Til baka

Grein

Endalok græðgisverðbólgunnar?

Nú þegar að verðbólgan hefur hjaðnað verulega í löndunum í kringum okkur, jafnvel í Bretlandi, þá hefur umræðan um það að hve miklu leyti hún var drifin áfram af aukningu hagnaðar fyrirtækja náð betra jafnvægi á alþjóðavísu.

Nú þegar að verðbólgan hefur hjaðnað verulega í löndunum í kringum okkur, jafnvel í Bretlandi, þá hefur umræðan um það að hve miklu leyti hún var drifin áfram af aukningu hagnaðar fyrirtækja náð betra jafnvægi á alþjóðavísu.[287912]

Hagrannsóknadeild Englandsbanka hefur birt greiningu á ársreikningum fyrirtækja í Bretlandi og á Evrusvæðinu, þar sem kemur í ljós að almennt hafi fyrirtæki ekki aukið hagnaðarhlutdeild sína um meira en fimm prósentur í flestum greinum. Þó skera sig úr, í Bretlandi, veitufyrirtæki, olíu-, gas- og námufyrirtæki auk annarrar þjónustu. Í Evrópu skera sig úr sérhæfð þjónustufyrirtæki, byggingarfyrirtæki og olíu-, gas- og námufyrirtæki. Þessar greinar atvinnulífsins hafa þar aukið hagnaðarhlutdeild sína um meira en fimm prósentu.[c0582e]

Vandinn við orkuverðbólguna var að hún smitaðist yfir í allar aðrar greinar atvinnulífsins. Þannig getur verið að þó flest fyrirtæki í Bretlandi og Evrópu séu mögulega saklaus af því að hafa sjálf ýtt upp verðbólgunni með meiri hagnaði, þá er margt sem bendir til þess að aukin hagnaðarhlutdeild orkufyrirtækjanna ofan á gífurlegar orkuverðshækkanir vegna innrásarinnar í Úkraínu, sé búin að dreifa þeirri auknu hagnaðardrifnu verðbólgu út í og út um allt hagkerfið.

Lærdómurinn af þróun verðbólgunnar

Eftir því sem að verð hækkaði stöðugt meira í verðbólgu undanfarinna missera beindust spjótin að þeim sem hagnast á verðbólgunni. Sú deila sem fór af stað hefur aðeins dvínað samhliða því sem hægt hefur á verðbólgunni og hún hjaðnað. Nú þegar að rykið hefur sest og verðhækkanir nánast hætt þá er mikilvægt að gögnin séu rýnd til gagns.[c9d3fd]

Sumir segja …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein