Til baka

Grein

Er enginn arður af auðlindum?

Hér er brugðist við gagnrýni skýrsluhöfunda á fyrir grein höfundar um skýrslu þeirra fyrir SFS sem kallast Veiðigjald, landsframleiðsla og tekjur hins opinbera: Hagræn greining

_F1A9568
Mynd: Heiða Helgadóttir

Í mörgum tilvikum skila atvinnufjárfestingar engum tekjum umfram það sem þarf til að greiða fyrir notkun vinnuafls, leigu fastafjármuna og vexti af eigin fé sem eigendur fjárfestingarinnar lögðu til. Þetta á til dæmis við í atvinnugreinum þar sem engar sértækar hömlur eru lagðar á stofnun nýrra fyrirtækja í greininni, því skapist aðstæður fyrir mikil uppgrip munu ný fyrirtæki streyma að og/eða eldri fyrirtæki auka umsvif sín og framboð á hinni eftirsóttu vöru eða þjónustu. Með auknu framboði fylgir þrýstingur bæði á verð og hagnað til lækkunar uns uppgrip í greininni er úr sögunni. En upp kunna að koma aðstæður þar sem rekstrartekjur fyrirtækis eru meiri, jafnvel miklu meiri, en það sem þarf til að greiða eigendum framleiðsluþátta sanngjarnt endurgjald fyrir þeirra framlag án þess að ný fyrirtæki geti tekið þátt í leiknum eða eldri fyrirtæki aukið umsvif sín. Með sanngjörnu endurgjaldi er átt við að laun og leigugjöld séu a.m.k. jafn há og best gerist í öðrum rekstri í viðkomandi hagkerfi. Stundum er talað um umframhagnað í þessu samhengi. Umframhagnaður getur orðið til vegna vörumerkjaeignar, fákeppnisstöðu á markaði, sértækrar þekkingar eða einkaréttarvarðrar tækni. Nú eða aðgangs að takmarkaðri náttúruauðlind (foss verður aðeins virkjaður einu sinni) eða stjórnvaldsákvarðana (kvótakerfi) sem takmarka aðgengi að starfseminni[636309]. Breyting á landfræðilegri staðsetningu fyrirtækis sem byggir umframhagnað á vörumerkjaeign eða einkarétti þarf ekki endilega að hafa áhrif á möguleika fyrirtækis til að fénýta sérstöðu sína. Þannig getur fyrirtæki sem byggir umframhagnað á vörumerki eða einkarétti á framleiðsluaðferð flutt starfsemi sína frá háskattalandi til lágskattalands …

Fáðu áskrift til að lesa

Áskrift að Vísbendingu hæfir þeim sem hafa gaman að óvilhöllum greiningum og gagn af greinargóðum upplýsingum um efnahagsmál, viðskipti og nýsköpun.

Næsta grein