USD 125,6 -0,1%
EUR 148 0,3%
GBP 169,6 0,4%
DKK 19,8 0,3%
SEK 13,7 0,6%
NOK 12,5 0,5%
CHF 159,4 0,6%
CAD 91,7 0,4%
JPY 0,8 0,8%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
USD 125,6 -0,1%
EUR 148 0,3%
GBP 169,6 0,4%
DKK 19,8 0,3%
SEK 13,7 0,6%
NOK 12,5 0,5%
CHF 159,4 0,6%
CAD 91,7 0,4%
JPY 0,8 0,8%
Stýrivextir 7,2%
Verðbólga 4,5%
Mannfjöldi 393.160
Til baka

Er eng­inn arð­ur af auð­lind­um?

Hér er brugðist við gagnrýni skýrsluhöfunda á fyrir grein höfundar um skýrslu þeirra fyrir SFS sem kallast Veiðigjald, landsframleiðsla og tekjur hins opinbera: Hagræn greining

_F1A9568
Mynd: Heiða Helgadóttir

Í mörgum tilvikum skila atvinnufjárfestingar engum tekjum umfram það sem þarf til að greiða fyrir notkun vinnuafls, leigu fastafjármuna og vexti af eigin fé sem eigendur fjárfestingarinnar lögðu til. Þetta á til dæmis við í atvinnugreinum þar sem engar sértækar hömlur eru lagðar á stofnun nýrra fyrirtækja í greininni, því skapist aðstæður fyrir mikil uppgrip munu ný fyrirtæki streyma að og/eða eldri fyrirtæki auka umsvif sín og framboð á hinni eftirsóttu vöru eða þjónustu. Með auknu framboði fylgir þrýstingur bæði á verð og hagnað til lækkunar uns uppgrip í greininni er úr sögunni. En upp kunna að koma aðstæður þar sem rekstrartekjur fyrirtækis eru meiri, jafnvel miklu meiri, en það sem þarf til að greiða eigendum framleiðsluþátta sanngjarnt endurgjald fyrir þeirra framlag án þess að ný fyrirtæki geti tekið þátt í leiknum eða eldri fyrirtæki aukið umsvif sín. Með sanngjörnu endurgjaldi er átt við að laun og leigugjöld séu a.m.k. jafn há og best gerist í öðrum rekstri í viðkomandi hagkerfi. Stundum er talað um umframhagnað í þessu samhengi. Umframhagnaður getur orðið til vegna vörumerkjaeignar, fákeppnisstöðu á markaði, sértækrar þekkingar eða einkaréttarvarðrar tækni. Nú eða aðgangs að takmarkaðri náttúruauðlind (foss verður aðeins virkjaður einu sinni) eða stjórnvaldsákvarðana (kvótakerfi) sem takmarka aðgengi að starfseminni[636309]. Breyting á landfræðilegri staðsetningu fyrirtækis sem byggir umframhagnað á vörumerkjaeign eða einkarétti þarf ekki endilega að hafa áhrif á möguleika fyrirtækis til að fénýta sérstöðu sína. Þannig getur fyrirtæki sem byggir umframhagnað á vörumerki eða einkarétti á framleiðsluaðferð flutt starfsemi sína frá háskattalandi til lágskattalands ef því svo býður við að horfa og þannig lækkað skattgreiðslur og greiðslur annarra opinberra gjalda. Fiskistofnar, fossar og hverir eru auðlindir sem ekki verða fluttar milli landa eða hafsvæða. Sé einhverjum sem hagnýtir slíkar náttúruauðlindir í nöp við stjórnvöld einhverra hluta vegna getur viðkomandi ekki flutt auðlindina í aðra lögsögu. Þetta þýðir að vel útfærð auðlindagjöld hafa ekki áhrif á umfang þeirrar starfsemi sem gjaldlögð eru. Auðlindanýtingarfyrirtæki eru reyndar ekki aðeins háð gjaldtökustefnu stjórnvalda þar sem þau starfa. Stjórnvöld ákvarða ramma náttúruauðlindanýtingar. Stjórnvöld veita skilyrt virkjanaleyfi og stjórnvöld ákveða hvort veiðar séu frjálsar eða hvort takmörk séu sett á afla hvers árs. Sé aðgangur að nýtingu auðlindar óheftur (frjálsar veiðar) mun lítið verða um umframhagnað. Stjórnvöld geta einnig takmarkað notkun skilvirkustu veiðitækja og veiðiaðferða til dæmis í þeim tilgangi að efla byggð eða halda uppi atvinnu. Þessi staðreynd er grundvöllur fullyrðinga Ragnars Árnasonar hér og hér þess efnis að auðlindarenta (e. fisheries resource rents) upp á tugi milljarða bandaríkjadala tapist árlega á heimsvísu vegna gallaðrar nýtingarstefnu stjórnvalda og sjávarútvegsfyrirtækja.

Fjármálaráðuneytið norska setti sérstaka nefnd á laggirnar árið 2021. Markmiðið var að gera heildstæða úttekt á tekjuöflunarkerfum norska ríkisins. Í nefndinni sátu nokkrir helstu skattahagfræðingar Noregs auk fulltrúa stjórnmálaflokka. Ég minntist á nefndina og skýrslu hennar (NOU 2022/20) í grein minni í Vísbendingu 32. tbl. 2024. Nefndin dregur fram sérstöðu náttúruauðlindaarðs sem skattstofns (kafli 13). Áhersla er lögð á að vel sé staðið að skattlagningu staðbundinna náttúruauðlinda (fossar, náttúra, fiskur, olíulindir) hafi skattheimtan ekki áhrif á skilvirkni framleiðsluþáttanýtingar. Þessi niðurstaða er alls ekki óvænt, enda í samræmi við greiningu og ráðleggingar virtra hagfræðinga bæði norskra og erlendra. Þess má geta að 35% af tekjum norska ríkisins árið 2024 voru tekjur af olíu. Í bók sinni Trillion Dollar Baby lýsir ástralski blaða- og rithöfundurinn Paul Cleary samningum norskra yfirvalda og stóru olíufélaganna um greiðslur fyrir nýtingarleyfi seinni hluta árs 1974 og byrjun árs 1975. Fjármálapressan taldi sig vita að stjórnvöld vildu ná til sín 90% af hagnaði af olíuvinnslunni. Fyrirtækin hótuðu að hætta leit og vinnslu og stóðu við þá „hótun” á svæðum sem voru á mörkum þess að vera vinnanleg. Samningsstaða fyrirtækjanna var sterk á þessum tíma vegna þess að á sama tíma var norska ríkið að bjóða upp leitarheimildir á stórum svæðum í Norðursjónum. En þrátt fyrir sterka samningsstöðu sættu fyrirtækin sig við að greiða 57% af hagnaði til ríkissjóðs. Norska ríkisstjórnin notaði síðan tækifærið þegar seinni olíukreppan skall á árið 1980 til að hækka skatthlutfallið upp í 82% (Cleary 2016, bls. 146-153). Ráðherrar norsku ríkisstjórnarinnar vissu sem var að alþjóðlegu olíufyrirtækin gætu ekki flutt olíulindirnar úr Norðursjónum til Texas eða á nokkurn annan stað. Enda mátu olíurisarnir það þannig að 20-40% af hreinum hagnaði væri betri lausn en enginn hagnaður. Til samanburðar má nefna að eigendur norska verslunarflotans greiða mjög lága skatta til konungsríkisins, einmitt vegna þess að flutningaskip eru ekki staðbundin.

Niðurstöður skattanefndarinnar norsku um að vel hönnuð auðlindagjöld hafi ekki truflandi áhrif á framleiðsluþáttanotkun fyrirtækja endurspeglar viðtekin sannindi meðal auðlindahagfræðinga og skattahagfræðinga. Á þeim grunni byggja bæði Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðabankinn áætlanir um umfang auðlindaarðs í heimshagkefinu. Í því ljósi kom það á óvart að Ragnar Árnason og Birgir Þór Runólfsson skyldu í skýrslu fyrir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) komast að þeirri niðurstöðu að annarsvegar eigi auðlindaarður (auðlindarenta) sér ekki stoð í hagfræðigreiningu eða fræðilegri greiningu yfirleitt og hinsvegar að skattur á umframarð í sjávarútvegi valdi brenglun á ráðstöfun framleiðsluþátta.

Boðuð vísindabylting gufar upp

Ábendingum mínum um að niðurstöður um tilvistarleysi auðlindaarðs stangist á við viðtekna þekkingu svara þeir Ragnar og Birgir með eftirfarandi hætti: „…annar okkar (hefur) rökstutt þessa niðurstöðu í alþjóðlegum ritrýndum útgáfum sem vísað er til í skýrslunni…”. Við nánari eftirgrennslan kemur í ljós að réttara er að tala um „ritrýnda útgáfu” frekar en „ritrýndar útgáfur”. Minna má á að birting greinar í ritrýndu vísindariti þýðir ekki að allt það sem fullyrt er sé þar með orðin viðtekin sannindi. Vikulega afturkalla ritstjórnir virtra tímarita fjölda birtra greina, oftast vegna misferlis með gögn. Í SFS skýrslunni er vísað til greinar eftir Ragnar í 2. útgáfu Encyclopedia of Energy, Natural Resource, and Environmental Economics frá 2024. Ritstjóri sagður J. F. Shogren. Þessi útgáfa finnst ekki í gagnagrunnum. Jasons F. Shogren upplýsti að hann hefði verið ritstjóri fyrstu útgáfu bókarinnar, en Tommy Lindgren tekið við eftir það. Tommy sendi mér grein Ragnars úr fyrstu útgáfunni og tjáði mér að hann vissi ekki annað en að texti Ragnars í annarri útgáfu væri nánast óbreyttur frá fyrstu …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein

Mest lesið
1
Samfélag

Tekjumissir við barneignir

2
Gervigreind

Gervigreindin mun aldrei koma í stað mannlegra tengsla

3
Heimspeki

Tækniframfaratrú og veiklyndi mannsins

4
Leiðari

Allsherjar bylting þekkingar eða andlegt hrun vitsmuna

5
Alþjóðamál

Evrópa þarf að standa saman

6
Máltækni

Gervigreindarbyltingin: Úr fleipum í framþróun

eldgos-bilamynd.original
Jarðvísindi 42. tbl.

Ljós­leið­ara­bylt­ing­in í nátt­úru­vár­vökt­un

Jarðskjálftamælingar hafa gjörbyltst á skömmum tíma með nýrri tækni, sem gerir nú mögulegt að nema hreyfingar jarðar af ótrúlegri nákvæmni í rauntíma og auka þannig öryggi í mati á fyrirboðum eldgosa.
Strandir 01
Heimspeki 42. tbl.

Tækni­fram­fara­trú og veik­lyndi manns­ins

Vaxandi áhrif gervigreindar draga fram gamlar hugmyndir um tækni, mennsku og sjálfræði sem vekja upp endurnýjaða heimspekilega og siðferðilega ígrundun.
_GSF1009
Atvinna 42. tbl.

Gervi­greind­ar­bylt­ing­in: Kost­uð af sér­fræð­ing­um en hag­nýtt af fyr­ir­tækj­um

Í nýrri könnun Visku kemur fram að sérfræðingar keyra gervigreindarbyltinguna áfram, fjármagna notkunina sjálfir og kalla eftir markvissri innleiðingu á vinnustöðum.
Halldór Jörgen
Gervigreind 42. tbl.

Gervi­greind­in mun aldrei koma í stað mann­legra tengsla

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri ræðir við Halldór Jörgen Faurholt Olesen um gervigreind.

42225-Matrix-Red-Blue-Pill
Samfélag 42. tbl.

Sefj­un­ar­hag­kerf­ið og at­beini hönn­uða

Umbreytingarafl tækninnar birtist í mismunandi umgjörðum hagkerfisins, svo sem streymisveitu-, eftirlits-, hamfara- og anarkó-kapítalisma.
Sonar-festival
Listir 42. tbl.

Sköp­un skepnu sem skap­ar

Skapandi gervigreind umbreytir listsköpun svo að lögfræðin, siðfræðin, hugvísindin og listirnar hafa ærin verkefni fyrir höndum sem dregin eru upp með þremur ólíkum sviðsmyndum.
Skóli, menntun
Menntun 42. tbl.

Ný­sköp­un í þágu mennt­un­ar á tím­um örr­ar tækni­þró­un­ar

Ör tækniþróun kallar á endurnýjað menntakerfi þar sem menntatækni, rannsóknir og skýr stefna mætast til að tryggja gæði, aðgengi og ábyrga nýsköpun.
Umferð, Reykjavík
Tækni 42. tbl.

Gervi­greind mun um­breyta heim­in­um

Gervigreind þróast með fordæmalausum hraða og umbreytir þekkingarvinnu, vélmennum og innviðum. Samfélagslegar afleiðingar fela í sér kerfisleg úrlausnarefni og siðferðileg álitaefni.