 13,5 -0,4%
NOK 12,4 -0,1%
CHF 158,0 -0,4%
CAD 91,1 -0,4%
JPY 0,8 -1,3%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 3,7%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Efna­hags­leg vel­meg­un er sam­of­in raun­veru­legri fjár­fest­ingu í inn­gild­ingu

Samhengi hagvaxtar og fólksfjölgunar innflytjenda á vinnumarkaði verður stöðugt skýrara. Inngilding og stefnumiðuð fjárfesting á því sviði skiptir því miklu máli fyrir fyrir efnahagslega velmegun og þarf að vera hluti samningsviðræðna á vinnumarkaði.

vík
Mynd: Golli

Lönd með uppsveiflu í hagkerfinu búa oftast við fólksfjölgun sem knúin er áfram af innstreymi innflytjenda á vinnumarkaðinn. Kanada hefur um árabil nýtt sér markvissa fólksflutninga til að mæta hæfniskorti á vinnumarkaði sínum.[85330e] Kanadadísk yfirvöld birtu nýlega stefnu sína um útlendingamál „2023- 2025 Immigration Levels Plan“,[9eb220] sem er yfirgripsmikil áætlun um hvernig best er að nýta fjölgun innflytjenda sem leið til þess að aðstoða fyrirtæki við að finna starfsmenn. Markmið stefnunnar er að laða að fyrirtækjunum fólk með þá þekkingu sem krafist er í lykilgeirum sem knýja hagkerfið áfram, þar á meðal í heilbrigðisþjónustu, fag- og iðngreinum, framleiðslu og tækni. Tilgangur stefnunnar er að mæta og stýra félagslegum og efnahagslegum áskorunum á næstu áratugum.

Í sambærilegri bandarískri stefnuskýrslu, sem ber titilinn „Immigration, Employment Growth, and Economic Dynamism“ frá National Foundation for American Policy (NFAP), kemur fram að innflytjendur ýti undir hagvöxt, fjölgun starfa og efnahagslegan athafnakraft (e. economic dynamism) með framlagi sínu til vinnumarkaðar, frumkvöðlastarfsemi og sem nýir neytendur vegna kaupa á vörum og þjónustu. Að auki heldur skýrslan því fram að vísbendingar séu um að innflytjendur geti hægt á útvistun á framleiðslustarfsemi bandarískra fyrirtækja til annarra landa, sem gefur til kynna mikilvægi innflytjenda til að auka innlenda framleiðslu í Bandaríkjunum.[cc31d9]

Rannsóknir hafa einnig sýnt að landsvæði með hærra hlutfall innflytjenda búa við öflugra hagkerfi og hraðari fjölgun nýrra starfa og stofnaðra fyrirtækja. Við þurfum ekki að leita lengra en til ört stækkandi þorpsins Víkur í Mýrdal til að sjá þróun af þessu tagi hér á landi. Hagvöxtur og þensla í sveitarfélaginu er í mikilli uppsveiflu, þorpið stækkar sem aldrei fyrr. Ferðaþjónusta er drifkrafturinn þar að baki og ákalls um aukið vinnuafl og því er helmingur íbúa af erlendum uppruna í Vík um þessar mundir. Mikið er byggt í sveitarfélaginu og jafnframt fjölgar mannvirkjum. Verið er að fjárfesta í uppbyggingu alls konar innviða og húsnæðis til að mæta eftirspurn sem er tilkomin vegna íbúafjölgunarinnar. Ákall er eftir aukinni þjónustu sem og enn fleiri og fjölbreyttari fyrirtækjum til að mæta hraðri fjölgun íbúa.[861e86]

Innflytjendur hafa tilhneigingu til að vera frumkvöðlar í meira mæli en innfæddir og hærra hlutfall innflytjenda leiðir oft til meiri nýsköpunar og stofnunar fyrirtækja. Samanburðarrannsókn frá Harvard viðskiptaháskólanum leiddi í ljós að innflytjendur leggja að meðaltali tvöfalt meira til frumkvöðlastarfs í Bandaríkjunum en innfæddir.[e2e9e2] Fyrir utan eigin frumkvöðlastarfsemi er framlag innflytjenda einnig til komið sem launþegar og neytendur sem eykur þrótt í viðskiptalífinu og og aukin eftirspurn kallar á fjölbreytni í vörum og þjónustu.

Innflytjendur hafa mikilvægan sess í bæði ört vaxandi og hnignandi geirum hagkerfisins. Eins og innfæddir eru ungir innflytjendur betur menntaðir en þeir sem eru að fara á eftirlaun. Innflytjendur auka sveigjanleika á vinnumarkaði, einkum í Evrópu.[6f81e7] Innflytjendur leggja meira af mörkum til samfélagsins í formi skatta og opinberra gjalda heldur en þeir fá í bætur. Það er mikilvægt að skilja þessi áhrif ef rökræða skal á gagnlegan hátt hlutverk fólksflutninga í hagkerfinu. Slíkar umræður eru nauðsynlegar til að móta stefnu á sviðum sem varða menntun og atvinnu, og hámarka ávinninginn af fólksflutningum, sérstaklega með tilliti til þess að huga þarf að því hvernig best er að bæta atvinnuástand innflytjenda.

Ísland og hagvöxtur tengdur innflytjendum á vinnumarkaði

Sérkafli í nýlegri skýrslu OECD um efnahagsvöxt Íslands „Immigration in Iceland: addressing challenges and unleashing the benefits“, tilgreinir að hröð fjölgun innflytjenda hafi fært Íslandi mikilvægan efnahagslegan ávinning, þar á meðal þar á meðal fleira fólk á vinnualdri og stuðlað að því að mæta eftirspurn eftir vinnuafli fyrir vaxandi greinar, einkum ferðaþjónustu og byggingariðnað. Innflytjendastraumur hefur aukið fjölbreytni í færni og hæfni á vinnumarkaði og aukið fjölbreytileika íbúa. Í skýrslunni var einnig lögð áhersla á að án áframhaldandi fólksflutninga myndi íbúum á vinnualdri á Íslandi fækka um 5% samanlagt til ársins 2050. Auk þess myndi aukin fólksfjölgun tengd innflytjendum …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Grein

Ekki séns að þetta sé hægt – án staðla

5
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

6
Tækni

Gervigreind mun umbreyta heiminum

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.